Sesar Salat ala Kolla

 

imageEinu sinni fórum við Palli til Dublin með Egilsson, þáverandi vinnuni hans Palla.  Þar fórum við öll út að borða á voða fínan veitingastað og þar fékk ég það besta kjúklingasalat sem ég hef á æfinni borðað.
Síðan þá hef ég oft hugsað um þetta dásamlega salat og seinna fattaði ég að salatið hét Cesar salat og það var fullt af Parmigiano regiano í því. ..
Í kvöld, tókst mér loksins að gera salat sem náði Dublinarsalatinu, allavega næstum því..
Rétturinn samanstendur af salati, kjúklingi, brauðteningum, sósu og parmigiano

Þetta þarftu: 
Kjúklingalundir eða bringur. Ég keypti tvo pakka af lundum.
Romain salat eða Iceberg salat, amk einn haus en helst tvo.
Parmigiano  (haug af honum :) )

Brauðteningar:
4 Brauðsneiðar, ekki einhver hollustubrauð með fræjum, ég notaði heimilisbrauð
4 msk? smjör
4 msk ólífuolía
Salt
Pipar

Sósa:
lítið hvítlauksrif
1/2 tsk Dijon sinnep
1 msk sítrónusafi
1 eggjarauða
1 dl ólífuolía
3 tsk fínt rifinn parmigiano

Þetta geriru: 
Steikir kjúllan. Ég kryddaði með salti, pipar og paprikukryddi, lokaði honum á pönnu og setti hann svo á grind, inn í ofn á 200° í 10 mín og lét hann svo kólna.
Næst græjaru brauðteninga. 
Ég bræddi smjörið á pönnu og setti ólífuolíuna útí. Skar brauðsneiðana í teninga og skellti þeim út í smjörolínuna, kryddaði með salti & pipar og velti þessu til. Setti teningana svo á ofnplötu og bakaði þá við 150°ca í 10 mín á hvorri hlið. Skellti þeim svo út á svalir í kælingu.
Næst græjaði ég sósuna:
maukaði hvítlaukinn. Setti hann, sinnepið, sítrónusafann, eggjarauðuna og ostinn í skál og hrærði saman. Síðan þeytti ég olíuna út í smátt og smátt og endaði á því að smakka þetta til með smá pipar og jafnvel salti.

Síðan setti ég salatið saman – salat, sósa ,brauðteningar, kjúklingur (sem ég skar í bita) og gróft rifinn parmigiano (ég nota skrælarann eða ostaskerarann til að sneiða ostinn)

Að lokum: 
Ég vil ekki hafa salatið mitt löðrandi í sósu, þannig að ég setti bara sósudropa og hafði svo restina af sósunni bara til hliðar ef einhver skyldi vilja meira.

Rúúúggl gott salat hjá kollusín :)

 

 

 

Birt í Kjúlli, Kjúlli, Maturinn | Færðu inn athugasemd

Risotto Primavera að hætti Tjörva nr1


Það er komið nýtt ár og við hæfi að fagna.  Við fögnum með Risotto Primavera og Kjúlla að hætti KolluSætu. Það skemmtilegasta við Risotto er það að pabbi segir að maður eigi að gefa Risottoinu jafnmikið hvítvín og kokkurinn fær.. semsagt, einn sopi í kokkinn, einn sopi í risottoið.. og mér líkar vel við svona uppskriftir :)
Í þetta risotto fór góð hálf hvítvínsflaska. Eða sko í eldamennskuna, það fór jafnmikið í kokkinn (mig) og risottoið, enda maður hrærir og hrærir, hvað á maður annað að gera en að drekka hvítvín.

Sko, ég elda aldrei of mikið af risotto og þó við séum bara fimm, ég, Palli, Eiður, Ásthildur og Birkir minn, þá elda ég heilan helling..  800 gr af risotto grjónum.. og tveir riiiisa kjúllar.. og við eigum afgang fyrir Ásthildi, sem er að vinna og líka á morgun…  jíbbíkóla :)

Það sem þú þarft (eða það sem ég var með í kvöld.. )
Rauð Paprika
5 – 6 gulrætur (fer eftir stærð)
hálfur kúrbítur
1 laukur
2 sellerístönglar
3 l kjúklingasoð ( eitthvað svoleiðis..)
2-3 hvítvínsglös (eins og þú týmir) – má sleppa
100 gr parmegiano regiano rifinn

IMG_20130101_182719

Maður choppar gærnmetið mjög smátt og brúnar svo allt  saman í ólífuolíu, ekki steikja, bara brúna :)Svo tekur maður þetta af pönnunni og setur í skál

næst græjar maður kjúklingasoð, í svona mörg grjón þarf næstum þrjá lítra..

Svo.. hitar maður olíu á pönnu og hellir grjónunum útí og hrærir.. og lætur grjónin malla við lágan hita þar til þau byrja að verða glær á endunum
Þá hellir maður slurk af soði og hrærir stanslaust þar til soðið er horfið í grjónin, skellir þá smá hvítvíni ef maður er með það eða þá bara meira af soði.. svo hrærir maður  bara og hrærir og bætir soði útí, en samt bara lítið og litið í einu .. og svo hrærir maður og hrærir og … hrærir.. þar til grjónin eru „al dente!“ semsagt, mjúk en samt smá hörð í miðjunni

IMG_20130101_191733eftir 20-30 mín, þegar grjónin eru alveg að verða reddí og þú ert orðin verulega þreytt í hendinni eftir allt hrærið, þá skellir maður grænmetinu útí og hrærir vel saman. Svo þegar grjónin eru reddí, þá skelliru  2/3 af parmessan ostinum útí og hrærir vel.
Svo seturu þetta í einhverja skál eða fat eða bara lætur þetta vera í pönnunni og stráir restinni af ostinum yfir.

Með þessu hef ég steiktan kjúkling. Að þessu sinni voru það tvö kvikindi, ég tróð heilli sítrónu og ca tveim rósmarín greinum uppí mallakútinn á þeim, penslaði með ólífuolíu og kryddaði með salti og pipar. Eldaði inní ofni, fyrst í 15 mín við 200° , lækkaði svo niðrí 165 ca og er það ekki ca 45 mín á kíló.. held það.

Vægast sagt það besta í heimi. Njótiði vel.

IMG_20130101_194253

Birt í Kjúlli, Kjúlli, Maturinn, Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Tómatpastafiskdót

Palli keypti kíló af fiski.. og ekkert annað nema kál.. enda er hann hættur að borða allskonar eitur eins og hveiti og sykur og svona stuff.. en við mæðgin borðum alveg eitur sko..
Ég eldaði sjúklega gott! með betri mánudagsýsum verð ég að segja..

Allavega, þetta er fiskrétturinn sem varð til í kvöld .. úr afgöngum, nema fiskurinn, hann var ekki afgangur :)

Í kvöld fór þetta í réttinn:
1.kg ýsuflök
3 rifnar gulrætur
ca 1 og hálfur sveppur
4 lófastór brokkolíblóm með stilkum og öllu, smáttskorin
3 matskeiðar af ofnbökuðum sætum kartöflum síðan fyrir helgi..
2 tómatar smáttskornir
300 gr ca soðið krakkapasta síðan í fyrradag
3/4 krukka af tómatpassata frá Sollu
Ítölsk kryddblanda
pipar
smá hvítlaukskrydd
einn súputeningur (held ég hafi sett Klar frá Knorr)
einn rass af brauðosti, þú veist, þetta sem verður eftir þegar maður getur ekki lengur skorið með ostaskeraranum
hveiti
Ólífuolía
salt

Ég brúnaði allt grænmetið í ólífuolíu og setti svo tómatmaukið, pipar, ítalska kryddið og súputeninginn og lét það malla á meðan ég skar fiskinn í bita, velti honum uppúr örlitlu hveiti og lokaði honum á pönnu.

Svo setti ég smá af soðna pastanu í eldfast mót, hrærði svona einn þriðja af sósunni samanvið og dreifði vel í botninn á forminu. Svo raðaði ég fiskinum ofaná, setti afganginn af pastanu og afganginn af sósunni þar ofaná og reif svo ostarassinn ofan á allt saman og bakaði í ofninum við 180° í 20 mín.

image

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með þessu hafði ég svo afgang af massabrauði kollusaetu sem ég bakaði á laugardaginn :)

image

Svakavaka gott og æði :) Elska svona afgangagúrmei..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Sjúka pastað maður

Vá .. ég eldaði svooo gott að Palli sagði mér að setja það á bloggið, það var svo gott..

Sko forsagan er sú að ég fór með Hrafnhildi systir á Uno um daginn og ég fékk þar svo svakalega gott pasta og einhverra hluta vegna þá er mér búið að langa í eitthvað svona síðan þá og í kvöld erum við gömlu (mér finnst svo krúttlegt að segja við gömlu..) ein heima og ég er búin að eiga frekar erfiðan dag, lasin og svo brotnaði fiskabúrið og það flæddi vatn útum allt.. þannig að ég náttúrulega hugga mig með góðum mat og þessi sjúklega góði réttur varð til. Þetta er semsagt tómatapastasósa með engu kjöti og allt öðru vísi en ég hef gert nokkurntíman áður, við skulum átta okkur á því að uppistaðan eru tómatar.. og ég borða EKKI tómata.. en allavega hér er uppskrift:

Það sem þú þarft:
ólífuolía
hálfur hvítlaukur
hálfur laukur
6 rifnar gulrætur
sæt paprika (eða bara venuleg) skorin smátt
6-8 tómatar skornir í litla bita
Ein krukka tómatapestó,(Ítalía)
1-2 öskjur kirsuberjatómatar
Fersk basillika
Spaghettí
Salt og Pipar

Þetta geriru:
Brúnar lauk og hvítlauk og setur svo gulræturnar og paprikuna útí. Þessu leifði ég að malla á meðan ég skar tómatana. Svo skellti ég þeim útí og svo þegar þetta var orðið að góðu gumsi, þá hellti ég pestóinu útí og hrærði.  Að lokum setti ég ferska basilliku útí, tja .. ég veit ekki hvað mikið.. svona tvær hrúgur..
Svo skellti ég þessu í eldfast mót, dreifði kirsuberjatómutunum útí og bakaði þetta svo í ofninum við 180 í svona 20 mínútur.
Með þessu sauð ég spaghettí og bakaði einhverskonar fokkasíu og að sjálfsögðu verður maður að hafa ferskan parmessan .. og mikið af honum!
og hér eru myndir af dásemdinni..

image

image

Ótrúlega vangefið gott og ekkert kjöt bara fullt af grænmeti og fullt af tómötum, þeir eru svo hollir og góðir .. allavega svona, en hráir tómatar eru ógeð!

Birt í Maturinn, spaghettí | Merkt , | Ein athugasemd

Karrí fiskurinn

Þessi uppskrift er sett hérna inn fyrir hana Berglindi mína sem vinnur með mér á gogo. Hún borðar ekki kjöt en elskar fisk og hún öfundar mig alltaf þegar ég kem með afgang af þessum rétti í vinnuna :)

Það sem þú þarft:
Fiskur, ég hef prófað bæði ýsu og þorsk og bæði jafn gott. Magnið fer bara eftir því hvað það eru margir að borða, ég geri alltaf úr svona 1 1/2 kg af fiski, þá er pottþétt til afgangur daginn eftir.
Hveiti
Karrý
Ananas í bitum
Matreiðslurjómi
Ostur

Fiskurinn er skorinn í bita og velt uppúr hveiti og karrýi og léttsteiktur á pönnu og kryddaður með salti . Síðan er honum raðað í eldfast mót.
Þegar fiskurinn er farinn af pönnunni, þá helli ég rjómanum útá pönnuna til þess að hita rjómann aðeins og fá brasið af pönnunni í sósuna.
Safinn látinn leka af ananasinum og honum síðan dreift yfir fiskinn og síðan er rjómasósunni hellt yfir og rifnum osti dreift yfir.

Þetta er svo bakað í ofni í svona 20 mínútur við 180°.
Með þessu hef ég svo alltaf hrísgrjón. KR grjón eru vinsæl ;)
Og af því að ég er með brokkolí sýki, þá finnst mér ógó gott að hafa líka gufusoðið brokkolí með, jafnvel líka gufusoðnar gulrætur..

mmm sljúrb, Verði þér að góðu Berglind mín ;)

Birt í Fiskur, Maturinn | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Kássa

Næstum því alltaf, þegar ég spyr Palla hvað hann vill í matinn, þá segir hann kássu.. mango chutney kássu. Karrý, hrísgrjón og Mango chutney og málið er dautt!
Þetta er kássan sem varð til í kvöld.. sooooldið sterk (as in hot) fyrir minn smekk en Palla og Birki fanst þetta geðveikt.

Þetta þarftu
1 laukur
2 litlar grænar paprikur
4 kjúklingabringur
2-3 gul epli
5 tsk red hot curry paste (má algjörlega vera minna.. allavega fyrir minn smekk.. dáldið heitt skohh)
3 tsk karrý
3 tsk Karrý madras (eitthvað frá pottagöldrum)
2 kjúklingateningar
salt &pipar
2 og hálfur til 3 dl sweet chili sause
1 dós ananasbitar án safa
1 dós kókosmjólk
1 flaska hakkaðir tómatar frá Sollu
Hrísgrjón

Þetta geriru
laukur, paprika og kjúlli skorið smátt og steikt á pönnu með karrýinu í ólífuolíu
næst skar ég eplin smátt og skellti þeim útí
svo setti ég red hot chilli peppers.. nei ég meina red hot curry paste..
svo setti ég teningana
svo sweet chilli sósuna
svo ananansinn sem var búinn að liggja án safa í smá tíma
svo tómatana og kókosmjólkina..
og svo bara sauð þetta þar til að ég var búin að sjóða hrísgrjón.. þetta er svona matur sem mallar bara og mallar þar til maður er tilbúinn að borða hann.
Ég man það núna, ég ætlaði að setja gulrætur í þetta.. en ég gleymdi því.

Svo er náttúrulega Mango chutney algjört möst með þessu.. enda er þetta kássa.. í alvöru, ég er viss um að Palli var indverji í fyrra lífi ;)

Verði ykkur að góðu :)

image

Birt í Kjúlli, Kjúlli, Maturinn | 3 athugasemdir

Heit mexicosúpa fyrir heitar konur

Ester bað um uppskrift.. og þar sem hún var einusinni bossinn minn í þegar ég var að vinna á Heilsugæslunni á Höfn, þá bregst ég að sjálfsögðu við hið snarasta og geri það sem hún segir.. af því að ég er svo hlýðin híhíhíh… .. :)

Heit mexicosúpa fyrir heitar konur og hina 10 (eða allavega fyrir 6 -8)

Þetta þarftu
1.laukur
1.kg kjúklingabringur (eða 4-6 bringur)
2.rauðar paprikur
1. rófa
hálfur gulrótapoki
1.sæt kartafla
4 stk rauður chili
8 tómatar
smá blómkál
2 pokar santa maria taco krydd
1 medium sterk salsa sósa frá santa maria
salt
pipar
kjúklingateningar (ég held að ég hafi notað 4.stk)
chili krydd
4.lítrar vatn (eða eitthvað þannig..)
4-5 msk Rjómaostur

Þetta geririu:
saxar lauk og sýður í smá olíu þar til hann er orðinn gl
skerð kjúllann í litla bita (þannig að þeir komist fyrir í skeiðinni, ásamt öðru) og setur útí Skerð svo allt grænmetið, nema tómata og bætir út í og brúnar þetta allt saman.
Saltar og piprar og chilliar..
Afhýðir tómatana, skellir þeim í matarvinnsluvélina eða notar töfrasprotann og maukar.. nú eða bara saxar þá með hníf, það er líka hægt, og skutlar þessu svo útí pottinn. Við hér köllum þetta að djimma með júnitinu..
Svo er bara bætt við vatni, taco kryddi, súputeningum og salasósu.
Soðið eins lengi og hægt er og þegar er svona korter eftir að suðutímanum, þá er rjómaosturinn settur útí.
Borið fram með nýbökuðu brauði, natchos, sýrðum rjóma og rifnum osti.

Að lokum:
ok, ég hef líka einhverntíman sett brokkolí og kúrbít og bara restarnar af grænmetinu úr ísskápnum, grunnurinn þarf samt eiginlega að vera sæt kartafla og paprika, eða það finnst mér…
Að sjálfsögðu er þessi súpa ekki baun ef það vantar í hana chili, ef þú vilt ekki hafa hana mjög heita, þá er gott að taka fræin úr piparnum.. í kvöld setti ég allt klabbið útí og fræhreinsaði ekkert.. og súpan reif vel í, ég þurfti að borða hana í skömmtum, mamma hefði örugglega ekki getað borðað hana og Ásthildur setti vatn útí hana..en köllunum mínum fannst þetta loksins almennilega heitt.
Svo finnst mér best að setja súpuna í skál, setja smá slettu af sýrðum rjóma og lúku af natchos útí og strá svo rifnum osti útá..
Þetta er risa uppskrift enda finnst mér ekki taka því að elda súpu, ef það er ekki til fullt í afgang daginn eftir, enda er súpa alltaf best daginn eftir ..

Klárlega – Hot in the city – súpa!

Ps. myndin er ekkert sérstaklega girnileg, meira svona eins og mynd af súpu sem er í matinn í Hrafn Guðlaugsson mynd.. ég bara var búin að borða og nennti ekki að óhreinka nýjan disk bara fyrir mynd.. ég á sko ekki uppþvottavél..

Birt í Kjúlli, Maturinn, Mexico, Súpa | Merkt , , | Ein athugasemd

Labbar til Pallasinn

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

svoddan þorskur…

Eldaði svo svakalega gott í gær..

Þetta þarftu:
Þorskflök
Smjör
Hveiti
Salt & Pipar
Sítrónu
Kúskús
Kjúklingatening
Allskonar grænmeti sem þú finnur í ísskápnum.

Þetta geririu:
Tjoppar allt grænmetið í litla bita og steikir uppúr ólífuolíu á (vok)pönnu

Veltir fiskinum uppúr hveiti og steikir uppúr smjöri ( og ólífuolíu) og kryddar með salti og pipar og kreistir svo smá sítrónu yfir.

Græjar kúskúsið efitir leiðbeiningum á pakkanum, ss setur  ákv magn af kúskús í skál, setur jafnmikið af kjúklingasoði útí, hræri, setur lok á og bíður í 5 mín. Hrærir svo í og þá á allur vökvi að vera farinn inní kúskúsið og þá er það tilbúið.

Að lokum:
Sko,  ég kaupi aldrei of mikinn fisk. Í þetta skiptið keypti ég 1400gr og kostaði kílóið 1789kall í fiskibúðinni á Sundlaugarveginum þannig að þetta er ekkert endilega voða ódýrt alltaf, en getur verið það ef maður á allt nema fiskinn :) 1400gr og við vorum þrjú í mat og ég náði til að taka með mér í nesti í dag, þannig að 1400gr handa 4 kannski..
Allavega, afþví að ég get ekki steikt þetta allt í einu á einni pönnu, þá steiki ég þykkustu stykkin fyrst, steiki þau ekki í gegn heldur set þau svo í eldfast mót og inni ofn á 170° á meðan ég steiki hitt eða max 10 mín.  Ég vil hafa þetta þannig að fiskurinn sé rétt nýorðinn hvítur, bara rétthættur að vera glær.. semsagt .. já, þið skiljið.

Með grænmetinu þá tek ég bara það sem ég á til, en grunnurinn er yfirleitt sætar kartöflur, gulrætur, paprika, rauðlaukur og sveppir. Þá byrja ég alltaf á að steikja þær sætu því þær þurfa að vera mjúkar í gegn og taka lengstan tíma. Hitt grænmetið má vera svona al dente..

Hollt og klárlega með betri mötum..

Birt í Fiskur, Maturinn | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Föstudagur…

Planið ..
Mánudagur – Eftirbruni– tjékk
Þriðjudagur – Þrek -tjékk
Miðvikudagur – Hjól – tjékk
Fimmtudagur – Body Balance – tjékk
Föstudagur – Eftirbruni(kl 7:20)/hjól/frí – frí tjékk
Laugardagur – TopForm/Hjól/Hot Joga
Sunnudagur – Frí

Fór í boddýballans í gær.. fínn tími, mun betri en síðast hjá þessum kennara, vel heitt í salnum, erfitt og mikill sviti :)
Ætla að vera í fríi í dag! „Gleymdi“ að ég ætlaði að fara í toppform í morgun…

Birt í Hreyfing | Merkt | Færðu inn athugasemd

Fimmtudagur

Planið ..
Mánudagur – Eftirbruni– tjékk
Þriðjudagur – Þrek -tjékk
Miðvikudagur – Hjól – tjékk
Fimmtudagur – Body Balance
Föstudagur – Eftirbruni(kl 7:20)/hjól/frí
Laugardagur – TopForm/Hjól/Hot Joga
Sunnudagur – Frí

Massa hjólatími í gær.!! Palli mætti, sem var eins gott því ég var orðin pirruð fyrirfram á því að hann myndi ekki mæta.. Hann lét okkur hjóla til þess að finna hámarkspúls og ég náði að þræla púlsinum upp í 180 slög sem er fínt, skv formúlunni 220-aldur þá er þetta minn 100%hámarkspúls en ég er greinilega með hraðari hámarkspúls því maður á ekki að ná upp í nema 90-95% af hámarki þannig að ég er með græjuna stillta á 192 slög (eða svona eins og ég sé 28 ára :) ) það er fínt. Ég er að ná upp fínu þoli þarna, púlsinn farinn að fara hraðar niður sem er merki um betra form, núna fer hann niður í 75-80% á svona 60-90 sek á meðan það tók hann heilt lag að slefa niður fyrir 85%fyrir nokkrum vikum þannig að þetta er allt að koma.
Body Balance á planinu í dag, ég er reyndar hálf lúin eftir vikuna, en er ekkert endilega hætt við, er samt jafnvel að spá í það.. æ er bara að væla.. svaf illa og lítið í nótt, rigning úti, langur dagur í gær.. blahh..  væri samt dásemd að fara í bb og teygja vel á og skella sér svo í pottinn.

http://www.gogoyoko.com/object/widget_player.swf?songId=419994

Birt í Hreyfing | Merkt | Færðu inn athugasemd

Þriðjudagur

Planið ..
Mánudagur – Eftirbruni– tjékk
Þriðjudagur – Þrek -tjékk
Miðvikudagur – Hjól
Fimmtudagur – Body Balance
Föstudagur – Eftirbruni(kl 7:20)/hjól/frí
Laugardagur – TopForm/Hjól/Hot Joga
Sunnudagur – Frí

Magnað hvað dagamunurinn getur verið mikill á manni.. Fór í þrekið í dag, gekk mjög vel, tærnar reyndar aðeins að stríða mér en ég er í frekar lélegum skóm þannig að ég vona að það sé bara málið, ég er allavega búin að ákveða það þar til annað kemur í ljós..  en nóg um það, ég ætlaði að segja ykkur hvað dagamunurinn getur verið mikill, í gær vorum við látin gera magaæfingu þar sem maður situr svona í vaff og lyftir lóði.. í gær, þá var ég svo mikill aumingi að ég gat ekki einu sinni loftað á mér löppunum.. en í dag, ég gerði sömu æfingu og hún var ekkert mál.. písofkeik, reyndar erfið en kúvahh.. í dag var ég heimsmeistari í þessari æfingu. Heimsmeistari!! segi ég :)
Hlakka til að fara í spinning á morgun..

Birt í Hreyfing | Merkt | 6 athugasemdir

Áætlun vikunnar 26.sept – 2.okt

Mánudagur – Eftirbruni– tjékk
Þriðjudagur – Þrek
Miðvikudagur – Hjól
Fimmtudagur – Body Balance
Föstudagur – Eftirbruni(kl 7:20)/hjól/frí
Laugardagur – TopForm/Hjól/Hot Joga
Sunnudagur – Frí

ok, þetta er planið.. sko, í síðustu viku ( sem ég stóðst með glans.. híhí), á laugardaginn,  þá fór ég í Topp Form. Guðbjörg var ekki og Anna Marta var með tímann. Það er skemmst frá því að segja að þetta var einn skemmtilegasti tími sem ég hef farið í, drulluerfitt og massa stuð og svooo sá ég að hún, Anna Marta, er með Top Form tíma á föstudagsmorgunum kl 7.20 og mig langar sooldið að prófa að mæta, ég hef hingað til ekki einu sinni reynt að mæta í morguntíma, ég er ótrúlega löt á morgnanna og svo er Palli líka að nota bílinn þegar hann er að bera út og það er ekki sjéns að ég fari að vakna 20 mín fyrr til að labba.. ég veit ég er aumingi, en ég er bara aumingi á morgnanna.. en mig langar að prófa og það var svoo gaman í tímanum á laugardaginn svo við sjáum til.. ef ég fer, þá fer ég bara í jóga á laugardaginn.. held að það væri sneddí, eða hjól hjá Palla..
Þetta er planið!!

Já og annað í síðustu viku.. komst að því að Guðbjörg er frábær Body Balance kennari og Palli er besti hjólakennarinn, hann var ekki á Miðvikudaginn og það var fúlt! það liggur við að maður fari heim þegar maður sér að hann er ekki. Á miðvikudaginn þá gat ég rualað með heilum tveimur lögum og þar af var annað þarna habba habba lagið!! allt hitt var öm! Ég hjólaði svossem alveg eins og fjandinn en það er ekki eins þegar maður getur ekki flösuþeytt soldið með..  :)

Og þá að þessari viku
Búin að fara í Eftirbruna hjá Eyrúnu, var ekki alveg upp á mitt besta með fáránlega túrverki.. var að hugsa um að hætta við en síðast þegar ég fór og var með svona mikla verki og fór í gymmið, þá leið mér mun betur á eftir þannig að ég skellti mér bara.. það var hrikalega heitt og þungt loft í salnum, ég var farin að svitna við það að standa og bíða eftir tímanum, verkirnir löguðust ekki og um miðbik tímans varð ég að fara aðeins fram og anda því mér var orðið hálf óglatt. Gat varla gert magaæfingar fyrir magakrömpum þannig að þetta var ekkert algjört æði… en ég fór og gerði mitt besta, ég geri ekki betur en það :)

Birt í Hreyfing | Merkt | Ein athugasemd

Þriðjudagur – Áætlun vikunnar 19-25 sept

Vikan 19-25 sept

Mánudagur – Hjól – tjékk
Þriðjudagur – Þrek – tjékk
Miðvikudagur – Hjól – tjékk
Fimmtudagur – Þrek í hádeginu (af því að ég er á bíl.. )- boddy balance -tjékk
Föstudagur – Hjól eða frí – frí tjékk
Laugardagur – TopForm/Hot Joga – TopForm tjékk
Sunnudagur – Frí – tjékk :)

Fór og lyfti, Eyrún er svo með þetta.. og eins gott að það er þriðjudagur og engin söngæfing, ég hefði örugglega ekki getað sungið, ég er gjörsamlega búin að vera í maganum, allar æfingarnar tóku á maganum, meira að segja þegar við vorum að lyfta á tvíhöfðana og þríhöfðana, við þurftum að gera það standandi á einum fæti og það þýðir að miðjan er í massífri vinnu við halda jafnvæginu.. æðislegur þessi tími :) I totally love it!!

Annað er svossem ekki að frétta, búið að vera mikið að gera í vinnunni, það er reyndar alltaf nóg að gera þar, manni leiðist ekkert..
Mamma kom í mat, hún er á annarri viku í geislum. Það er voða notó að hafa hana hérna.. ég er dauð uppgefin, ætla inn í rúm að lesa Game of Thrones sem Berglind var svo sæt að lána mér, gengur voða hægt hjá mér eitthvað að lesa hana, ég sofna eftir hálfa blaðsíðu.. en planið er að taka smá törn um helgina :)

Birt í Hreyfing | Merkt | Ein athugasemd

Áætlun vikunnar 19-25.sept

Mánudagur – Hjól – tjékk
Þriðjudagur – Þrek
Miðvikudagur – Hjól
Fimmtudagur – Þrek í hádeginu (af því að ég er á bíl.. )
Föstudagur – Hjól eða frí
Laugardagur – TopForm/Hot Joga
Sunnudagur – Frí

Þetta er áætlun þessarar viku. Síðasta vika var í ruglinu og ég fór bara tvisvar. Ég var bara löt, ekkert flóknara en það.
Ég verð á bílnum í þessari viku og ætla því að reyna að skjótast í þrek í hádeginu á fimmtudaginn. KOMASO, ekkert rugl!!

Birt í Hreyfing | Merkt | Ein athugasemd

Áætlun vikunnar 12.sept – 18.sept

Mánudagur – Eftirbruni– tjékk
Þriðjudagur – Þrek – tjékk
MIðvikudagur – Hjól – :(
Fimmtudagur – Body Balance – :(
Föstudagur – Tabata í hádeginu/Frí
Laugardagur – Topp Form/Hot Joga
Sunnudagur – frí

Mánudagur: Fór í Eftirbrunatíma, gat ekki farið í hjól af því að ég þurfti að mæta á kóræfingu líka. Óð því af stað í eftirbrunann sem var samansettur af pýramída og tabata.. mundi í fyrsta tabatanu að ég þurfti að spá í fæturna á mér.. þeir eru ekki mikið fyrir svona yfir pallinn hopp og eitthvað.. kálfarnir kvörtuðu og ökklarnir voru ekki sáttir.. en ég fór eins varlega og hægt er að fara í tabata, ég meina, maður dúllar sér ekkert við það.. hitt var alltsaman bara gúddí, þannig.. Labbaði svo heim og fór beint á kóræfingu.. róleigheita dagur semsagt..

Miðvikudagur:  Fór í Þrekið í gær, tók vel á því.. svo vel að ég held að ég sé t0gnuð í hægra fille-inu, með geðveikar harðsperrur og allskonar, er því að spá í að sleppa hjólatímanum í dag, taka mér bara frí og fara frekar á morgun í hjól eða jafnvel á föstudaginn. Þá gæti ég farið í Boddíballans á morgun.. og hjól hjá Kristínu Birnu á föstudaginn, já það hljómar vel :)

Fimmtudagur:
Blahh.. fór ekki í gær og ekki í dag.. er bara eitthvað hálf eitthvað.. þreytt..
langaði bara að vera heima hjá mér.. eins og ég sé eitthvað lítil í sálinni en er það samt ekki, maður getur bara ekki alltaf verið nagli, stundum þarf maður bara að fá knús og sæng.. ef þið skiljið..
Vonandi fer ég á morgun í spinning.. :) það er allavega planið!

Birt í Hreyfing | Merkt | Færðu inn athugasemd

Mætt i hjólin

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Áætlun vikunnar

Mánudagr – Hjól – tjékk
Þriðjudagur – Þrek – tjékk
MIðvikudagur – Hjól – tjékk
Fimmtudagur – Body Balance – tjékk
Föstudagur – Tabata í hádeginu/Frí – Frí tjékk
Laugardagur – Topp Form/Hot Joga – Topp Form Tjékk :)
Sunnudagur – frí

Kannski tekst þetta, verð reyndar pottþétt að deyja úr harðsperrum á mi og fi eftir þrek hjá Eyrúnu, ef ég þekki mig og hana rétt..
En þetta bara gengur ekki lengur, kíló í plús í hverjum mánuði og þá verð ég 100 kíló eftir, tjah ekki svo mjög langan tíma!! Ég vil frekar kíló í mínus í hverjum mánuði í svona eitt ár eða svo og þá er ég glöð.. og hvahh, það er nú ekki neitt :)
og þetta er ekki átak, þetta er skynsemi!

Update á miðvikudegi.. er aalveg að renna á rassinn með hjólin í dag, harðsperrurnar eru á leið í fúllsving, fæturnir á mér svo þreyttir eftir þrekið í gær, að ég kemst varla upp stiga og ég þarf líka að fara á kóræfingu í kvöld.  Æ fokkitt, ég dríf mig!! fæ bara bílinn og þá þarf ég ekki að labba heim!!

Update á miðvikudagskvöldi. – gaur!! gaur!! frábær hjólatími, ef ég kemst framúr rúminu í fyrramálið þá á ég sko skilið thule (er reyndar í bjórpásu og geymi hann bara .. )

Update á föstudegi
Fór í bb í gær, dálítið öðruvísi stemming í þessum tíma heldur en var hjá þessari þarna góðu,, nú var bara kuldi og keyrsla, þetta var erfitt fyrir harðsprerrurnar og ég gat varla hreyft mig í gærkvöldi. Í dag líður mér betur, harðsperrurnar á undanhaldi nema nú eru að koma nýjar í magann og mjaðmirnar.
Gleymdi svo að ég ætlaði ekki að borða nammi í kvöld en svoneridda, nammidagurinn er semsagt þá bara í dag :)

Næsta tjallens er að mæta í ræktina í fyrramálið.. við sjáum til hvað gerist :) ég hef þá hotjokað til vara.. það er ekki fyrr en um hádegið :)

Update á Laugardegi: Þokkalega!!! Planið tókst! búin að fara x5 í gymmið þessa vikuna :) Núna er frí á morgun og svo byrjar ballið aftur á mánudaginn..  og mér líður sérlega vel og hamingjusamt :)

Birt í Hreyfing | Merkt | 4 athugasemdir

Mætt!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Labbi labb, taskan a öxlinni…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Jæja. Taskan er tilbuin!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Mmm… Bjór…

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Hlaupið um sundin..

Jæja, þá er ég búin að fara út að hlaupa í dag, hljóp allt Efstasundið, Skipasundið og hálft Sæviðarsundið, samtals um 3.45K og það tók mig 28 mín.
Ég vann marga sigra á sjálfri mér á meðan ég hljóp og fyrsti sigurinn var náttúrulega að ég fór út. Ég var nefninlega ný komin heim úr vinnunni, ég var sko að þvo, það var rigning og guðmávitahvað.. en ég fór! Og á meðan ég hljóp þá hélt ég mig við leiðina sem ég ákvað áður en ég fór út, ég stytti hana ekki, þó svo að mér hafi fundist það bráðnauðsynlegt á meðan ég hljóp, mér tókst ekki að sannfæra mig um það að ég gæti allsekki hlaupið lengra af því ég var að drepast í fótunum og mér tókst ekki að sannfæra mig um það að hlaup væru sko alls ekki fyrir mig því ég hefði greinilega ekki fætur í þetta og ég ætti bara að halda mig við hoppið og lyftingarnar í gymminu.. og mér tókst heldur ekki að sannfæra mig um það að ég væri algjör aumingi því ég þurfti að labba smá á milli .. ég, semsagt, hafði betur en ég :)
Næst ætla ég hlaupa í kring um Vífilstaðarvatn með Hlaupahópnum Vífli, það var æðislega gaman síðast og ég er að hugsa um að fara tvo hringi, þó svo að ég labbi kannski meiripartinn af þeim seinni, held bara að fæturnir mínir hafi gott af því. En við sjáum til á miðvikudag, held að systur mínar báðar ætli með, ekki er það nú verra :)

Annars er það í fréttum að Birkir minn, litli drengurinn minn, er orðinn vinnandi maður, hann fékk vinnu hjá Garðlist og á að mæta kl 8 í fyrramálið. Hann fer með nesti og nýjar gúmmítúttur..
Mér finnst það nú svona frekar fullorðins þegar bæði börnin manns eru orðnir launþegar.. mér fyndist nú í lagi að hægja aðeins á, bara svo ég myndi ná því að fylgja með..

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Svona er veðrið…

.. á Humarhátíð, rigning og rok! En ekki hvað! Klárlega rokk í því o/

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Selfossiskur ís…

.. passar sérlega vel þegar maður er á rómantísku roadtrippi með åstinni sinni, í rigningu.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

hlaupagella.. ég sko :)

Í fyrsta skipti á æfinni fór ég ein út að hlaupa í gær. Ég er víst að fara að hlaupa 10k í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst og ég þarf að æfa mig. Komst að því í gær að ég á mikið verk fyrir höndum en ég hlýt, fjandakornið, að skila mér í mark áður en tímatökufólkið fer heim.. það bara hlýtur að vera.
Ástæðan fyrir þessu öllu saman er sú að mamma mín greindist með brjóstakrabbamein fyrr á þessu ári og eftir fyrstu lyfjameðferðina hennar, þá hittumst við öll systkinin og Mamma og Kolbrún Lilja brúnkuskott, á Mánagötunni hjá Togga og Ella í hádegismat. Það vildi þannig til að þetta var einmitt 27ára afmælisdagurinn hans Togga og við vorum með súkkulaðiköku og allt.. Allt í einu stakk Hrafnhildur upp á því að við systkinin myndum taka þátt í þessu hlaupi og hlaupa til góðs og styrkja Krabbameinsfélagið. Og jú, ekki gat ég sagt nei.. ég, sem hef aldrei nokkurn tímann getað hlaupið nokkurn skapaðan hlut, það er frægt þegar ég tók þátt í 800m hlaupi einu sinni og gafst upp!! ..já ég er að segja frá þessu 800m hlaupi opinberlega.. hef nú hingað til reynt að láta þetta ekki fréttast, var búin að búa með Palla mínum í tjahh 10 ár eða eitthvað þegar ég sagði honum frá þessu.. þannig að það að hlaupa 10k er mikil áskorun fyrir mig.
Allavega .. ég fór í gær, í fyrsta skipti á æfinni, ein út að hlaupa. Var að hugsa um að hringa í Hrafnhildi og fá hana með mér en hætti við, því ég verð að geta farið ein út án þess að reiða mig á það að það geti einhver farið með mér.. og ég hljóp og hljóp og hljóp,, og fann fáránlega mikið til í öklunum og mjöðmunum og allstaðar.. og ég labbaði auðvitað líka en ég hljóp c.a 1,5k án þess að stoppa og þegar ég stoppaði þá var það eiginlega bara út af því að ég var að drepast löppunum.. heildarvegalengdin var rétt tæpir 5k og það tók mig rúmlega hálftímia eða um 35 mín. Svo þegar ég kom heim þá tók ég nokkur sett með 8kg bjölluna og svo sumodeadlifts með 24kg bjöllunni, planka og teygjur og allskonar..
Og eins og þetta sé ekki nóg, þá á ég hlaupadeit á morgun við fullt af flottum konum og er ætlunin að hlaupa í kring um Vífilstaðarvatn. Þar verður fremst í flokki hún Sigrún sem er skólasystir mín úr HR og greindist með brjóstakrabbamein í nóvember á síðasta ári. Hún er nýbúin í lyfjameðferð og ætlar að hlaupa 10k nokkrum dögum eftir að hún lýkur geislameðferð. Hún er náttúrulega engin venjuleg kona hún Sigrún, ég á ekki orð til að lýsa því hvað hún er fáránlega mikill nagli… og ég eiginlega skammast mín fyrir að kvarta yfir einhverjum fótaverkjum, því fyrst hún getur þetta, þá get ég það!! ekkert helvítis væl og aumingjaskapur! það er bara ekki í boði!! og fyrst mamma mín getur sitið í stólnum sínum og liðið eins og valtari hafi keyrt yfir hana og aftur til baka eftir lyfjameðferð, þá get ég druslast til að hreyfa á mér rassgatið og hlaupið skitna 10k.. !! sem ég ætla að gera í águst og hafa gaman af því :)

Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Massa pizza madur!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Skyndibiti að hætti húsins

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Nesin..

… eru best í heimi! Það er einfaldlega ekkert sem toppar það að vakna, labba niður stigann, kyssa alla góðan dag, fá sér cheerios með smá coco puffs útí, lesa andrés og setjast svo inn í stofu með kaffibolla og spjalla og horfa út um gluggann á trén, aðeins að fara út á pall og fylla lungun af hreinu nesjalofti og njóta. Það toppar þetta ekkert! Í alvöru.. 
Þegar ég er í nesjunum, þá fer ég varla út úr hverfinu. Vil bara vera heima hjá mömmu og pabba og lesa og dotta og spjalla og ákveða hvað á að vera í matinn og ef ég fer úr hverfinu, þá fer ég í búðina með mömmu og pabba að kaupa í matinn :) Svo eldum við alltaf eitthvað svo gott, eða pabbi eldar alltaf eitthvað svo gott og við tölum um hvað maturinn sé góður og förum svo að tala um það hvað við ætlum að borða á morgun..
Ég elska Nesin, það er allt best í Nesjunum, veðrið er tildæmis alltaf best í Nesjunum.. og loftið, Nesjaloftið er best og vatnið er svo mjúkt, maður verður allur svo mjúkur og næs þegar maður fer í sturtu, það er eitthvað annað en grjótharða vatnið í Rekjavík..
En samt best í af öllu, er fólkið mitt í Nesjunum, Magnað alveg hvernig besta fólkið í heiminum er allt í minni fjölskyldu..  æhj, væmið.. ég veit..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Ferðalangur

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Birkir grillar borgara

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Göngutur

Með Heiðu og litlu börnunum okkar :)

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Frunsur…

… eru djöfulsins!! er með eina sem skartar sínu fegursta núna, í vinstri nösinni.. mjög hressandi. Er búin að vera heima alla helgina með hausverk og frunsu og meððí. Og eins og það væri ekki nóg, þá fer þessi frunsa svo á sálina í mér að ég er geðvond og pirruð með eindæmum.
Samt get ég ekki kvartað, sit núna með vömbina fulla af lasagne, nýbökuðu brauði og rauðvíni og í sumarfríi alla næstu viku, ekki kvartar maður yfir því! Ætlum að skreppa í fögru Nesjasveit eftir nokkra daga, vonandi eftir færri en fleiri, fer allt eftir Heimsmeistaranum og hvenær hann kemst í fri. Ég þrái Nesin, mig dreymir þau á nóttunni og allskonar.. maður er nottla ekki í lagi, verandi með heimþrá, komin á fimmtugsaldurinn!
Og í Nesjunum, þá ætla ég að fá brjóstahaldarafar!! held reyndar að það sé spáð rigningu..

Birt í Uncategorized | 5 athugasemdir

Kjuklingasalat

Eldað vangefið gott kjúllasallat áðan.. með nýbökuðu brauði og heimatilbúnum brauðteningum.. vangefið gott!!

BRAUÐ:
Í þessu brauði var ..
1 1/2 dl sesamfræ
2 dl hveitikím
2 dl hafragrjón
2 bollar (500ml) heilhveiti
1 1/2 bolli (375ml) hveit
6 maukaðir sólþurrkaðir tómatar með olíunni
2 tsk þurrger
2 tsk salt
1-2 msk hunang
2-3 msk ólífuolía
4 dl volgt vatn (ca)

öllu blandaði saman og hnoðað vel og látið hefast í svona klukkutíma. 2 brauð mótuð úr deginu og látið hefast aftur í 30 mín og svo bakaði í ofninum í um 15 mín við 240 og lækka svo í svona 200 og leyfa því að era í svona 5 mín í viðbót. Brauðið er tilbúið ef það heyrist tómahljóð þegar maður bankar í botninn á því :)

ok, svo gerði ég brauðteninga.. þeir eru einfaldlega gamalt brauð (í kvöld notaði ég 5 sneiðar af gömlu heimilisbrauði..) skorið í litla teninga, smjör og ólífuolía hitað á pönnu og teningum hellt útá vel heita pönnuna. Í kvöld kryddaði ég með hvítlaukskryddi og salti og setti tvisvar á pönnuna. Svo set ég þetta á ofnplötu inn i ofn við svona 150 – 170 þar til þeir verða stökkir.

Salatið var bara kjúklingalundir, (kryddaðar með s&p og kjúklingakryddi frá pottagöldurm, steiktar smá á pönnu og svo bakaðar í 10 mín inní ofni á grind), grænt salat, gúrka, rauð paprika, tómatar (fyrir þá sem vilja það) og rauðlaukur og ferskur rifinn Parmesan yfir ..

Vangefið gott :)

Birt í Bakstur, Brauð, kjúklingasallat, Kjúlli, Kjúlli, Maturinn | Ein athugasemd

Massa deig!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Gleði gleði

Eiður er kominn heim og eg og Palli erum buin ad bua til 5 pizzur!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Svolítið…

.. skítugt mælaborð…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Wake up!!

Þar sem ég er að sofna ofan í lyklaborðið, þá minnti Toggi minn mig á þetta..
Elska þetta og rúmlega það..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

finnst alveg magnað..

.. hvað tónlistin skiptir miklu máli, núna glymur ömurlegt rokkabillíkántrí hérna á skrifstofunni, alveg þannig að borðið mitt víbrar. mér skilst að krummi í mínus sé að syngja. ég hef nú aldrei verið hrifin af honum sem söngvara, er það mjög minnistætt þegar jenni í brainpolice bókstaflega jarðaði jesús í jesus christ superstar í borgarleikhúsinu um árið, – sönglega séð á ég við.
ég reyni að hlusta á gusgus á meðan, það gengur ekkert rosa vel, ég þarf að hafa það svo helvíti hátt til að heyra ekki vælið í krumma.. og ég sem hef í raun aldrei fílað gusgus neitt svaka.. reyndar er högni að syngja með þeim og hann er með flotta rödd ..
já, erfitt að vera ég ..

Birt í Uncategorized | Merkt | 2 athugasemdir

Bjór á Bakkus

.. í vinnunni

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Lunch

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Workstation

Woop woop

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Maí er að verða búinn

Vildi bara láta ykkur vita af því að Maí er að verða búinn. Ég er í vinnunni og á náttúrulega að vera að vinna en ekki að skrifa þetta.. margt búið að gerast síðan síðast, búin að prófa að vera kennari, búin að syngja á tónleikum, búin að ferma Birki, búin að verða fertug, búin að fara á Ísafjörð.. allskonar .. brjálað að gera og ég bara hálf rangeygð og rugluð eftir allt saman.
Eiður er farinn til Hornafjarðar að vinna, hann er búinn að vera í rúma viku og ég er að springa úr söknuði..
tjá, það var gaman að segja frá því..

Birt í Uncategorized | Merkt | Færðu inn athugasemd

chili con carne

Þetta er uppskrift, kóperuð frá vefnum hans Pabba. Þetta er chili! Palli vill helst alltaf eiga chili í ísskápnum. Alltaf.

„Við höfðum ráðgert það feðgar, Þorgrímur og ég, all lengi að elda okkur chili. Loks í gær létum við verða af því.

* 1 stór laukur
* 2-3 hvítlauksrif (ég notaði 1 kínverskan sterahvítlauk)
* 2 rauð chili (þessi voru í stærra lagi)
* 2 grænar paprikur
* 1/2 kg hakk
* 1 dós nýrnabaunir (vökvanum hellt af)
* 1 dós chilibaunir
* 2 dósir tómatar (í bitum)
* cummin
* chili (krydd ég átti bara Chili Explosion)
* oregano
* ungversk paprika (sterk)
* Fiesta de Mexico (frá Pottagöldrum)
* 1 súputeningur
* pipar og salt
* 2-3 dl bjór

Ég svissaði laukinn og grænmetið í potti, bætti svo hakkinu útí og brúnaði um stund. Kryddaði þvínæst og hellti bjórnum útí. Þetta mallaði svo vel og lengi.

Við snæddum þetta yfir fréttunum með sýrðum rjóma útá og bruddum nachos með. Ljómandi gott!!“

Þetta er semsagt góðfúslega stolin uppskrift, engin gestauppskrift, því pabbi veit ekki einu sinni af því að ég stal henni.. og ég tvöfalda hana.. semsagt, tvo pakka af hakki og svona.. og við erum ég og kallarnir..

Birt í Maturinn, Uncategorized | Merkt , | Ein athugasemd

3.janúar 2011

ég er enn að bíða eftir brúnku litlu, hún er eins og mamma sín, gerir bara það sem henni hentar :) ég hlakka svo til að fá að stinga nebbanum í hálsakotið hennar. hún náttúrulega heitir ekki brúnka, ég er bara með stæla og vil eigna mér hana, ætli ég sé ekki bara svona afbrýðisöm út í hh af því hún fær að taka á móti, það væri þá ekki í fyrsta skipti sem ég er afbrýðisöm út í hana, þó það hafi nú ekki gerst síðan við vorum litlar :) hún er nebblega best í heimi.
ég er búin að skrá mig í prufutíma í þessu, er alveg að deyja úr hreyfingarleysi og leti, verð að hreyfa mig en er bara svo löt! veit samt alveg að ég þarf bara að koma mér niðreftir og þá er þetta komið og ég fer á fullt. ég var einmitt að hugsa um það áðan þegar við vorum að keyra heim að maður er bara eins og hylki og lætur bílinn ferja sig á milli staða.. reyndar labbaði ég frá vinnunni minni og í vinnuna til palla, svona aðeins til að fá loft í lungun og ganga fleiri en 10 skref í einu, en það dugði samt ekki til þess að hrista af mér slenið. þetta er samt ekkert nýtt, kannast við þetta allt frá liðnum janúörum og ekki bætti úr skák að ma&pa fóru austur í dag og ég hef ekki komist heim síðan í ágúst og það er bara of langur tími. þannig að ég held að ræktin reddi þessu alveg, ég þarf bara að koma mér þangað :) kannski ég skelli mér bara í rólegan teppatíma á morgun eftir vinnu, eða hjólatíma.. já, ég er góð í að ákveða.. ekki alveg eins góð í að fara eftir því sem ég ákveð.

Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

áramót

eitt af áramótaheitunum er að byrja að blogga aftur. ég var eitthvað að hugsa um það um daginn, hvað hefði verið hápunktur ársins 2010 og ég man ekki eftir neinu.. og þegar maður man aldrei neitt, þá er gott að blogga.
Er að lesa Áttblaðarósina eftir Óttar Norðdal, hún lofar mjög góðu..
búin að eiga frábært frí.. kvíði því að vakna í vinnu á morgun, þó það verði gott að komast í rútínu
er að spá í að prófa að fara nýja tíma í gymminu á þriðjudag.. það verður hresst fyrir konu sem hefur ekki hreyft sig í rúman mánuð.. hresst!

2011 verður magnað ár!

Skaftafell ágúst 2010

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

14 November, 2010 22:05

Crazy eyes

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Nýtt blogg

já, er búin að vera að dunda mér við að setja gamlar færslur af 123 blogginu mínu hingað, vantar alveg að hægt sé að porta gömlu bloggi í xml eða eitthvað þar..
ákvað að skella mér á wordpress, held að það sé bara þokkalega þægilegt og gott, hægt að gera allan fjandan hérna og bara.. ég vil ekki hætta að blogga, finnst fínt að hafa uppskriftirnar mínar hérna, núna get ég taggað og kategoræsað og allskonar ..

Er búin að vera að búa mig andlega undir erfiðar tvær næstu vikur, er að fara að halda tónleika með kórnum og langar æfingar í næstu og þarnæstu viku, það er hresst og alltaf svo ótrúlega gaman, þeim mun meira sem er að gera með kórnum, þeim mun meira gaman er :)

Fór í afmælisveislu hjá Sunnu minni í gær, gáfum henni hjartahálsmen og tvö perluarmbönd.. hún var ánægð og terturnar voru massívar eins og systur minni er einni lagið. það var indælt. Eins og öll helgin er búin að vera..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

nýtt blogg

tjahh.. held það bara, er að deyja úr kulda bara.. Airwaves er búið, er að fara að skutla ET á fyrstu hljómsveitaræfinguna sína, ætla svo í gymmið og svo heim að elda fisk..

Langaði samt bara til að ath hvort þetta embedded stuff virkaði..

http://www.gogoyoko.com/object/widget_player.swf?songId=92379

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Silungasjúkheit

ok.. úff.. ég eldaði svoooo goooott..
sko, ég ætlaði í gymmið en það var ekki boddíballans (algjörtfrat) og ég fór í spinning í gær og langaði bara í hressandi rólegheit.. var að hugsa um að fara út að hlaupa en svo fórum við Palli bara að skoða púlsmæla og svona gps gaura.. og ég var ógó svöng og það var gebba veður.. og þá datt mér í hug að grilla en langaði ekki í fitukjöt og ég kann ekki að grilla kjúlla þannig að hann verði ekki þurr..
þaaannig að .. við fórum í fiskabúð og keyptum nýja og ferska Klaustursbleiku, hún var alveg dýr (2390kjell á kíló.. meira en Humar!!!.. ) en hey, ef ég vil bleikju þá bara fæ ég bleikju.. palli borgar, hann er svo ríkur, já.. eða þú veist.. eníhú.. og þá varð til þessi líka gjöööðððveiki veislumatur!!
Þetta þarftu:
bleikja, eitt flak á mann ca..
5 hvítlauksrif,
pressuð1dl ólífuolía
maldonsalt

meðlætið samanstóð af splúnkunýjum Seljarvallakartöflum(sluuuurpp), grillaðri papriku og grilluðum kúrbít, sallati, tómötum og gúrkum og fetaosti..
Þetta geriru:
blandar saman pressuðum hvítlauk og ólífuolíu
(plokkar beinin úr fiskinum.. ef þú þolir ekki bein eins og ég..)
leggur fiskinn í eldfast mót og blandar hvítlauksolíunni samanvið og setur plast yfir og lætur þetta bíða.
sýður kartöflur i svona 10 mín
hellir þeim svo í stórt eldfast mót, með slatta af ólífuolíu og maldon salti og bakar í ofninum í svona 30 mín
Næst prepparu grænmetið á grillið.
Næst pakkaru fiskinum í álpappír, eitt flak í hvern pakka, ég gerði þetta þannig að ég stráði smá salti á botninn á pappírnum, lagði flakið (sem var makað í olíu og hvíltlauk) ofaná með roðið niður og stráði svo aftur salti yfir og lokaði svo álpappírnum þannig að það var nóg pláss fyrir fiskinn, ég reyndi að passa ða álpappírinn kæmi sem minnst við fiskinn nema roðið.
svo bara skellti ég álpökkunum á heitt grillið og lét þá bara vera þar í svona 7-10 mín eða á meðan ég grillaði paprikur og kúrbít..
Að lokum: Ég raspaði hvítlaukinn með parmessan járninu mínu, hefði örugglega notað hvítlaukspressu ef ég ætti hana, Ég plokkaði fiskinn, ég gubba ef ég fæ bein.. þannig að það var bara plokkarinn á beinin.. það tók alveg smá tíma en þess virði
Birkir fékk grilluð grænmetisbuff í staðinn, hann langaði nú alveg í svona fisk en hann á bara eftir tæpa viku af sex mánaðar kjöt og fiskbindindi þannig að þetta verður eldað fljótt aftur.
Eina sem vantaði var kælt hvítvín.. en hey kúvahh.. ekki fyrr en hinndaginn..

Birt í Fiskur, Maturinn | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Ostaterta Birkis

Birki er búinn að langa í ostaköku í marga daga..
Við skoðuðum uppskriftir og svona og bjuggum svo til þessa í dag. Hún er svona sambland af mörgum kökum, við tókum svona það besta .. Skemmst er frá því að segja að kakan smakkaðist alveg sérlega vel, sjálfsagt vegna þess að það var svo gaman að brasa þetta með Birki mínum, einstaklega mikið af ást og yndislegheitum í henni, enda er hann Birkir minn alveg einstaklega yndislegur :)
Já og ég held að þetta sé ostaTERTA.. ekki kaka..

þetta notuðum við:
Botn:
380gr hafrakex
1 1/2 msk sykur
150 gr smjör
Fylling:
500 gr rjómaostur
250 gr suðusúkkulaði brætt
110 gr sykur
2 1/2 dl rjómi, léttþeyttur
4 matarlímsblöð
50 gr suðusúkkulaði, smátt skorið
100 gr kókosmjöl

Þetta gerðum við:
börðum hafrakexið í tætlur í plastpoka með kökukefli og blönduðum sykrinum samanvið.
Bræddum smjörið við lágan hita og hrærðum það svo samanvið kexið.
Settum þetta svo í smelluform, stöppuðum vel og létum botninn koma upp á kantana.
Næst græjuðum við fyllinguna
við hrærðum rjómaostinn og sykurinn saman vel og vandlega.
Næst létum við matarlímið linast í köldu vatni í 5 mínútur, hituðum svo smá vatnslettu, kannski svona 3 msk og létum matarlímið leysast upp í því. Blönduðum því svo samanvið ostinn með því að láta það leka í mjórri bunu ofaní.
Næst bættum við bræddu súkkulaði útí og hrærðum, svo kókosmjölinu og súkkulaðinu (ekki þessu brædda heldur þessu tjoppaða) og hrærðum
Síðast bættum við léttþeyttum rjóma útí og hrærðum varlega.
Skelltum þessu síðan ofaná botninn og inn í ísskáp í 2-3 tíma.

Að lokum:

Kakan er svolítið stór, enda ekki kaka heldur terta :) hún verður klárlega gerð aftur og þá höfum við örugglega ber og rjóma með, Birkir talaði um að það væri örugglega geðveikt gott að hafa bláber með þessu.. Allavega.. alveg snilldar kaka!

Birt í Bakstur | Merkt | Færðu inn athugasemd

Massa grænmetissúpa Kollu sætu :)

já sæll.. fjúhh hvað ég eldaði góða súpu í kvöld..
Málið er að Birkir ákvað að gerast grænmetisæta þegar hann var búinn að borða afmælismatinn sinn. Ekki það að lambafílleið sem ég eldaði handa honum hafi verið svona vont, heldur er hann búinn að tala um þetta lengi s.s að prófa að vera grænmetisæta…
allavega, þetta er er svona smá tvist í matseðillinn hjá okkur, við höfum alveg mikið grænmeti í matinn en höfum kannski ekki gengið út frá því sem aðalatriði, þannig að maður er á fullu að tvista grænmeti og það verður til þess að ísskápurinn er fullur af svona græmetisafgöngum.. og þá varð til þessi súpa!

Massa grænmetissúpa kollu sætu :)

Þetta var alveg handa okkur fjórum og við erum enn að bíða eftir hinum 10.. ef þið skiljið hvað ég meina, soldið mikið af súpu..

Þetta þarftu:
Ég tæmdi ísskápinn af grænmeti. Hann innihélt:
2 litla lauka
1/2 hvítlauk
1/2 brokkolíhaus
1/4 blómkálshaus
1/2 kúrbít
5 stórar gulrætur
1 risastóra sæta kartöflu
1 litla rauða papriku
1 græna papriku
hálfan flúðasveppadall af sveppum
svo setti ég líka:
2 dósir af niðursoðnum tómötum
2 dósir af tómatpúrre
3-400 gr pasta
8-10 grænmetisteningar
svartur pipar
oregano
3 lítrar vatn

Þetta geriru:
Tjoppar allt grænmeti í litla bita.
Setur lauk og hvítlauk og brúnar í olíu í stórum potti
setur allt grænmetið útí og brúnar í nokkrar mínútur
Setur vatn, tómata, tómatpúrre, grænmetisteninga útí og kryddar með Oregano og Pipar.
Lætur suðuna koma upp og lætur sjóða í svona 15-20 mín
Setur pastað útí og lætur sjóða í 15 í viðbót.
og voila.. tilbúið, ferskur parmessan er rifinn ofaní hverja súpuskál.

Að lokum: Þetta er rugl góð súpa, ég hafði með henni fokkasíuvonnabí brauð.. sem er fokkasía sem er bara úr venjulegu deigi.. og ef þið viljið uppskrift að því þá bara veriði að biðja um hana :)

Birt í Grænmetissúpa, Maturinn | Færðu inn athugasemd

13 ára

Hann Birkir minn, litla barnið mitt er hvorki meira né minna en 13 ára í dag. Eins og allir sem hann þekkja vita, að þá er þessi drengur algjör gullmoli. Hann er svo sannarlega með hjartað á réttum stað, gefur bestu knús í heimi og ég elska hann alveg út af lífinu.Hann fékk steikt eggjabrauð í morgunmat í morgun og í dag ætla ég að fara snemma heim úr vinnunni og dekra við litla barnið mitt sem er orðinn nokkrum milli metrum ( takið eftir .. ég sagði MILLIMETRUM) stærri en ég… Á myndinni eru þeir feðgar í Dimmuborgum síðastliðið sumar.. flottir maður .. fjúhh… Til hamingju með daginn elsku Birkir Tjörvi þú ert svo langlanglangbestur og flottastur.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Bleiki fiskurinn og litla Ísland

Úff.. var að koma úr ræktinni, fór í tímann sem Rakel mælti með, hjá Ágústu.. fínn tími, ég er allavega drullu þreytt.
Er að elda grjónagraut mmmm og Eiður fær typpasúpu af því að hann borðar ekki grjónagraut. Keypti líka rúgbrauð og lifrarpylsu.. aldrei að vita nema að ég sjóði líka egg.
En talandi um Rakel, þetta er semsagt Rakel, konan hans Þrándar sem er bróðir hans Gulla kennara sem er pabbi hans Sigga Gunn.. Ég kynntist Rakel semsagt fyrst þegar hún var að vinna í eldhúsinu á Skjólgarði, örugglega fyrir einhverjum tuttugu árum og þar sem ég var á Sillugangi, þá spjölluðum við oft. Síðan hef ég varla hitt hana fyrr en hún byrjaði í kórnum haustið 2008.. og núna vorum við í sama leikfimitíma.. svossem ekkert merkileg saga.. nema að það er svo fyndið hvað Ísland er lítið og leiðir fólks liggja oft saman eftir langan tíma.
Kristjana, sem var einusinni hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á Hornafirði, hún var að byrja í kórnum núna um áramótin, er í 1.sópran og situr fyrir aftan mig!!! Magnað alveg.. !!
ogog.. var ég búin að segja ykkur söguna af Grétu frænku.. ég hafði aldrei hitt hana, svo byrjaði ég í kórnum, haustið 2006 og þar var hún í sömu rödd og ég en ég vissi ekkert að hún væri frænka mín. Það var ekki fyrr en seinna um haustið að ég er boðuð á
ættarmótsnefndarfund. Þá var bara Gréta frænka þar, langamma mín og amma hennar voru systur!! Magnað!!

En allavega, ætla að setja hérna inn uppskriftina af bleika fiskinum sem ég eldaði í gær, manninum mínum til mikillar ánægju.Þessi réttur er einn af uppáhöldunum hans Palla míns. Mamma hans eldaði þetta alltaf handa honum þegar hún vildi gefa honum eitthvað gott.. Ég eldaði þetta handa honum í gærkvöldi og núna er ég að búa til grjónagraut, ég held ég sé besta kærasta í heimi :)

Bleiki fiskurinn
Þetta þarftu (fyrir 4 og afgangur daginn eftir):
14-1500 gr ýsuflök, roð og beinlaus
2-3 matskeiðar karrý
1 dós tómatpúrre
ólífuolía
4 hvítlauksgeirar
1laukur
mjólk
hveiti
Hrísgrjón
Salt
Þetta geriru:
Skerð fiskinn í þægilega bita og veltir honum uppúr hveiti og 1msk karrýi og steikir hann svo aðeins á pönnu í ólífuolíu og saltar aðeins yfir. Ef það er afgangur af hveitikarrýinu þá er gott að geyma það og nota það í sósuna á eftir.
Maður þarf ekkert að steikja hann í gegn, bara svona loka honum.
Fiskurinn er svo tekinn af pönnunni og lagður til hliðar.
Sósan:
Hún er gerð svona:
Laukurinn er skorinn smátt og steiktur á pönnunni í ólífuolíu. Karrýið er sett útí og látið hitna með lauknum. Næst er tómatpúrre bætt við og þetta allt hrært saman og að lokum er svona 2-3 msk af hveiti bætt útí og allt hrært í eina klessu (hér er tilvalið að nota afganginn af karrýhveitinu).
Að lokum er mjólkinni bætt útí og búin til sósa :) sem er svo smökkuð til með salti.
Þegar sósan er farin að malla þá er fiskinum settur útí og allt látið sjóða saman i smá stund. Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum og borðað með bestu lyst.
Að lokum:
Palla finnst best að hafa sósuna vel þykka, helst þannig að hún renni varla.. en mér finnst hún betri þunn, þannig að stundum hef ég hana þykka og stundum þunna.. oftast þykka samt :)

Birt í Fiskur, Maturinn | Færðu inn athugasemd

Afsakanir endalaust alltaf..

Hey
Sit hérna í róleheitunum í vinnunni, fátt eins notalegt og að mæta hingað eldsnemma á morgnanna, í myrkrinu, fá sér kaffibolla, kíkja á netið og sjá hvað mönnum liggur á hjarta eftir gærkvöldið og nóttina.. Í dag eru allir að missa sig yfir jafteflinu í handboltanum í gær, ég er nú bara alveg silkislök yfir þessu, efast ekki um að strákarnir eru að gera sitt besta .. ég myndi allavega ekki nenna að standa í öllum þessum æfingum og svona án þess að gera mitt besta þegar á hólminn væri komið..
Annars er ég bara hress, skellti mér meira að segja í spinning í ræktinni í gær, var nokkrum sinnum næstum því búin að gubba, þetta var svo erfitt, fyrst þegar kennarinn sagði „jæja, þá erum við hálfnuð með upphitunina….“!!! já ég er er massa formi, það er greinilegt. Ég bjóst nú samt alveg við því að þetta yrði erfitt, er búin að eyða tveimur vikum í að peppa mig upp í að fara og í gær var ég komin með afsakanirnar alveg í steríó og var eiginlega búin að sannfæra mig um að ég bara gæti alls ekki farið, ég væri svo þreytt.. eða var það hausverkur.. allavega ég fann eitthvað sem ég afsakaði mig með..  en svo las ég þetta og komst að því að ég væri bara letihaugur!!
Þannig að .. nú byrjar þetta, ég hef ekki neina einustu afsökun, allt að vinna og engu að tapa!! Ef ég fer ekki þá er ég að deyja í öxlunum, með hausverk og þarf að sitja í bílnum þegar Palli labbar á Esjuna í sumar í staðin fyrir að labba með!!
Ef ég fer ekki, þá kemst ég aldrei í dásamlega pottinn í Hreyfingu!!  Ég hef allt að vinna og engu að tapa.. nema kílóum, þó ég sé ekkert endilega að þessu til þess að létta mig, þá má alveg minnast á það að ég er búin að bæta á mig einhverjum fimm kílóum síðan ég hætti að mæta reglulega í ræktina.. það er bara of mikið, og þar sem ég vil getað borðað allt sem mig langar í án þess að kaupa mér endalaust stærri föt þá þarf ég að hreyfa mig.. þetta eru ekki geimvísindi. Og svo bara líður mér miklu betur, líður betur í sálinni og í kroppnum..
Ég var samt skúffuð í gær, þegar ég ætlaði að láta líða úr mér eftir puðið á hjólinum -þá var potturinn ískaldur!!! Mér finnst nú alveg lágmark að þegar maður er að borga marga þúsundkalla á mánuði og mætir aldrei, þá er það það minnsta sem þau geta gert er að hafa pottinn í lagi þegar maður loksins lætur sjá sig :) Potturinn er nefninlega gulrótin mín, því þegar ég er alveg við það að deyja, þá hugsa ég um hvað það verður gott að fara í pottinn á eftir. Og þar sem ég gerði þegjandi samkomulag við sjálfa mig þannig að ég mun aldrei fara í pottinn án þess að puða fyrst þá virkar það mjög vel.. Þessi pottur er algjör dásemd.
Ég ætla að mæta á morgun, er að hugsa um að sprófa að fara í þrektíma í hádeginu og ef ég næ því ekki, þá er það þrek og þol hjá Eyrúnu ef ég næ númeri. Ef ég næ ekki númeri.. þá bara lyfti ég eða eitthvað.. ég ætla allavega í gymmið!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kollubollu kjötbollur með tómattvisti og hveitilengjum

úff.. allir á dekk og út með bátana… það er bara ekkert öðruvísi!
Ég eldaði gjöööhhhhheeeeðveikan mat í kvöld, hann var svo góður að hann verðskuldar blogg, það er bara ekkert öðruvísi..
Allavega.. Birkir fékk að velja af því hann stóð sig svo vel í prófunum og hann bað um þetta. Þetta er kannski ekki fljótlegasti réttur sem ég hef eldað enda byrjaði ég um hálf 7 og var búin að borða að verða 9, svolítill Hraunhóls stíll á þessu semsagt..En hérna er þetta:

Kollubollu kjötbollur með tómattvisti og hveitilengjum..
Þetta þarftu:
Nautahakk, svona tvo pakka (8-900 gr)
1 poki mozzarrilla ostur, rifinn
1 bolli brauðrasp
2 egg
1/2 l matreiðslurjómi
salt
pipar
hvítlaukskrydd
ítölsk kryddblanda
12 tómatar
ferskt basillikum
hálfur hvítlaukur
ólífuolía
5-700 gr spaghettí

Þetta geriru:
Kollubollukjötbollur
Blandar hakki, osti, raspi, eggjum og matreiðslurjóma í skál, kryddar með salti, pipar, hvítlauk og ítölsku kryddblöndunni.   Hrærir þessu saman þar til að það verður að fallegu bleiku klessudeigi. Setur filmu yfir skálina og skellir þessu inn i ísskáp og leyfir þessu að taka sig svona á meðan þú græjar tómatsósuna.
Næst býrðu til bollur úr deiginu, ég hef þær svona svipaðar og gólfkúlur að stærð, nota eina skeið og svo lófann til að gera þetta voða flott. Síðan steikir maður bollurnar á báðum hliðum, samt ekki í gegn, (semsagt brúnar á hliðum og bleikar inní svona eins og kjötbollurnar urðu stundum hjá afa í gamladaga..hehe.. ).
Bollurnar eru svo settar í eldfast mót, álpappír ofaná og bakaðar í ofninum á 200° í svona 20-30 mín

Tómattvist
Tómatarnir eru afhýddir með því að láta þá liggja í sjóðandi vatni í smá stund og hýðið svo pillað af. Hvítlaukurinn er tjoppaður í smátt, settur í pott ásamt slurk af ólífuolíu og látinn malla í smá stund. Afhýddir tómatar eru skornir í bita og settir útí og látnir sjóða í svona klukkutíma. Smátt skorin fersk basillika er svo sett útí rétt áður en tómattvistið er borið fram

Hveitilengjur
Spaghettí soðið í saltvatni með ólífuolíu. :)

Ok, sko, ég byrja alltaf á því að sjóða vatn og hella yfir tómatana. Það bíður svo á meðan ég græja kjöthakkdeigið, sem fær svo að taka sig á meðan ég græja tómattvistið, sem fær svo að sjóða á meðan ég steiki bollurnar sem bakast svo á meðan ég sýð spaghettíið.. þetta er voða svona eitt leiðir af öðru matseld :) þetta er alveg rosalega gott -tómatsósan, nei ég meina tómattvistið (miklu flottara nafn heldur en tómatsósa, voða svona kokkalegt..), er algjört æði, sem kemur mér nokkuð á óvart þar sem ég borða ekki ferska tómata.. ég er nú reyndar farin að halda að það séu bara stælar í mér. Svo má hún líka bara sjóða og sjóða og sjóða .. þar til allt annað er reddí ) Svo er náttúrulega ferskur Parmessan útá punkturinn yfir iið, svona þegar maður á hann..
örugglega voða gott líka að hafa sallat og svona, brauð jafnvel og rauðvín.. en hey, það er nú bara þriðjudagur..
fjúhh.. gjööööhhheeeðveikt gott sko..
Svona leit þetta út á diskinum mínum..
Já og Birkir tók myndirnar…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

þrettándinn

er mætt í mína elskulegu vinnu, hlusta á Bloodgroup eins og enginn sé morgundagurinn, Dry Land er algjörlega frábær plata, kom mér skemmtilega á óvart, því þessi tegund af músík hefur kannski ekki verið alveg minn tebolli, enda drekk ég eiginlega aldrei te (!) .. allavega, platan er æði, einhvernvegin svona ljúfur stuðbolti, maður dinglar sér geðveikt, en stuðið er samt ekki læti þannig að maður getur alveg hlustað á þetta með fyrsta kaffibollanum á morgnanna ef þið skiljið mig.
þrettándinn í dag, mig langar á brennu niðrá hestavelli í kvöld, ég man eftir því þegar við Ragga á Brekkubæ leystum Jólasveinana af einu sinni á þrettándanum, enda þeir greyjin á leiðinni heim, ég sá ekkert fyrir skeggi og hári en best fannst mér þegar ein lítil stelpa sagði við mig, jólasveininn,  – heyrðu jólasveinn, afhverju ertu með eyrnalokk??
tjahh, ekkert smá hippogkúl jólasveinn maður :)
Allavega mér langar á brennu og hlusta á eirík syngja ólafur reið með bjöhhhööörguuuum frammmmmm .. en ég er víst í Reykjavík en ekki í Nesjunum, ætla því að sjóða hangikjöt í kvöld og fá mér Malt og Appelsín, grænar baunir og uppstúf með..
já, hún bloggar eins og vindurinn þessi elska..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Fokk!!

ég er orðin þunglynd af öllu þessu fjandans volæði, þessu eilífa rifrildi!!
getur fólk ekki bara verið umburðalint og knúsað hvort annað??
heldur stjórnarandstæðan virkilega að þetta myndi ganga betur hjá þeim??
þú veist, afhverju hættir þetta fólk ekki í sandkassaleik og bara leysir þetta mál? ég bara skil þetta ekki.. og á meðan þarf ég að borga 170 kall fyrir vesælan skyr.is drykk, 1500 kall fyrir kíló af ýsu og bara fokk!!
æji Fokkkkkkkk!!!!
Og Bjarni ben, alveg þoli ég ekki manninn!! og ekki heldur þarna bryndísi eða birgittu eða hvað hún heitir þarna..
FOKK!! mér langar bara að detta íða!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

2010


Það er komið nýtt ár, 2010. Magnað alveg, tíminn líður svo hratt að það tekur ekki að vera að stressa sig á hlutunum. Ég er tildæmis enn á sumardekkjum, enda tekur því ekki að setja vetrardekkin undir því það verður komið sumar áður en maður veit af ..
Allavega, ég var að hugsa um að blogga kannski eitthvað, finnst hálf leiðinlegt að allt sé steindautt hérna á þessu annars ágæta bloggi, hef ekkert sett hingað inn síðan við Palli fórum í rómantíska kærustuparaferð til Parísar í haust, það var algjörlega æðisleg ferð enda Palli minn náttúrulega svo ótrúlega skemmtilegur félagsskapur..
Allavega, það var þá en núna er ég mætt í vinnuna á nýju ári, það verður enginn annáll skrifaður fyrir árið 2009, ég bara nenni því ekki og man ekkert hvað gerðist á þessu ári því ég hef ekkert bloggað, en svona þegar ég hugsa um það þá eru nokkrir hápunktar..
– Hrafn Tjörvi fæddist, fallegi brúnóinn minn
– Palli varð 25ára.. plús svona sirka 15 ár..
– ég byrjaði að vinna hjá gogoyoko, þokkalega gott múv hjá mér
– strákarnir mínir eru ekki lengur krakkar heldur unglingar
– fór í útilegu í mígandi rigningu og roki
– elli bró útskrifaðist
– hrafnhildur útskrifaðistog bara svona allskonar..
Árið 2010 verður massa ár! ég er allavega búin að ákveða það. Ég ætla að fara að hreyfa mig aftur, kannski ég fari að hlaupa úti með Pallanum (ég þarf allavega að taka mig verulega á til að halda í við hann svo við getum farið saman í göngutúra á fjöll næsta sumar) og bara allskonar.. en fyrst og fremst ætla ég að láta mér líða vel og vera dugleg að knúsa kallana mína
vona að árið verði ykkur gott krúttin mín

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Paris

12. október 2009 11:24
Palli sæti á flugvellnum i Paris

12. október 2009 09:08
Þá er bara ad koma ser heim

11. október 2009 13:51
Smá pása til að hvíla aumu tásurnar mínar og þreytta bakið mitt

11. október 2009 13:49
Palli sætastur i heimi

10. október 2009 19:14
Tveir litrar af Stellu… Slurp…

10. október 2009 18:37
Kók með rauðum miða

10. október 2009 15:39
Skokkudum upp Effel turninn, svoma loksins thegar vid fundum hann.. I alvöru, vid löbbudum upp, eg er med sönnunargögn!

10. október 2009 12:50
Týnd í Paris, Palla finnst það gaman, tásunum mínum finnst það ekki allveg jafn gaman. En þad er ekkert sem einn bjór getur ekki lagað…

10. október 2009 10:35
Sólin skín og við erum að kaffa okkur upp fyrir Effel gaurinn

9. október 2009 14:57
Palli með bjór eftir double dait með Monu lisu og mer :)

9. október 2009 11:29
Kæró

9. október 2009 11:28
Palli sæti og louvre

9. október 2009 10:13
Morgunmatur á föstudegi í Paris, lífið er ljúft.

8. október 2009 21:25
Rómantík, raudvin og plastglös i Paris
Ást!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Ást!

Magnað hvað maður getur elskað þessi börn sín.
Eiður er lasinn, hann sem verður aldrei lasinn en núna er hann alveg hundveikur, með háan hita og hálsbólgu og svona ömurlegt. Hann var að kasta upp núna bara rétt áðan og elsku litla greyjið hennar mömmu sinnar, ég hélt um ennið og strauk hárið og svona, svo fór ég með hann inn í rúm, pakkaði honum inn í sængina sína og strauk vangann.. og horfði á þennan fallega strák sem er bara alveg að verða fullorðinn, allavega svona á kroppinn, hann er svo fallegur, svo yndislegur og góður, ég verð bara svo þakklát fyrir að hafa eignast hann, hann er svo líkur mér, með augun mín ..
hann hefur alltaf verið svo fullorðinn í hugsun, við höfum alltaf getað talað um allt og ég elska hann algjörlega skilyrðislaust!!.. og ég myndi gera allt fyrir hann, hann hefur mig gjörsamlega og algjörlega í vasanum.
Ekki nóg með að ég eigi bara þennan gullmola, heldur á ég annan og ekki er hann síðri. Birkir minn sem situr hérna hóstandi við hliðina á mér, nýbúinn að búa sér til heimatilbúna hóstasaft, gerir æfingar með pabba sínum. Hann syngur eins og engill, er með hjarta úr gulli og gefur bestu knús sem finnast í heiminum. Hann langar að fara að byrja í ræktinni, enda sterkur og hraustur strákur, gullfallegur enda svo líkur pabba sínum og ég elska hann líka alveg skilyrðislaust!
æ.. fyrirgefiði… ég varð bara eitthvað svo væmin… ég bara elska strákana mína og langaði að tjá mig um það og þá bara geri ég það! Annars er ég bara hress, er enn að drukkna úr kvefi en er hressari samt.. búin að vinna meira og minna alla helgina, á milli þess sem ég hef hjúkrað sjúklingnum…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

tónlist – I love it

Mammút
Egill S
Lights on the highway
Múm
Sigur rós
Það er frábært að vinna hjá gogoyoko. eitt af því sem gerir það svo frábært er að maður kemst ekki hjá því að kynnast nýrri tónlist. Ekki að það sé einhver kvöð að kynnast nýrri tónlist, heldur er það kannski svolítið þannig með mig að ég festist svolítið í tónlist og hlusta bara á eitthvað ákveðið heillengi.. en á gogoyoko.com þá getur maður bara hlustað á allskonar tónlist frítt..
Mér finnst tildæmis Mammút alveg geeeeeðveik, sjitt hvað ég er að fíla þessa krakka, skil eiginlega ekki hvernig þau gátu farið svona fram hjá mér áður en ég fór að vinna hjá gogoyoko..
Annað sem er algjört uppáhald þessa dagana er Egill S. Nýja platan hans er bara frábær, hún er eitthvað svo kúl og grúví.
Svo náttúrulega Lights on the highway sem eru með útgáfutónleika um helgina og svo Múm.. síðan verð ég eiginlega að segja frá því að ég er farin að fíla Sigur rós mun betur en ég gerði og þurfti nú ekki mikið til þess, ég held meira að segja að ég hafi kallað tónlistina þeirra væl hérna á blogginu einhverntíman.. en það er allt breytt, sjálfsagt þroskamerki :)
Annars er ég að hressast, reddaði geðheilsunni alveg að mæta í vinnuna í dag, kvefið mætti alveg vera betra og svona en you know.. brjálað að gera og þá getur maður ekki verið heima ..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Bragðlaus og lyktarlaus kjúlli

var að reyna að elda mat, palla fannst það gebba gott en ég finn hvorki bragð né lykt svo að var smá erfitt að elda, mér finnst eiginlega erfiðara að elda án þess að finna lykt, ég er einhvernvegin ekkert oft að smakka það sem ég er að elda, ég er meira í því að hnusa :)
Allavega eldaði kjúllarétt sem ég hafði einhverntíman eldað áður, mundi ekkert eftir uppskriftinni í kvöld, Palla og strákunum fannst þetta geðveikt gott og ég fattaði upp á frábæru nafni til að skíra réttinn og því hendi ég uppskriftinni hingað:

Bragðlaus og lyktarlaus kjúllaréttur fyrir 4
Þetta þarftu:

4 kjúklingabringur
2 paprikkur
lauk
mangochutny
karrý
1stk matreiðslurjóma
ólífuolía
salt
pipar

þetta geriru:
skera lauk í smátt og brúna hann í olíunni
skella 4-5 tsk karrí útí og brúna það með. Passa bara að það brenni ekki
skera bringurnar í litla bita og steikja þá í karrílauksullinu og krydda með salti og piparbæta svo paprikkunni útí og láta malla
skella svo matreiðslurjómanum útí og svo að lokum 4 teskeiðum af mangotjöttní
með þessu hafði ég svo hrísgrjón en nennti ekki að skera niður grænmeti
það besta við þetta er að maður byrjar á því að setja upp hrísgrjónin og byrjar svo á kjúllanum og svo er þetta bara reddí þegar grjónin eru reddí.. þetta er svona fínn réttur þegar maður er að flýta sér, hann er þannig séð ódýr, ef maður getur keypt bringurnar með afslætti.. annars finnst mér allt ódýrt ef ég kaupi í matinn fyrir minna en 5 þúsund kall í hvert skipti.. það gerist orðið mjög sjaldan. Það er gjörsamlega óþolandi hvað allt er dýrt! æfokk bara..

annars er ég enn lasin, er orðin geðvond og fúl, öfunda fólk með harðsperrur og langar í vinnuna.. semsagt bara hress.. en sjitt hvað ég er geðvond samt!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

veikindablogg


Er búin að vera að spá í að blogga.. og núna er ég veik og þá blogga ég..
ég er semsagt lasin. er frekar fúl yfir því, er alltaf svo eirðarlaus og asnaleg eitthvað þegar ég er heima og get ekki gert neitt. eins og td í gær, þá var ég hundslöpp alveg og stóð varla undir sjálfri mér, en þar sem ég var heima og einhvernvegin allt eitthvað á hvolfi og skítugt, þá fór ég af stað með tuskuna og þurrkaði af í kring um sjónvarpið og ryksugaði allt. Í dag horfði ég á sjónvarpið og hékk í tölvunni og sem betur fer er ég örlítið skárri af þessu kvefi, í gær þá þurfti ég næstum því að vera með bómul í nefinu, svona eins og þegar maður fær blóðnasir vegna þess að það lak svo úr nefinu á mér.
Ég hlakka eitthvað svo til þessa dagana, veit samt ekki alveg til hvers, það er eitthvað svo margt að gerast, kórinn minn byrjar hauststarfið í kvöld og ég hefði átt að vera á æfingu .. en þar sem ég er lasin..
svo er svo mikið stuð í vinnunni, mikið í gangi og allt að gerast og það er svo gaman.
svo er það ræktin!! já, ég er byrjuð að hita upp, búin að fara þrjár vikur, fyrst tvisvar, svo þrisvar og svo aftur tvisvar í viku.. og hefði farið í þessari viku.. en þar sem ég er lasin… arg!! Mig vantar samt smá stemmingu í þetta, það var svo gaman þegar við vorum á námskeiðunum hjá Kristínu Viktors, þá var maður farinn að þekkja stelpurnar í hópnum og kjaftaði og fékk aðhald frá þeim.. núna er ég að dröslast þetta ein.. mig vantar gymböddís sem nennir í pottinn á eftir og svona.. ég hef náttúrulega Heiðu, en brúnóinn minn er búinn að vera að breyta rútínunni sinni eitthvað og svo er bara líka gaman að hitta fleira fólk :)
mamma og pabbi og elli eru ‘flutt’ í bæinn, mamma verður samt bara hérna með annan fótinn. pabbi og elli eru að fara í skóla. það verður voða gott að hafa þá nær sér og mömmu þegar hún kemur. alltaf best að hafa fólkið sitt hjá sér
Allavega, þetta var blogg, veikinda blogg

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Tannréttingarborgarar

já góðan daginn.. ég eldaði svo gebba gott að ég sá mig tilneydda til að blogga um það..
Málið er að ég fór með Eið til tannréttingartannlæknisins í morgun og á meðan ég var að bíða þá fletti ég Vikunni. Og þar sem ég er í sakleysi mínu að bíða í rólegheitunum og fletta blaðinu þá rakst ég á uppskrift sem ég bara varð að prófa. Þar sem ég er algjör sökker fyrir nachos og svona mexíkósku stöffi, þá fór ég næstum að slefa (eða ekkert næstum.. ég slefaði!) þegar ég las þetta og skellti mér því í móttökuna til hennar Svönu Garðars, sem er Hornfirðingur btw, og bað hana að lána mér blað og penna..  ég eldaði þetta svo í kvöld og ómæfokkinggad hvað þetta var hrikalega gott!
sjitttt!!

Þetta þarftu í 8stykki:
8-16 beikonsneiðar
800-900gr nautahakk
1 krukka Santa Maria Yellow tomato og Chili salsa
1/2 bréf Santa Maria fajita krydd
8 ostsneiðar
8 hamborgarabrauð
2 bufftómatar
1 stór laukur
guacamole
Nachos
(bjór)

Þetta geriru:
setur beikonið á pappír og plötu og bakar það í ofninum í 15 mín við 220°
hrærir saman hakkið, salsað og kryddið.
býrð til 16 þunna hamborgara úr hakkdeginu
setur ost og beikon á 8 borgara og notar hina 8 til að setja ofaná og lokar ostinn og beikonið vel inni í hakkinu
Grillar bogarana í 3-4 mín á hvorri hlið
Hitar brauðin
Setur borgara á brauðið og tómata, lauk og guacamole
Með þessu hefur maður svo Nachos!

Og svo…
Ég grillaði ekki, því það var svo mikið rok á svölunum og ég gat ekki beðið með að elda þetta þar til að það kæmi logn
Palli vildi ekki beikon þannig á hans borgara var bara ostur
Þetta eru svoldið stórir borgarar þannig að ..
Ég verð, bara hreinlega verð að drekka bjór með svona mat, bæði þegar ég preppa, elda og borða..
já og ég notaði bara eitthvað glatað santa maria krukku guacamole, örugglega miklubetra að hafa guacamoleið sem Toggi býr til með þessu.. sjitt, þá borða ég örugglega tvo..
ég er að segja ykkur það að þetta var fáránlega einfalt og fáránlega gott!!Plís plís prófið..

Birt í fajitas, Maturinn, Tannréttingaborgarar | Færðu inn athugasemd

Tónleikar.. og stuff

þokkalega bara.. Nenni ekki að vinna meira í dag, er farin að geyspa fyrir framan tölvuna.. sem er bara hressandi..Átti fína helgi, föstudagurinn fór í vinnu og bakstur, bakaði smotterí fyrir afmælisveisluna hennar Sunnu minnar.. fór svo í afmælisveisluna hennar á Laugardag. Rosa fín veisla og gott bakkelsi hhehe.. mamma og pabbi og strákarnir voru líka mætt og við systkinin komum þeim skemmtilega á óvart og færðum þeim rosaflotta sjálfvirka kaffivél í 110 ára afmælisgjöf. Rosa flottur pakki.. reyndar þegar þau voru svo komin austur með þetta og ætluðu að gæða sér á kaffi, þá bara vantaði alla aukahluti og rafmagnssnúruna.. það svona eiginlega skemmdi þetta svolítið, erfitt að búa til kaffi með engri rafmagnssnúru.. frekar glatað..Aaaallavega.. ég ætlaði ekki að tuða neitt í þessari færslu.. Sunna mín var hæstánægð með prinsessudótið sem ég færði henni, gaf henni líka svona skartgripaskrín sem spilar þegar maður opnar.. hún svaf með það uppí hjá sér um nóttina þessi elska.. litla músin mín.. Um kvöldið skelltum við okkur í bústaðinn til pabba og mömmu, næstum ófært á heiðinni, brjálaður blindbylur .. skrítið hvað ég er orðinn mikill ræfill í svona vondu veðri, eins og maður hefur nú keyrt oft austur í öllu mögulegu veðri og verið endalaust kærulaus og bara .. látið vaða og ekkert mál, núna er ég orðin alveg skíthrædd við þetta og er orðin eins og .. tja..ræfill.. Við Palli keyrðum svo heim um miðnættið en strákarnir gistu hjá ömmu og afa.. þá var bylurinn farinn en klikkað rok!! og skítakuldi þannig að ég fór ekkert í pottinn.. sem er svindl!Fórum svo á sunnudaginn og sóttum gaurana,keyptum í matinn á selfossi og keyrðum þrengslin heim.. mjög næs og gebba fallegt sólarlag á leiðinni.. Annars er nóg um að vera auðvitað.. kórinn á allan minn tíma þessa vikuna og næstu, tónleikar á fimmtudag og laugardag.. ansi hressandi.. komin með smá kvíðahnút.. magnað alveg.. svo fer ég til Osló 3ja des og kem heim 7.des, matarboð 8 des og svo ætla ég að slappa af fram að jólum.. eða til svona 20 des.. því fyrst ég gat græjað jólin á þremur dögum þegar ég var í skólanum, þá get ég það líka núna.. mmm.. ég er nú bara farin að hlakka til jólana, verð í fríi milli jóla og nýjárs.. ég hlakka ekkert smá til að slaaaaaappa af og slaaaaaaaaka.. og svo kyssa mig..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Sunna Kristín 5 ára

í dag er mjög svo merkilegur dagur. Hún Sunna Kristín er hvorki meira né minna en 5 ára í dag. Ég verð nú að segja að tíminn líður alveg hreint óskaplega hratt.. Þetta stelpuskott er uppáhaldsstelpan mín í öllum heiminum og ég er alveg ótrúlega montin af henni. Hún er svo klár og dugleg og skemmtileg og svo passar hún alveg ótrúlega vel í fangið mitt og ég elska hana alveg út af lífinu.. Í dag er líka dagur íslenskrar tungu og er þessi mynd af afmælisstelpunni því alveg tilvalin en hún er tekin um síðustu páska í heimsókn hjá Sigga frænda. Til hamingju með daginn Sunna Kristín Kollustelpa. Þú ert langflottust!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Punktablogg

Í dag hef ég 9 atriði sem ég vil koma frá mér. Þeir eru eftirfarandi:
1.    Ég elska U2, það er bara ekkert flóknara en það. Mest uppáhaldshljómsveit í heiminum
2.    Arcade Fire er næst mest uppáhaldshljómsveit í heiminum. Ég er búin að hlusta á Neon Bible stanslaust í 3 mánuði og ég fæ ekki nóg. Windowsill er í algjöru uppáhaldi.
3.    Kóræfing í kvöld í 3 og hálfan tíma. Þokkalega sem ég verð orðin raddlaus þegar það er búið, ég rétt slepp (og varla þó) eftir tveggja tíma æfingu. En mér er skítsama, ótrúlega skemmtilegt prógramm sem við erum að æfa, Tónleikar 29 nóv og 1 des.. skyldumæting fyrir lesendur þessarar síðu. Miða fáiði hjá mér!
4.    Tók hrikalega á því í ræktinni í gær, rosa ánægð með mig, ég er mesti massi í heimi. Spurning um að mæta í palla í kvöld, fer eftir hvort Heiða mætir og hvort hún sé með skóna. Ég dó næstum í mínum á mánudaginn!
5.    ég elska franska súkkulaðikossa með kaffinu .. kannski aðeins of mikið..
6.    Mér finnst magnað hvernig sum lög minna mann alltaf á eitthvað, eins og til dæmis, þá minnir All because of you mig alltaf á hann Pétur minn. Ég fæ alltaf flassbakk frá deginum þegar ég útskrifaðist úr HR og við vorum á leiðinni í leikhúsið að sjá Edith Piaf, fórum á bílnum þeirra, Heiða keyrði og Pétur spilaði þetta lag fyrir okkur af því að honum fannst það svo æðislegt. Síðan þá má ég ekki heyra þetta lag því þá dettur mér Pétur alltaf í hug.. Gooood times..
7.    Ég verð að segja það að mér leiðist að testa vefsíður… kannski er ég þess vegna að blogga um ekkert..
8.    Mér finnst stjörnuspáin mín á mbl fyrir daginn í dag mjög góð Hrútur: Þú ert einstakur. Heimurinn vill frá þér það sem aðeins þú getur gefið honum. Eða eins og Billie Holiday sagði: „Ef ég á að syngja eins og einhver annar, get ég alveg eins sleppt því“… það þarf nú engan stjörnuspeking til að segja mér það að ég sé einstök.. það vita nú allir..
9.    Vona að dagurinn í dag verði ykkur góður og fullur af rokki og róli,því þá er gaman.. og hey eruði búin að fatta að þetta þriðji dagurinn í röð.. ??

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Mongó hress.. í alvöru..

Jæja, ég er hressari en í gær.. búin að ákveða það að hressleiki er bara hugarástand og ég stjórna því hvernig mitt hugarástand er! Þannig að .. í dag hef ég ákveðið að vera í góðu skapi! Ákvað það eiginlega í gærkvöldi þegar ég var búin að fara í pallatíma og svo beint á söngæfingu þar sem við vorum að æfa jólalög. Þá leið mér skyndilega svo vel og mig langaði bara heim, kveikja á kertum og baka! Í dag ætla ég svo að græja eins og eina testun á stórglæsilega norska leikjavefnum mínum og hafa það huggulegt hérna í rökkrinu á Mýrargötunni. Dásemdar kaffi bíður mín líka, er komin með hvíta fína sjalið mitt um axlirnar. Hérna erum við vinkonurnar, ég og tölvan og vefurinn á skjánum.. vantar bara Mugiboogie í eyrun annars er ég bara nokkuð reddí túgó.. en það stendur allt til bóta.. svo þegar það er búið þá ætla ég í leikfimi og svo heim til mín og knúsa kallana mína, Eiður er heima lasinn í dag, með massa hálsbólgu og illtaðanda.. litla krúttið, hann er orðinn 175cm á hæð .. og Birkir er 154.. díses..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kolla ofurhressa.. eða þannig..

ég er einhvernvegin ekki í neinu stuði þessa dagana, er bara þreytt og pirruð og bara einhver blús í gangi.. ég veit svossem alveg afhverju en það er ekkert sem ég ætla að tjá mig um hér.. en.. ég á eftir að vera mun hressari eftir næstu helgi því þá koma sko Pabbi minn og Mamma mín og ég fæ að knúsa þau og skella mér í pottinn með pabba og tala um T.. örugglega, það er að segja ef mamma leyfir.. ég hlakka til.. svo á Sunna mín afmæli á föstudaginn, ég er búin að lofa að kaupa prinsessudót handa henni í afmælisgjöf.. ég hlakka ekkert smá til að færa henni það.. litla Kollustelpan mín .. Fór með Palla mínum í leikhúsið á laugardaginn að sjá Ræðismannaskrifstofuna í Borgarleikhúsinu. Sýningin fer fram á bullmáli og .. tja, við vorum eiginlega sammála um það að við vissum eiginlega ekki hvað okkur fannst, fannst þetta alveg skemmtilegt en samt svona frekar spes.. Sunnudagurinn var svo æfingadagur hjá Kórnum mínum.. það var bara gaman, fyrir utan það að það var skítakuldi inni í Háteigsskóla.. fyndið, Háteigsskóli hét einu sinni Æfingaskólinn og pabbi kenndi þar áður en við fluttum austur ca.. 1978-9, þá var ég 7 ára.. á æfingunni í gær æfðum við í salnum í skólanum og ég man þegar pabbi var að kenna þarna og ég kom í heimsókn og var í salnum sem mér fannst risastór.. og krakkarnir sem voru þarna voru líka svo stór og fullorðin.. í gær fannst mér salurinn pínulítill og krakkarnir sem voru þarna þegar ég var 7 ára og mér fannst svo stór og fullorðin, eru á svipuðum aldri og Eiður er núna.. magnað!.. líka fyndið að ein kona sem er með mér í kórnum er gamall nemandi pabba úr Æfingaskólanum.. og hún mundi eftir pabba og þekkti mig sem dóttur hans..!! það finnst mér magnað, ég sem er ‘alveg eins’ og mamma.. og Hrafnhildur er sú sem er öll í föðurættina.. heheÁ fimmtudaginn síðasta var systkinalöns hjá Hrafnhildi.. Toggi og Elli voru á leiðinni til Köben þannig að það var blásið til systkinahádegis.. Vildi svo ‘heppilega’ til að Unnar var lasinn og því hittumst við á Miðbrautinni.. það var gaman,.. Eins og vanalega þegar við hittumst þá var tekin mynd.. reyndar var engin myndavél á staðnum.. bara síminn minn.. Elli tók myndina af því að hann er stærstur, við hlógum og hlógum og hann greinilega mest því myndin er öll hreyfð og rétt sést í nefið á Ella.. eins gott að hann er með stórt nef..Já.. eins gott að mamma og pabbi koma um helgina, ég væri nú samt frekar til í að vera fara Nesin til þeirra, en hey, ég er ekkert að kvarta.. það jafnast bara ekkert á við að kúra í Nesjunum, akkúrat ekkert!!Jájá.. Ætla athuga hvort ég hressist ekki við svolítið Mugiboogie

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

geysp..

geysp.. það er það eina sem get sagt í dag, held ég.. ætla þó að reyna að koma með mjög svo hressandi færslu hér.. Hrafnhildur og kó eru flutt.. helgin fór í það.. Elli minn kom og gisti hjá Kollu sinni aðfaranótt laugardags, hann var að fara að spila með hljómsveitinni í Borgarnesi á Laugardagskvöld.. litla krúttið .. geyyyyysp.. almáttugurminn hvað ég er syfjuð.. Mugison er maðurinn .. Mugiboogie er málið.. Aðalfundur hjá Kórnum mínum í gær.. ég var dugleg og fór EKKI í neina nefnd.. já, það telst til tíðinda get ég sagt ykkur.. sem minnir mig á að ég þarf að fara á fund í kvöld.. ætla samt í leikfimi.. komst ekki í gær.. ÆTLA því í dag.. já og svo verð ég að fara að komast í klippingu.. Palli er byrjaður í nýju vinnunni.. honum gengur vel.. get ekki bloggað.. þarf að geyspa.. Geysp..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Unnar Tjörvi súkkulaðisnúður

góð helgi að baki, tiltektarhelgi.. það gleður mig að geta sagt það að nú á ég bara 4 skápa eftir í eldhúsinu.. búin að þrífa uppá og allt, skruppum líka í eina góða sorpuferð með dagblöð og flöskur, græddi rúman tvöþúsundkall.. það er það besta við drekka of mikið af pepsímaxi og bjór, maður græðir svo mikið þegar maður fer í sorpu.. Í gær komu svo systur mínar, Pési grallaraspói og allir hinir grislingarnir.. nei, það var Mangi litli vinur hans.. allavega hann kom ekki, sko Mangi en grislingarnir hennar Hrafnhildar komu .. í vöfflukaffi.. sá eini sem var boðið en beilaði var toggsterinn.. sjitt hann missti af góðum vöfflum.. Ég keypti líka smá Suðusúkkulaði með kaffinu og bauð gestunum, Unnar sætasti fékk sér einn mola og afraksturinn er hér á myndinni.. Unnar Tjörvi súkkulaðisnúðurAhh.. þetta var góð helgi, ég spjallaði líka svo lengi við mömmu á laugardaginn, það var líka massa næs.. og núna er ég komin í vinnunna, sól úti og allt hvítt um að litast, smá svona snjóföl, þá er alltaf svo fallegt. Í dag er nóg um að vera, vinna og kóræfing, samt þarf ég eiginlega líka að fara á fund í kvöld og svo langar mig í ræktina, Palli verður nú að vinna eitthvað fram á kvöld þannig að ég veit ekki alveg hvernig ég tækla þetta, kannski geri ég bara ekkert og verði bara heima, það væri nú best af öllu..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar…

.. á mýrdalssandi og hvergi skjól að fá.. ahh.. já stundum finnst manni rigningin ekkert sérlega góð, allavega ekki um kl 7 í morgun þegar ég þurfti að fara á fætur og það var kolniðamyrkur, rigning og rok.. ég er eiginlega búin að vera syfjuð alla vikuna út af þessu, en nú er víst kominn fimmtudagur þannig að ég get sofið lengur bráðum. Reyndar sef ég nú aldrei lengur en til svona 9, en kúrið.. það er það sem er svo gott..Annars er ég bara hress, ákvað að blogga í tilefni dagsins því í dag er nákvæmlega vika þar til hann Palli minn byrjar í nýju vinnunni sinni, hann er búinn að ráða sig sem kerfisstjóra hjá Olís, almenn ánægja með það á heimilinu, sérstaklega hjá honum svo ég segi nú ekki meir.. ég sé þetta alveg í hillingum, hann vinnur bara 8 tíma á dag, er svo á bakvakt eina viku í mánuði.. já ekki 24/7 eins og núna heldur bara eina viku í mánuði.. ohh.. Strákarnir mínir rokka þessa dagana sem aðra daga, Eiður brillerar í skólanum, tapar sér reyndar í gleðilátunum öðru hvoru – enda tjörvi.. Birkir stendur sig líka stórvel, hann er endalaust upptekinn, er á leiklistarnámskeiði og er svo að byrja á Roleplay námskeiði í kvöld, þannig að hann tekur leiklistina með trompi .. enda tjörvi.. ég, ég mæti bara í vinnuna, ræktina og á kóræfingu.. sem þýðir að þegar það eru helgar, þá vil ég helst ekki gera neitt nema bara vera heima hjá mér í rólegheitunum og lesa blöðin, það gengur kannski aðeins of langt því ég er ekki frá því að ég þurfi að þrífa eitthvað heima hjá mér bráðum.. en kúvahh.. ég tók nú helminginn af eldhússkápunum, þreif, henti og ég veit ekki hvað og hvað, um daginn.. tja, ætli það séu ekki um tværþrjár vikur síðan… náði ekki að gera meira, ég kannski tek hinn helminginn á næsta ári… Mest langar mig þó heim í Nesin, ég er með ógurlega heimþrá þessa dagana.. hvernig ætli það sé, ætli maður verði aldrei of gamall til þess að vera með heimþrá? Nú eru bara þrjúoghálft ár þar til ég verð fertug.. (sjitt hvað það er fyndið að sjá þetta á prenti).. og samt er ég með heimþrá.. en svona til að tapa sér ekki alveg í þunglyndinu.. þá er best í heimi að hlusta á Arcade fire.. Ég er búin að hlusta svo mikið á þau undanfarna daga að ef að ég væri að hlusta á vínil þá væri komið gat!!.. núhh og ef það gerir sig ekki þá er imperial bodybags með manic street preachers algjörlega málið.. ef maður kemmst ekki í gott skap þegar maður heyrir það .. nú þá er bara hreinlega eitthvað að!!.. og svo ég endi þetta á gleðilegri nótum, þá var hann Gunni vinur minn og Brynja konan hans að eignast tvíburastelpur.. þær eru æði og ég óska þeim innilega til hamingju

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

kollufajitas..

já.. nú verð ég bara að tjá mig aðeins..
ég var nebbla að elda svo geðveikt góðan mat.. Forsagan er sú að ég er nýbúin að fatta fajitasið á Serrano og ég segi og skrifa að það er besti skyndibiti í heimi!!.. ekkert flóknara en það, ég þarf alveg að halda í mér að borða ekki þar á hverjum degi .. ferska salsað hjá þeim er æði, og við erum að tala um ferska tómata hérna og ég borða ekki einu sinni tómata..
Allllavega.. þegar ég hef búið til svona fajitas, þá hef ég alltaf notað eitthvað pakkadót, svona fajitas mix, en ég hef einhvernvegin aldrei verið neitt sérstaklega ánægð með það.. Þannig að ég fór að skoða uppskriftir á netinu og eftir smá grúst fattaði ég upp á minni eigin uppskrift, ég á nú örugglega eftir að betrumbæta hana
hérna er fyrsta draft af kollufajitas..
stöffið sem ég notaði:
kjúllinn
4 kjúllabrjóst
góður ólífuolíuslumpur
sojasósuslumpur
tveir rauðir fræhreinsaðir og saxaðir chillipiparar
2 góðar teskeiðar af paprikudufti
3 teskeiðar cumin krydd
1 tsk sítrónupipar
hanagoggur (pico de gallo)
4-6 tómatar (sko ferskir! )
1 laukur
1 og hálfur rauður chilipipar
hvítlaukskrydd
koriander
smá maldonsalt og svo ..
fajitaskökur
iceberg
paprika
rauðlaukur
sýrður rjómi.. what ever you fancy..
og þetta gerði ég..
kjúlla prepp:..hrærði saman allt sem á að fara í marineringuna, tjoppaði piparinn og setti hann útí. Svo skar ég bringurnar í tvennt eftir endilöngu og lagði þær í jukkið, setti lok á dolluna og geymdi þetta í ískápnum í allan dag. Já ég gerði þetta á meðan ég borðaði hafragrautinn í morgun.
Pico de gallo prepp
tómatarnir tjoppaðir í litla ferninga, líka laukurinn og piparinn, allt kryddað og svo sett sirka hálfur dl af köldu vatni útí.. þetta er svo látið taka sig í smá stund, ég byrjaði á því að græja þetta…
allt hitt..
rauðlaukur og paprikan skorin í strimla og rétt létt steikt, eða bara svona hitað í olíu, smá salt og pipar útí
annað er allt skorið í strimla því þá er svo auðvelt að raða á kökurnar…
og svo á meðan ég eldaði: ég skar kjúllan sem var búinn að vera í jukkinu í allan dag í litla bita og steikti hann á pönnu.
Ég kryddaði þetta með salti og pipar og skvetti svo smá sojasósu á pönnuna.
fajitas kökurnar setti ég bara allar í álpappír og hitaði þær inn í ofni. Ég nenni ekki að standa í því að hita hverja og eina á pönnu..
og svo næst þegar ég elda þetta..þá ætla ég að setja hvítlauk í jukkið sem kjúllinn fer í .. og örugglega meiri chilipipar.. og líka að setja meiri chilipipar í hanagogginn. Ég ætlaði að setja ferskt kóriander í hann en það var ekki til í þeim búðum sem ég fór í.. þannig að ég geri það örugglega næst.. og ómægod hvað þetta var geðveikt gott.. reif samt ekki alveg nóg í þannig að það verður meiri chilipipar næst!!..
sveimérþá ég held að serrano þurfi að fara að vara sig.. og já, ég er bara hress..

Birt í fajitas, Maturinn | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Hamingja..

já langt síðan síðast.. allt gott að frétta héðan, alltaf nóg að gera, vinnan, kórinn, heimilið, ræktin, þetta er nú svona það sem lífið mitt gengur útá, svona eins og hjá flestum, ekkert að frétta þannig.. Birkir minn meiddi sig í gær, var að leika sér í rennibrautinni á skólalóðinni og tókst að rífa af sér nöglina á litlutá, hann var sko í leiknum Skrattinn og þá er best að vera berfættur… einhverjar skrúfur standa út úr rennibrautinni og geta allir meitt sig þokkalega á þeim og þar sem að yngstu krakkarnir í skólanum leika sér alltaf þarna í frímínútum og Birkir vill nú ekki að litlu börnin meiði sig, þá sendi hann skólastjóranum tölvupóst í gærkvöldi þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á rennibrautinni! Skólastjórinn svaraði honum svo í morgun og lofaði að láta laga brautina.. Hann er snillingur hann Birkir minn..Við Eiður eyddum helginni á Miðbraut 21 á Seltjarnarnesi. Hrafnhildur og Bjössi voru að fá afhenta nýju íbúðina sína og það þarf að mála og græja og gera og við Eiður mættum með uppbrettar ermar, vorum þar allan laugardaginn, ég málaði og Eiður passaði krakkaormana með annarri og málaði með hinni, Gísli Tjörvi var nefninlega í skátaútlegu.. svo í gæri fórum við og máluðum helling og tókum svo krakkaskarann með okkur heim og ég eldaði kjúlla og bauð svo öllum í mat.. æhj þau eru best..Hamingjuklumpurinn í hjartanu mínu er stór eftir þessa góðu helgi, held að það sé bara af því að ég á bestu fjölskyldu í heimi!Nú þarf ég bara að komast í Nesin í nokkra daga til að fylla lungun af nesjalofti og þá er ég reddí fyrir veturinn!!!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

geysp..

ómg hvað þetta er eitthvað erfiður dagur í dag, ég er bara ekki vöknuð ennþá! búin að drekka slatta af sterku kaffi, hlusta á rokk og ról, kaupa mér fahitas burrito á serrano (sem er btw besti skyndibiti í heimi), drekka fulltfullt af vatni og ég veit ekki hvað og hvað.. og ég bara hætti ekki að geyspa!.. þetta augljóslega kemur niður á vinnunni því ég nenni ekki að gera neitt samt er túdú listinn minn örugglega lengri en lengsta brú á íslandi.. æhj, mér finnst bara hálf erfitt að vera ég í dag, vonandi næ ég að hrista þetta af mér í leikfimini á eftir og þá er líka eins gott að ég gleymi því að ég er eiginlega hálf ómöguleg í hnjánum, eða sko aftan á hjánum, eitthvað svona skrítin, kannski er of mikið að taka þrjá pallatíma á þrem dögum? hvað veit ég, það er ekki eins og ég sé einhver sjúkraþjálfari eða eitthvað.. og fyrst maður er að taka þrjá pallatíma á þrem dögum, geðveika herþjálfun, láta kristínu garga á sig daginn út og inn, pína í sig morgunmat og síðast en ekki síst, sleppa því að drekka bjór – fyndist ykkur þá ekki að maður ætti að léttast eins og vindurinn??? .. í hvern ætli maður hringi til að græja það?  Já og ég eldaði þennan vonda pasta rétt, sem var ekkert endilega vondur, bara ekkert geggjað góður meira svona bara.. ágætur, sem getið er um í síðustu færslu.. ekki palli minn, enda eldar hann bara góðan mat :o)æhj, ég er eitthvað fúl í dag..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

tjá, ég er nú hrædd um það..

já, tíminn líður trúðu mér .. er að bíða eftir að fara úr vinnunni, var að klára eitt og nenni ekki að byrja á nýju því ég er að fara heim eftir smá stund.. ég var að enda við að borða banana og vínber, ég borða víst of lítið.. þannig að ég er í átaki.. maður er alltaf í einhverju átaki.. eða já einmitt.. Er að fara í leikfimi, held að það verði pallar í dag, átti að vera zumba en held að máni sé ekki við, hann mætti allavega ekki í pallana í gær.. mér er sama hvað er, svo lengi sem ég fæ ekki svona geðveikar harðsperrur eins og ég var með á sunnudaginn, þú veist, ég var bara fatlafól, gat ekki hreyft mig.. og já já, ég veit, fara hægt af stað og allt það.. blahh.. hvað ætli ég sé að spá í það þegar maður er komin á fullt og græðgin að drepa mann, maður þarf alltaf að klára sko, ekki hægt að gera þetta bara eitthvað smá, maður þarf alltaf að fara alla leið.. svo fattar maður ekki fyrr en tíminn er búinn og maður þarf að opna lásinn á skápnum sínum, hvað þetta var fáránlega erfitt.. Helgin mín var bara ógó næs.. palli minn er langbestur í öllum heiminum.. eldaði einhvern pastarétt á sunnudagskvöldið, mér fannst hann nú ekkert spes, kannski af því að ég var eigilega ekki með rjóma eða neitt svona djúsí.. örugglega..Og í þessum orðum töluðum þá spyr ég nú bara.. hvað er eiginlega síminn hjá Vinnuvélaeftirlitinu???

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

áts..

.. þvílíkar og aðrar eins magaharðsperrur hef ég aldrei á æfi minni upplifað! Fór í tæbó tíma á þriðjudaginn og af því við Heiða erum svoddan hörkutól, þá lét Kristín okkur gera 40 erfiðar magaæfingar á meðan hinar kellurnar þurftu bara að gera 20 eða eitthvað.. og afþví að ég, já og Heiða reyndar líka, erum alltaf svo gráðugar og æstar og klikkaðar eitthvað þá gerum við alltaf allt 150%, Heiða nýbúin að vera lasin og ég í þriggjavikna pásu, mætum í leikfimi og bara .. gera 40 á meðan hinar gera 20.. jájá ekki málið.. Þokkalega sem maður er fatlafól eftir þetta, sko í maganum og hliðunum.. fór á söngæfingu í gær og gat varla sungið, því maður þarf að nota magavöðvana til þess sko.. En kúvahh, þetta eru bara harðsperrur, ég fór nú samt í pallatíma í gær hjá Mána og ómg það er skemmtilegast í heimi.. og svo er hjólatími í kvöld, mér finnst reyndar frekar leiðinlegt að hjóla, en ef tónlistin er góð þá sleppur þetta.. svo langar mig geðveikt að kíkja á zumba tíma á morgun, reyndar er herþjálfun á laugardaginn, þannig að ég ætti kannski bara að hvíla mig á morgun.. sjáum til hvernig þetta verður allt á eftir…æhj þetta er svo gaman.. ég vildi óska að ég hefði fattað það fyrr að fara að hreyfa mig, núna er ég búin að stunda líkamsrækt í heilt ár, pásan sem ég þurfti að taka núna útaf því að ég var í Osló í tvær vikur, er lengsta pásan sem ég hef tekið á þessu tímabili, tók svona 10 daga pásu í sumar og það er það eina.. meeeega dugleg maður.. Svo er brjálað að gera í vinnunni eins og alltaf og ef þið vitið um forritara á lausu sem kann að forrita þá má alveg segja honum að hafa samband við mig..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

KKK (kjúlli, kartöflur, kaka)

jæja, ég er komin heim, kom á seinnipartinn á föstudag, síðustu dagarnir í osló fóru bara í vinnu, borðaði með Tanyu á miðvikudaginn, ekkert smá gott, við fengum okkur hvítvín með og öl í eftirrétt, sátum úti a verönd og kjöftuðum til 11 eða eitthvað, Óli var í golfi.
Allavega, ekkert smá gott að sjá kallana mína alla þrjá þegar ég kom heim, við Birkir bökuðum saman pizzu en Eiður fór að sína strákunum nýja símann sem ég gaf honum, sá gamli var alveg ónýtur..
laugardagurinn fór að mestu í leti, ég sat bara og strauk Palla mínum og naut þess að knúsa hann, strákarnir fóru út, ég las blöðin og bara.. keypti lambahrygg og eldaði með sveppasósu og öllu tilheyrandi um kvöldið, ég sofnaði svo í sófanum um 9 leitið, ég ætlaði að fara til Döddu í partý en ég bara svaf…
í dag er ég svo búnin að gera næstum því það sama og í gær, hafði það af að taka upp úr töskunni og er að þvo, svo eldaði ég þennan líka svaka góða kvöldmat.. jamie oliver kjúlla, kartöflur og svo bakaði birkir gulrótarköku í eftirrétt..
kjúllinn hans jamie..
sko, þessi uppskrift er upphaflega úr jamie oliver uppskriftabók sem heiða systir gaf mér einu sinni. ég skrifaði einu sinni upp þessa uppskrift og sendi hana á kúrbítinn og þið getið bara lesið hana þar en hér er mynd af kjúllanum.. slurp..
kartöflurnar..
hornafjarðarkartöflur, skornar í helminga og raðað í eldfast fat, penslaðar með ólífuolíu, tsjoppuðu rósmaríni stráð ofaná og maldonsalti og örlitlu hvítlaukskryddi, reyndar slumpaði ég smá meiri ólífuolíu í formið.. sett inn i ofn og bakaði í 40 mín.. geeehhheðveikt góðar kartöflur..
gulrótarkakan..
birkir er ótrúlega duglegur í eldhúsinu og hann ákvað að baka gulrótarköku í eftirrétt.. Stöffið:
4dl hveiti
3dl sykur
4 egg
6dl rifnar gulrætur
2tsk matarsóti
2tsk kanill
2dl sólblómaolía – við notuðum bara iso eitthvað
1tsk kardimommudropar
þetta gerði hann:
fyrst seturu egg og sykur og hrærir saman þar til það er létt og ljóst.
síðan setur maður öll hin hráefnin saman og hrærir þar til að það verður eins og grautur. sett 2 form og bakað í 40-45 mín við 180°.
krem
6dl flórsykur
80gr smjör
7msk rjómaostur
3tsk vanillusykur
dass af sítrónusafa
sykur og smjör hrært, hitt sett útí og hrært.
Sko… ….eiginlega er þessi kaka 2 kökur, tveir botnar, en formin sem ég á eru svo stór að hver botn verður alltaf svo þunnur og því set ég þetta bara saman í eina köku og set smá krem á milli. Birkir ákvað líka að prófa að setja smá sítrónusafa útí kremið, það vill nefninlega verða soldið of sætt, en eins og Birkir orðaði það.. “ með dassi af sítrónusafa þá er það gebba.. “ þetta er uppáhalds kakan hans Eiðs og hann brosti hringinn þegar hann kom heim og sá að litli bróðir var búin að baka.. þetta eru snillingar..
Æhj hvað það er nú gott að vera komin heim….

Birt í Bakstur, kartöflubátar, Kjúlli, Maturinn | Merkt , | Færðu inn athugasemd

busy girl..

sorrí, hef engan tíma í blogg, reyni að sjóða eitthvað saman þegar ég get en miðað við workloadið sem er á mér núna gæti ég trúað að það yrði ekki fyrr en ég kem heim. Sakna ykkar og get ekki beðið þar til á föstudaginn! Já, og velkominn heim Toggi minn..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

busy girl..

það tilkynnist hér með að systrabörnin mín eru bestu og æðislegustu og fallegustu systrabörn í víðri veröld og þau eru sko mín!! ef þið trúið mér ekki þá skuluði bara skoða myndirnar á vefnum hans Bjössa

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Oslo – dagur 8

jámm núna er ég búin prófa að eyða helgi í Osló.. kannski ég byrji á að segja ykkur frá föstudeginum, hann var vægast sagt frábær! Við byrjuðum á siglingunni, ég skemmti mér konunglega, við kepptum tvisvar, reyndar var svolítið mikið logn í fyrstu keppninni, mér fannst það reyndar bara fínt, ég var nebbblega smá svona stressuð yfir þessu.. við unnum auðvitað en svo töpuðum við hinni keppninni en ég vil meina að okkar sigur vóg þyngra afþví að það hlýtur að vera erfiðara að sigla í logni .. í rokinu fór okkar bátur næstum því á hliðina og ég varð skíthrædd og skipperinn gargaði og gólaði, honum hefur örugglega ekki litist á svipinn á mér því hann sá ástæðu til þess að láta mig vita að ég þyrfti ekki að vera hrædd þegar hann væri að garga þetta, hann gerði þetta bara ósjálfrátt.. en ég var náttúrulega ekki hrædd við hann heldur hélt ég að báturinn væri að fara á hliðina, mér var svo sagt þegar við vorum hætt að sigla að það væri ekki hægt að velta svona bát, eitthvað sem hefði verið gott að vita dáldið fyrr.. En allavega, ég lifði þetta af og þetta var bara þokkalega gaman og allt. Svo var okkur boðið á eitthvað hótel og þar höfðum við einn sal útaf fyrir okkur, þar var innisundlaug og tveir heitir pottar, kampavín og ávextir, sloppar og inniskór, alveg ótrúleega næs, strákarnir misstu sig alveg og fóru í vatnsstríð, flestir enduðu ofaní lauginni í sloppunum og svona þannig að þetta var rosa stuð.. svo fengu allir aroma therapy nudd og ómg það var geeeeeðveikt!Þegar þetta allt var búið og allir orðnir fínir og sætir var okkur boðið á veitingastaðinn á hótelinu, fengum fjögrarétta máltíð og nóg að drekka þannig að stuðið var í botni.. svo fórum við í eftirpartý til Steinars, pöntuðum pizzu og kjöftuðum og dönsuðum og sungum þar til við fórum heim um hálf 4 leitið.. gebbbbba kvöld… Laugardagurinn var rosa fínn, dálítil þreyta í gangi en sama sem engin þynka þannig að við drifum okkur með Tönyu í bíltúr, skoðuðum Holmenkollen og svona og fengum okkur svo að borða á litlum og ótrúlega góðum mexíkönskum staðSvo í gær fórum við Tanya og skoðuðum safnið í Bygdö, ég hef ekki hugmynd hvernig það er skrifað en allavega.. röltum þar heillengi, rosa gaman að koma þangað og svo fórum við í einhvern garð sem er fullur af styttum og fengum okkur ís þannig að ég átti alveg frábæran dag, Tanya er líka svo skemmtileg og getur sagt manni frá öllu, ég er búin að lofa henni því að þegar hún kemur til Íslands þá fari ég með henni austur til að sýna henni fallegustu sveit í heimi og finna besta loftið, smakka best grillaða lambalæri í heimi, grillað af besta og flottasta kokki í heimi og svona fleira skemmtilegt :)
Og núna þarf ég að vinna, þurfti bara aðeins að hvíla heilann með bloggi.. Ástarkveðjur úr rigningunni í Osló..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Oslo – dagur 3

jæja, þið eruð örugglega farin að sakna mín er það ekki.. Dagurinn í gær var ‘unniðfyrirkaupinusínuogrúmlegaþað’ dagur, við vorum í vinnunni til hálf 9, fengum okkur pizzu hérna á skrifstofunni með Steinar og unnum og unnum… Þegar við komum heim var veðrið algjört æði, myrkrið að skella á og ljósadýrð á himninum þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að skella sér út á svalir með bjór og spjalla sem við og gerðum þar til að ég nennti ekki lengur og fór inn í rúm, las einn kafla í bókinni minni og var farin að hrjóta áður en ég vissi af.. þannig var nú sá dagur :)Ég sagði ykkur frá partýinu sem verður á föstudag, allir eru orðnir voða spenntir og keppast um að geta uppá hvert við erum að fara, Mark er með bestu tillöguna hingað til, siglingu á firðinum á skútu með sundlaug.. það væri nú ekki slæmt þar sem það er spáð bongóblíðu hér um helgina, kannski maður geti unnið aðeins í taninu og svona svo maður verði enn sætari þegar maður kemur heim.. aldrei að vita.. En bara svo þið vitið það þá er ég gebba bissí og má sko ekkert vera að þessu bloggi, svona er ég nú góð við ykkur, fórna mér fram í rauðan dauðan fyrir adáendur mína .. thíhíhí..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Osló – dagur 2

jæja… Dagur 2 að kveldi kominn, ég er að stelast á þráðlausa netið hjá nágrannanum, okkar net er eitthvað bilað en vonandi kemur einhver kall að laga það á morgun..Dagurinn í dag fór í fundi, en ekki hvað.. reyndar gat ég unnið smá líka sem er gott því af nógu er að taka. Við þremmenningarnir fórum svo á Aker brygge til að fá okkur að borða, fórum á Fridays og ég fékk mér kjúllasamloku.. var að slafra þessu í mig á meðan Heiða mín var á fyrsta tímanum á námskeiðinu okkar, öfunda hana bara eiginlega. Allir í vinnunni eru geðveikt spenntir fyrir föstudeginum, þá verður óvissuferð hjá okkur, eina sem við vitum er að við eigum að mæta með sundföt, skó sem eru ekki með svörtum sólum, vatnsheld föt og spariföt þannig að allir keppast við að koma með uppástungur um hvað við verðum látin gera, rosa gaman og allir kexruglaðir í öllu annríkinu sem er vinnunni. Ég skemmti mér auðvitað konunglega, mér hefur aldrei leiðst svona stress og hamagangur og í rauninni er bara gebba stuð á meðan ég er í vinnunni en svo þegar vinnan er búin og við búin að fá okkur að borða og komin heim, þá eiginlega leiðist mér, mig vantar að hafa kallana mína í kring um mig, vantar sárlega Eið til að minna mig á hvað ég er lítil og Birki til knúsa mig, svo ekki sé nú minnst á Palla minn… ekki að það sé einhver blús í mér, síður en svo en bara.. ég sakna þeirra!Ætla að koma mér undir sæng og kannski kíkja á eina mynd.. svona ef ég nenni.. ástarkveðjur frá Norge..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Osló dagur 1

jæja, ég er komin ‘heim’ í Osló, í rúmið mitt í mínu herbergi, Mark og Óli eru hálf sofandi yfir einhverjum dýralífsþætti í sjónvarpinu.. ég nennti ekki að hanga yfir þeim þannig að ég fór bara inn í rúm, enda ekki fyrir fullorðið fólk að vera vaknaður klukkan hálf fimm á morgnanna, ná í Óla sem svaf yfir sig, bruna út á flugvöll og beint upp í troðfulla flugvél af allskonar skrítnu fólki, hoppa og skoppa í lendingunni, þurfa svo að bíða heiiiilllengi eftir 20 kílóa ferðatösku, dröslast svo með hana í fluglestina, svo í aðra lest og svo rölta með hana í eftirdragi upp á skrifstofu, fá svo nýja tölvu þar sem allt var í skralli af því að einhver skrifaði homportal en ekki homEportal, laga það allt saman þegar villan loksins fannst, fara þá á 2 tíma fund og ég veit ekki hvað og hvað, allt þetta og vera bara búin að borða flugommilettuna allan daginn.. fórum svo þegar klukkan var hálf 6 í búð, keyptum okkur mjólk og brauð og jógúrt, svo á Peppers í Rio Grande pizzu og bjór og svo bara heim.. og ég er dauðuppgefin og, eins og áður sagði, komin upp í rúm.. ætla hringja í kallana mína og kíkja svo kannski á mynd í tölvunni.. svona ef ég tóri eitthvað fram eftir.. tjá, það er sko stuð í Osló..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Föstudags… blaðrið

hæbb, haldiði ekki að það sé kominn föstudagur, ég er ekki að grínast í ykkur.. fjúhh tíminn æðir áfram.. Ekkert matardót í dag, Ég fór í leikfimi og á fund á þriðjudag og Palli eldaði því spakk og haggettí í kvöldmatinn, ég ætla ekkert að fara að útlista hvering hann gerði það enda var ég ekki heima þegar hann græjaði þetta en þetta var að sjálfsögðu gebba gott :)Á miðvikudaginn fór ég líka í leikfimi, með herkjum þó því ég var hreinlega að sigla í massívar harðsperrur þarna seinnipart miðvikudags, lufsaði mér þó í pallatíma þar sem það hreinlega rann af manni svitinn, hann kann þetta hann Máni, tíminn var sérlega erfiður afþví að það voru bara reynsluboltar mættir – já ég er orðin reynslubolti í þessu, hver hefði trúað því hehe, flækjufóturinn sjálfur..  Eftir tímann skrönglaðist ég í Nóatún og keypti saltfiskrétt að hætti Börsunga, ég hef áður keypt þennan rétt og hann var alveg geggjaður þá.. en eitthvað klikkaði hjá þeim í Nóatúni á miðvikudag því þetta var bara ekki neitt gott :(Í gær voru svo harðsperrurnar allsráðandi, ég gjörsamlega að deyja í öxlunum og með massahausverk þannig að það var bara maggidóni handa strákunum og við Palli minn fengum okkur bara brauðsneið.. Svo er ég að fara til Osló á mánudaginn og kem ekki heim fyrr en 14.sept, það er allt að verða vitlaust í þessari vinnu minni, mér svossem leiðist það nú ekkert.. nóg .. já og þá meina ég nóg að gera.. Það er einhvernvegin allt í gangi þessa dagana..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Mánudagsýsan…

jamms, kominn þriðjudagur
Bissí dagur í gær, allt á fullu í vinnunni eins og vanalega og svo skellti ég mér í pallatíma í gær, var alveg hreint ógó þreytt eitthvað í tímanum en lufsaðist þetta nú samt og var þokkalega ánægð með mig þegar ég var búin. Og af því að allt sem ég geri er þaulskipulagt þá var ég ekki búin að versla neinn kvöldmat þannig að ég þurfti að vera ógó hugmyndaglöð og fersk þegar ég fór í Hagkaup eftir leikfimi – sem ég var ekki, enda bara þreytturpúnkturis.. En ákvað svo bara að hafa steiktan ýsu raspi og keypti svo líka í spaghetti til að hafa í kvöld af því ég þarf að fara á fund og svona eitthvað bögg.. alltaf að vera að vesenast eitthvað í manni.. Allavega, ég steikti fiskinn bara hefðbundið, velti honum uppúr eggi og raspi og steikti upp úr olíu, sauð svo nýjar Hornafjarðar kartöflur og græjaði svona tómatsósuspaghettí eins og Halla eldaði oft á Skjólgarði í glamla daga, það er gert þannig að maður sýður vatn, setur salt og væna smjörklípu útí, sko alvöru hættulegt smjör, ekkert svona gervi dót, svo setur maður spaghettíið og sýður í 10 mínútur, lætur vatnið renna af því (alltí lagi samt að það sé örlítið vatn eftir) og svo set ég bara tómatpúrredós út í og hræri og hræri og hræri.. þegar ég geri svona handa mér og strákunum þá sýð ég 500 gr allavega af spaghettíi og þá dugar að setja eina dós af púrre, þið vitið litlu dósirnar sem eru til.. stærri gerðin af þeim.. eða heitir þetta kannski paste?? .. allavega.. Halla setti nú bara lybbis tómatsósu en eins og allir vita þá borða ég ekki svoeliðis sull!! en þið getið alveg notað soleiðis ef þið endilega viljið.. en lybbis er ógeð! Hunts er skárra, en samt vont…. Þetta er voða góður matur og kallarnir mínir þrír stundu og struku kviðinn og voru alveg sáttir þó maturinn væri ekki til fyrr en hálf níu .. en hey, ég keypti mér meira að segja tösku í hagkaup.. og var næstum því búin að kaupa skó..

Birt í Fiskur, Maturinn | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Pestókjúlli

jæja…Ég er að spá í að prófa smá svona nýtt.. málið er að ég er alltaf að elda eitthvað og stundum veit ég aldrei hvað ég á að elda .. þessvegna er ég að hugsa um að græja svona smá matarblogg. Ég er búin að búa til svona flokk sem heitir maturinn og allt matarblogg verður undir þeim flokki, kannski getur fólk sem les þetta því notað uppskriftirnar sem ég skelli hérna inn og þetta hjálpar mér að sjá hvað ég er stundum sniðug í eldhúsinu og hjálpar mér að muna góðar uppskriftir.. ég er nottla með stórkoslegar hugmyndir um að forrita massa uppskriftarvef en tja.. ég hef bara ekki haft nennu eða tíma eða þið vitið.. ég hef bara ekki drifið í því, en kúvahh, ekki fyrr en hinn daginn.. Allavega, fyrsti maturinn sem fer hingað inn er uppskrift af matarvefnum hennar Heiðu sys, ég var einhvernvegin ekki í neinu matarstuði afþví að Birkir bakaði þessa fínu kanilsnúða í dag og við eitthvað hálf södd bara ennþá eftir þá.. þannig að ég eyddi örugglega tvem tímum að skoða uppskriftir á netinu til að fá einhverjar hugmyndir, langaði helst í súpu eða eitthvað svona létt.. en endað náttúrulega á besta uppskriftavefnum í bænum, þessum hér og fann þessa fínu kjúllabringuuppskrift.. sem ég og eldaði og kom þokkalega vel á óvart, þar sem það eru hellings af tómötum í þessum rétti og ég sko borða ekki ferska tómata.. en ómg hvað þetta var algjör snilllllld.. Ég veit að þetta er soldið svona stolin uppskrift en mér er alveg sama því þetta er svo gebba gott maður..
Svona eldaði ég þetta..
Fyrst bakaði ég brauð – þetta brauð gengur eiginlega undir nafninu Massabrauð Kollusætu.. og ég baka þetta rosa oft með mat..
stuffið:
4 bollar hveiti (1 bolli = 250 gr)
4 dl vatn (2 kalt og 2 vel heitir úr krananum)
2 tsk ger
dass af salti (2 tsk)
dass af sykri (1 msk)
slumpur af ólífuolíu ( jahh.. 1/2 dl eða eitthvað bara svona slumpa tvo hringi í skálina..)

Svona geri ég..
fyrst vatnið í skálina (á að vera svona 37°heitt, ég set bara helming af köldu vatni og helming af heitu og þá er maður sirka góður)
svo gerið
svo olíu, sykur og salt
og svo bara hveitið
svo hnoða og láta hefast í ca 40 mín búa til tvö brauð og láta hefast aftur í svona 20 mín baka svo við 210° í svona 15-20 mín eða þar til að það er orðið ljósgullið..

Pestókjúlli f.4
stuffið:
4 kjúllabringur
1 dolla grænt pestó
hálf dolla af fetaosti
10 tómatar
2 msk ólífuolía
1 dl rauðvín
salt + pipar

svona geri ég..
Tómatarnir skornir smátt og settir í eldfast mót
2msk pestó, olíu og rauðvíni hrært saman og sett útí tómatana og kryddað með salti og pipar
bringurnar smurðar með pestói, tómötunum ýtt til hliðar og bringurnar settar í miðjuna og muldum fetaosti stráð yfir. Ég setti þetta inn í ofn í 30 mín við 200°.

Og.. Ok, þetta er fáránlega einfalt og gebba gott og ekki spillir fyrir að maður þarf að sjálfsögðu að klára rauðvínsflöskuna.. slurp! já, og maður þarf ekkert annað með þessu ef maður er með brauð því tómata jukkið er alveg hellings meðlæti, ég var að spá í að gera eitthvað kúskús með þessu en nennti því ekki, enda þurfti ekkert kúskús.. já og svo með brauðið, ég er með eitthvað thing fyrir að pensla brauð með olífuolíu og strá maldonsalti yfir áður en það fer inn í ofn og gerði það í kvöld.. og það sem best er, ég henti í brauðdegið og lét það hefast á meðan ég fór og keypti bringurnar..
veislumatur og ekkert mál.. og meira að segja strákunum fannst þetta gott, þó svo Birkir hafi tilkynnt það hátt og snjallt að hann borðar sko ekki Pestó!!!
Shæsh.. þessi matur er sko algjör sniiiihhhhild..

Birt í Maturinn | Færðu inn athugasemd

Emma öfugsnúna aftur…

Hmm.. mætti halda að maður væri algjör byrjandi í þessu bloggstússi.. ég eyddi óvart út þessari færslu.. þannig að ég set hana inn aftur.. .. veit ekki afhverju en mér dettur alltaf Hrafnhildur systir í hug þegar ég heyri minnst á Emmu öfugsnúnu, ekki það að Hrafnhildur sé alltaf öfugsnúin, hún átti bara bókina um hana Emmu þegar hún var lítil .. Hrafnhildur er best.. er í sumarfríi í dag og á morgun, er búin að vera eitthvað svo öfugsnúin og ómöguleg og ætla að nota þessa daga til að hressa mig aðeins við, enda á ég inni þetta frí og mjög bissí tímar framundan í vinnunni þannig að ég greip bara gæsina.. Strákarnir mínir fóru í skólann í morgun, jésús hvað ég á orðið stóra stráka, litla barnið mitt að fara í fyrsta ensku tímann í dag, sko ENSKU tímann.. ég verð farin að kenna honum að einangra exið áður en ég næ að snúa mér við.. við erum sko að tala um LITLA barnið mitt hérna.. ég fékk eitthvað svona smá svona „heyrðu róum okkur aðeins“ tilfinningu í gær þegar þeir fengu stundartöfluna.. æ þeir eru bara svo mikil krútt eitthvað.. þeir voru búnir að vera á fullu allan þriðjudaginn að taka til í herbergjunum sínum og svo þegar ég kom heim úr vinnunni og leikfimi, þá var Eiður búinn að gera allt rosa fínt í eldhúsinu og taka til og ryksuga alla íbúðina líka.. þeir eru langbestir og flottastir, á því er enginn vafi!Við fórum svo og keyptum skóladót í gærkvöldi, sjæsh.. fórum í Office1 að sjálfsögðu og það var ekkert smá mikið að gera hjá þeim enda er Palli búinn að vera á haus, verið að vinna fram á nótt undanfarna daga og bara .. allt að verða vitlaust.. hann er svo að fara í enn eitt atvinnuviðtalið á eftir..  Annars ætlaði ég bara að óska henni Ásdísi minni til hamingju með afmælið, hér skín að sjálfsögðu sólin henni til heiðurs.. Til hamingju með daginn dúllan mín og ég sakna þín ótrúlega, ég treysti því að Mike og krakkarnir beri þig á höndum sér í dag, sem aðra daga því þú átt ekkert minna skilið.. Kossar og knús yfir hafið frá mér og Palla okkar..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

arrrg!

það er svo ótrúlega margt sem fer í taugarnar á mér þessa dagana þó eitt sýnu meira en annað.. það er auglýsingin frá Nýju lífi.. þið vitið, auglýsingin – Ekki kaupa neitt fyrr en þú ert búin að kaupa Nýtt líf því þar er allt um vetrartískuna.. .. þetta fer alveg geðveikt í taugarnar á mér! Ekki kaupa neitt sem ÞÉR finnst flott, keyptu frekar nýtt líf því þar er þér sagt hvað er flott og þá geturu keypt það!! AARRRRG!!!!! Allir að vera eins, allir að láta hugsa fyrir sig.. allir að vera inni í kassanum!!!!!!  mér langar mest að kaupa nýtt líf bara til þess að sjá hvað ég á EKKI að kaupa.. fólk er fífl!!  annars er ég bara hress, þannig .. bara smá geðvond eitthvað.. en þú veist, hvað er málið..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

að installa..

Er að bíða.. eftir að installið sem ég er að gera klárist svo ég geti haldið áfram að vinna.. er þá ekki bara upplagt að blogga á meðan?? það held ég nú.. Það er alltaf sagt að það sé mikið að gera á stóru heimili, tja, þá hlýt ég að vera með ROSA stórt heimili því það er eitthvað svo mikið að gera þessa dagana að það hálfa væri nóg, kannski soldið svona mér að kenna, ég er t.d búin að vera rosa dugleg í ræktinni, búin að fara mi, fi, lau, su, þri, mi og ætla svo að fara í dag, fi og svo um helgina.. mér fannst ég allt i einu vera orðin svo þung og mjúk, ekki feit sko heldur mjúk, mjúkt er reyndar gott en of mjúkt er ekki gott t.d er ekki gott að sofa í of mjúku rúmi, bara passlegu..en þetta var nú útúrdúr… , ekkert þyngst neitt þannig en kannski hafa laumast svona 1-2 kíló á mig í sumar sem ég vil bara burt sem fyrst aftur og kannski 2 í viðbót.. þá væri ég nú glöð.. :) Þessvegna er ég líka að byrja á námskeiði þann 3.sept. Byrja sennilega á því að skrópa því ég þarf örugglega að skreppa til ÚSLÚ í byrjun sept og verð kannski í tvær vikur!!! haldiðaða sé.. Allt að verða vitlaust hjá Pallmakker líka, enda skólarnir að byrja, jimminn .. en þetta verður vonandi í síðasta skipti sem það kemur okkur eitthvað meira við heldur en hjá venjulegri fjölskyldu.. jibbískibbí.. enda rignir atvinnutilboðunum yfir manninn, enda ekki skrítið hann er svoddan snillingur!Heiða systir er búin að fá sér hund og nýjan bíl undir hann.. sko hundinn :) Nei nei bara grín, en hún er samt búin að fá sér hund sem heitir Glói og náttúrulega alveg rosa sætur bara svona eins og kolla frænka sín og svo var hún víst líka að fá sér nýjan bíl, tjá allt að gerast í þessari verksmiðju.. þetta install er ekkert smá lengi….Eiður sést varla heima hjá sér, hann er bara úti að hjóla með strákunum á nýja stökkhjólinu sem hann fékk í afmælisgjöf.. Ekki sér maður meira af Birki, hann gistir hjá Aroni og Ragga til skiptis, stundum gista þeir hjá honum.. Hlakka eiginlega til þegar rútínan byrjar.. hey installið er búið.. leiter..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Afmæli.. úje

Þessi eitursvali gaur er hvorki meira né minna en 13 ára í dag, hér erum við mæðginin þokkalega langflottust í göngutúr í Heiðmörk í maí, þið takið eftir því kannski að ég er stærri en drengurinn á myndinni en ég get sagt ykkur það að ég er það ekki lengur, núna er ég víst öörlítíð minni.. ótrúlegt.úje… Til hamingju með daginn elsku Eiður Tjörvi.. þú ert langflottastur og bestur og það dýrmætasta sem ég á..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Sumarfrí…

jæja.. hvað skal segja, sumarfrí í fullum gangi og mín hefur það notarlegt sem aldrei fyrr.. byrjaði fríið á föstudagnn í þarsíðustu viku, eða þann 20 júlí, byrjaði fríið á massa sumarpartýi með vinnunni, drakk aaaðeins of mikið af hvítvíni, ég veit, maður drekkur nú aldrei of mikið af því en mér tókst það samt næstum því þetta fimmtudagskvöld.. aallavega, fórum svo í Nesin á föstudeginum og eyddum helginni með besta fólki í heimi, borðuðum gegg mat, fórum í göngutúr út í Skógey, sulluðum í drullu og svo í hlaupískarðið og fleiri leiki – alveg frábært. Fórum svo heim á sunnudeginum með viðkomu í Skaftafelli þar sem við röltum upp að Svartafossi í bongóblíðu. Öll síðasta vika var frátekin fyrir ReyCup, Eiður var að keppa og ég að vinna við að gefa öllum morgunamat. Vinnan hjá mér var reyndar búin kl 10 á morgnanna en þá var ég búin að vinna í 4 klukkutíma, hálfan vinnudag, mér fannst það bara nokkuð gott sko.. svo horfðum við á alla leikina hjá Eiði, þeim gekk reyndar ekkert rosa vel en svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf unnið! Á mill þess sem við horfðum á fótbolta vorum við Palli bara að hafa það huggulegt, hann átti reyndar afmæli þann 25. júlí og við buðum Eddu og Magga í mat að því tilefni og ég eldaði Kjúlla að hætti Jamie.., sluuuurp, sjitt hvað það var ógó gott!… Palli fór svo að vinna í gær, er að græja allt fyrir nýja búð sem er verið að opna á morgun, ég fór í pallatíma í gær og þrek og hálfan boddídjamm tíma í dag, er uppgefin, Palli í vinnunni og bara.. ég hef það bara huggó.. held ég nenni ekki að fara neitt í ferðalag um helgina, finnst bara ótrúlega næs að vera svona heima í fríi.. Þar hafiði það, ég er ekki dauð, mér er batnað og hef það bara massafínt, æ þið vitið, svona gott eins og maður hefur það þegar maður er bara að dunda sér við að, tja, baka kryddbrauð, rölta í ræktina, hafa kveikt á kertum og bara.. þið vitið, næs… vonandi hafið það jafn gott og ég..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

tjá..

… þá er dadda mín orðin fín frú.. brúðkaupið var æði, Dadda var æði, Binni var æði, krakkarnir voru æði, við systurnar vorum æði (auðvitað), veislan var æði.. bara geggjað brúðkaup!Ég var veislustjóri og ég held að það hafi bara tekist alveg þokkalega, mér hafa allavega ekki borist neinar kvartanir ennþá.. ég hélt líka smá ræðu og svo sungum við systurnar smá svona texta sem við sömdum um brúðhjónin og það tókst bara vel, enda erum við nottla langflottastar í verden.. svo þegar skemmtiatriði og maturinn var búinn þá tók við þetta massa sveitaball þar sem hljómsveitin Þjóðviljinn lék fyrir dansi á pallinum, það var vægast sagt svaka stuð, manni var snúið í endalausa hringi og ég tel mig nú bara vera heppna að hafa sloppið lifandi frá því.. shjæse.. svo þegar hljómsveitin hætti, fóru bara allir inn og fóru að dansa við rapp sem menn og konur hentu fram bara si svona.. þetta var bara geggjað stuð.. spurning um að dobbla brúðhjónin til að halda aftur svona brúðkaup.. bara endurnýja heitin og halda aftur svona massa veislu, kannski bara hægt að gera það reglulega annað hvert ár..  :o)  Fór í ræktina í gær, í pallatíma til mána.. sjitt hvað ég er ótrúlega eitthvað taktlaus.. rútínan hjá honum var frekar svona í erfiðari kanntinum og ég bara einn stór flækjufótur :o) .. ég t.d. gat ekki tyllt á pallinn og klappað án þess að ruglast heheheeh ómg, hvað ég er langflottust í þessu.. en hann ætlar að vera með sömu rútínuna á morgun og kannski bara næ ég henni þá.. þokkalega sem ég er langflottasti flækjufóturinn .. einhver þarf að vera í því eða hvað ??  Birkir, (Burg, með enskum hreim, hehe ) er að fara í sumarbúiðir skáta við úlfljótsvatn á morgun og verður í viku.. tilhlökkunin hjá honum er mikil, held að hann sé búinn að hlakka til að fara síðan við sóttum í sumarbúðirnar fyrir ári síðan.. Þá verðum við aftur bara þrjú, vorum þrjú í tvær vikur á meðan ET var á Hornafirði.. hálf skrítið eitthvað að börnin séu orðin svo stór að maður er farinn að senda þau að heiman heilu og hálfu vikurnar..   Annars er það bara vinnan á fullu, ég þarf að klára ýmislegt áður en ég fer í frí .. þannig að ég er bara nokkuð bissí sko..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Ítalskt fótboltapasta sem er FÓG

Matarblogg tvo daga í röð.. duglega stelpan.. æ, ég get bara ekkert að því gert ég er bara svo mikill snilldarkokkur ..
ókey.. geðveikt gott .. og klárlega FÓG, kostar svona 12-1500kall í þetta..
Sá svipað þegar Dagur B Eggerts var að elda hjá Rikku, mér hefur alltaf langað í eitthvað svona, það er bara eitthvað við ólífuolíu, spaghettí, svartan pipar og parmessan..
nafnið er komið vegna þess að ég er búin að elda þetta örugglega þrisvar á meðan HM í fótbolta hefur verið, svo er þetta einfalt og Ítalskt og Ítalía og fótbolti og HM.. eruði að fatta.. ?
etta þarftu fyrir 4 -5
Spaghettí, við notum svona 700 gr
einn Kúrbítur ( púnktur net.. heheheh djók)
ein askja af Flúðasveppum
ein eða tvær rauðar paprikur
2-300 gr beikon
eitt, tvö hvítlauksrif
svartur pipar
ólífuolía
salt
parmessan ost

Þetta geriru:
Byrjar á því að setja vatn í pott fyrir spaghettíið.
á meðan vatnið hitnar, sker maður kúrbít í sneiðar, paprikku í bita og sveppina.. tja bara eins og maður vill, ef þeir eru litlir þá bara í tvennt..annars í sneiðar.. bara vottever.. og svo hvítlaukinn í smátt.
næst skellir maður grænmetinu á pönnu og steikir það i ólífuolíu, þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir þá er örugglega vatnið soðið, þá setur maður salt í vatnið og slurk af ólífuolíu og svo að sjálfsögðu spaghettíið og maður sýður það bara eins og pakkinn segir og hrærir reglulega í
þá er komið að beikoninu, ég klippi það í svona þrjá parta og steiki það sér á annarri pönnu og set það svo í skál
þegar spaghettíið er soðið, hellir maður vatninu af, tekur svo grænmetið af pönnunni og bætir smá olíu í olíuna sem er á henni fyrir.
Næst setur maður spaghettí útí, veltir því uppúr olíunni og hellir svo grænmetinu yfir og blandar létt saman
þetta er svo borðað með bestu lyst, beikoni útá ..svona fyrir þá sem það vilja, nýmöluðum svörtum pipar góðum slatta af nýrifnum parmessan..
Að lokum: Sko, ef að allir myndu borða beikon á heimilinu, þá myndi ég steikja þetta allt saman, en þar sem Palli borðar ekki beikon og Birkir borðar bara grænmeti, þá er geri ég þetta svona, þetta er ótrúlega fljótlegt, tekur í raun bara tímann sem það tekur að sjóða spaghettí, svona 20-30 mín.. og þetta er fáránlega gott!

Birt í Maturinn, spaghettí | Merkt | Færðu inn athugasemd

Quesadillas .. sem brrrrrrrrrráááððððna í munninum..

ok.. ég eldaði bara svo gott.. nýkomin úr Nesjunum, þar sem ég fékk ekkert nema góðan mat eins og alltaf.. nýkomin úr gymminu, er eiginlega enn að svitna..
þetta eru semsagt Quesadillas.. sá Heru Björk elda svona svipað í sjónvarpinu og er aðeins búin að staðhæfa náttúrulega..
Þetta þarftu:
Tortillur, eins margar og þú þarft.. okkur nægir 8 en ég geri oft aðeins fleiri.. svona til að eiga í nesti daginn eftir og svona..
1 pakki kjúklingalundir
2 þroskuð niðurskorin Avocado
2 rauðar skornar paprikur
1 poki ruccola
rjómaostur
salsakrukka
sneiddur ostur
Nachos

Þetta geririu:
steikir kjúllann á pönnu og kryddar með einhverju góðu kryddi.. ég skellti kalkúnakryddi á þetta í kvöld.. semsagt lokar þessu á pönnunni og skellir þessu svo inn í ofn á svona 200 í tíu mín.. Smyrð helming af tortillunni með rjómaosti
setur svo salsa ofnaá rjómasostinn
setur ostasneiðar á hinn helming og setur svo tortilluna á heita pönnu
hefur þetta á pönnunni og setur kjúklingalundir, avokado og papriku á helminginn með rjómaostinum og salsanu setur næst ruccola ofan á sama helming og að síðustu mulið nachos
svo þegar ostasneiðarnar eru farnar að bráðna, þá brýtur maður tortilluna saman, eða leggur þann helming ofaná hinn.. og voila..

Að lokum..
afþví að maður getur bara búið til eina í einu, þá set ég tilbúnu dillurnar inn í ofn á smá hita, svona rétt á meðan ég bý til fleiri, svona svo allir geti borðað saman.Með þessu hef ég svo afganginn af nachosinu og mér finnst rosa gott að smyrja sýrðum rjóma ofaná.
Og svo..
okkur finnst best að nota Hot salsa.. Birkir er nottla ennþá í grænmetinu bara og ég steiki sveppi handa honum í staðinn fyrir kjúlla.. og hann fær sér ekki heldur avocado, heldur gúrkur og tómata
Það er semsagt hægt að setja allskonar grænmeti örugglega.. og svo var ég að spá í að það er örugglega gott að setja rifinn ost ofaná, áður en maður setur þetta inn í ofn.. það er aldrei of mikið af osti :)
ég þori varla að segja það, en bjór er næstum því nauðsynlegur með svona mat, bæði þegar hann er eldaður og borðaður…

Birt í Maturinn | Merkt | Færðu inn athugasemd

komin heim.. aftur

jæja, ég er komin heim eftir frábæra ferð til Eyja. Þróttur fór með 4 lið og voru 9 fararstjórar sem fylgdu þeim þannig að þetta var ansi góður hópur. Ég sá um liðið sem Birkir var í D-liðið ásamt Gísla, einum pabbanum og gekk allt saman alveg hreint prýðisvel. Liðið varð í 2 sæti á mótinum og verður það að teljast alveg hreint frábær árangur. Þeir voru alveg til fyrirmyndar, innan vallar sem utan, stilltir og prúðir og bara alveg hreint frábærir og ég er endalaust stolt af þeim, átti alveg nokkur móment þar sem tárin runnu af stolti :o)Við lögðum af stað heim með Herjólfi kl 23 á sunnudagskvöld, strákarnir alveg dauðþreyttir og sofnuðu hist og her um bátinn og vorum við komin heim í rúm um hálf 4. Ég var sem betur fer í fríi í gær, svaf til hádegis, sat aðeins á svölunum í sólinni, lagði mig svo í tvo tíma og grillaði svo kótilettur.. Við Birkir ætluðum að fara í sund, en hann var svo upptekin af því að leika við strákana að hann mátti ekkert vera að því að fara í sund, ég var reyndar hálf fegin, enda hálf eitthvað dösuð og þreytt.. Núna er ég hinsvegar komin í vinnuna, hress og kát að vanda og næsta mál á dagskrá er að stjórna eitt stykki brúðkaupi hjá Döddu og Binna, þessi vika á að fara í það að skipuleggja og græja og gera fyrir það allt saman, semja ræðuna, græja dressið á alla og svona.. alltaf nóg að gera.. næsta vika er svo ekki neitt plönuð! Sem er gott!!.. kannski ég geti bara farið í leikfimi nokkrum sinnum í næstu viku.. eins gott að drulla sér þangað svo maður breytist ekki aftur í blobb.. svo langar mig líka í smá útilegu með strákunum mínum eða eitthvað.. svo ætla ég á Esjuna áður en sumarið er á enda.. það er klárt!Þannig að ég er hress..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

stund milli stríða..

jæja, þá er maður kominn heim, bara svona rétt til að hlaða batteríin fyrir næsta ferðalag sem hefst á morgun, en þá leggjum við Birkir í hann til Vestmannaeyja á fótboltamót. Spenningurinn er gríðarlegur hjá honum, kannski ekki alveg eins mikill hjá mér, þó ég hlakki alveg til, ég verð fararstjóri með liðið hans, ásamt einum pabbanum, þannig að það verður örugglega alveg nóg að gera hjá mér. Ég kvíði mest fyrir því ef ég þarf að spranga!!! fæ alveg hnút í magann bara við tilhusunina.. en kannski verð ég bara hetja og læt vaða, örugglega alltílæ að hanga í kaðlinum, en að klifra upp og horfa niður er önnur saga.. úff… Oslóferðin var rosalega fín, dásamlegt veður meira og minna allan tímann og svo hellirigndi á föstudaginn þegar við fórum heim. Ég var búin að vera heima í tæpan klukkutíma þegar ma&pa, ell og togg ruddust inn til þess eins að knúsa mig og taka Eið með sér austur, hann ætlar að vera þar hjá ömmu og afa á meðan Birkir rússsstar þessu eyjamóti, ég garga mig hása á línunni og Palli vinnur eins og vindurinn.. Skrapp aðeins og hitti mínar elskulegu systur og mín langflottustu og skemmtilegustu systrabörn í hádeginu, fékk dásamlegt hagastykki og te úr alveg hreint ótrúlega flottum ÚTLENSKUM tebolla.. fékk líka fullt, fullt af Sunnuknúsi og hún sýndi mér hvað hún er ótrúlega dugleg að sippa, bæði áfram og afturábak.. Unnar kallaði endalaust á mig og ómg hvað þau eru æðisleg þessar elskur.. Ég var að spá í að fara og kaupa mér sundföt á eftir, rauði fíni baywatch sundbolurinn minn er orðinn alllllltof stór á mig, ég komst að því í gæsapartíinu um daginn.. spurning hvort ég þori í bikiní.. alveg spurning sko.. hugsa að ég máti alveg eins og eitt.. eða hvað??Tjá, þaðernúþað.. ég á örugglega eftir að myndablogga eitthvað úti í eyjum, fer svona eftir því hvort strákarnir verða stilltir eða ekki.. En svona á lokum þá verð ég nú bara að segja að þetta kemur mér hreint ekkert á óvart thíhíhí..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

lífið í norge..

ómægad, ég fór semsagt á fótboltaleik í gær Lyn vs Vålerenga og það er skemmst frá því að segja að það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel.. Indriði Sig og Stefán Gísla spila með Lyn og Árni Gautur er í markinu hjá Vålerenga.. þessi lið eru bæði frá Osló og mikill rígur á milli þeirra, svona svipað og milli Hauka og FH, þannig þetta var rosa mikið stuð. Ég fór fyrst með Birger á barinn sem allir áhangendur Lyn hittast fyrir leiki og við fengum okkur tvo bjóra eða svo og svo skelltum við okkur á leikinn. Þar hittum við Björn, eiganda ESP og konuna hans og tvær litlar frænkur, þau voru öll í rauðu og hvítu (fötum sko, ekki víni) með hatta og allt svona eins og það á að vera, mér leið hálf illa bara í svörtu.. Allavega ég hélt að sjálfsögðu með Lyn eins og þau hin og öskraði næstum úr mér röddina.. féll alveg fyrir leikmanni nr.15 hjá Lyn sem er alveg ótrúlega góður 17 ára strákur, eldsnöggur á kantinum og alveg frábærlega góður.. Lyn hefur ekki tapað fyrir þessu liði í 20+ ár, bara gert jafntefli eða unnið þannig að ég var skíthrædd um að þeir myndu tapa, því þá hefði mér verið bannað að fara aftur á leik.. sem betur fer fyrir mig þá var markalaust jafntefli þannig að ég fæ að koma með næst.. leikurinn fór fram á Ulleval sem er þjóaleikvangur norðmanna, í göngufæri frá íbúiðnni okkar, þannig að þegar leikurinn var búinn þá rölti ég heim með Birni og konunni hans, í geggjuðu veðri og átti við þau gott spjall á leiðinni.. og ég get sagt ykkur það að ég var alsæl þegar ég kom heim.. Annars er dagurinn í dag búinn að einkennast af endalausum fundum og ég fékk góðar fréttir sem ég segi kannski frá seinna.. .. en svona í lokin þá er hér mynd af Steinari, sem er forritari eins og ég, drekkandi viskí í vinnunni.. reyndar er tappinn á flöskunni en hann er með viskí í glasinu sínu, enda drekkur maður nú ekki rándýrt 16 ára viskí af stút, það vita nú allir..  tjá, svona er nú lífið í Norge..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Avi og Avi

ennþá í osló.. fundir með Avi og Avi í allan dag, þeir eru frá Ísrael.. úff.. garagó talk leiter.. nei þetta er enn ók, það á að taka smá túr með þá um skrifstofuna, þeir eru semsagt frá Ísrael og vinna hjá fyrirtækinu which provides the player for our games.. er alveg í tómu tjóni hérna, svona þegar ég bý ekki með Óla og tala ensku allan daginn þá er ég farin að hugsa á ensku líka.. Þarf ég kannski að útskýra þetta með Avi og Avi.. málið er að þeir heita sama nafni, Avi Fast (ekki slow hehe, djókur sem gengur hérna daginn út og inn.. heheh) og Avi Carmel nokkuð skondin nöfn.. Annars er ég bara hress, gott kvöld í gær, matur á Aker brygge og bjór með Tanya og Mark á eftir, mjög svo næsEn dagurinn í dag er tileinkaður Avi og Avi og okkar ástkæra player, þeir ætla að kynna fyrir okkur nýtt version og svona.. spennandi, játs þokkalega.. en now, off to the meeting room my friends.. Update on 17:23… changes of plans.. ég er að fara á fótboltaleik!!! sko, live.. ígs.. það verður stuð…

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd