Af nöglum og öðru..

Jæja þá er maður kominn aftur í vinnuna.. alveg hreint eldsprækur eftir helgina, haldiði ekki að Palli hafi bara verið heima báða dagana .. já við erum að tala um að hann tók sér frí bæði laugardag og sunnudag.. held að þetta hafi ekki gerst síðan helgina sem ég útskrifaðist.. og já við erum að tala um helgina 11. JANÚAR .. fyrir utan helgina sem var í þessari einu sumarfrísviku sem hann tók sér… og nei, ég er ekkert að kvarta.. bara benda á hvað þetta var merkilegur atburður.. Og fyrst hann var heima notaði ég laugardaginn til þess að draga hann með mér í IKEA.. maðurinn gat varla hamið sig, honum fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt, já – eða þannig.. þvoði svo nokkrar þvottavélar.. gaman að segja frá því.. grillaði svo eitt stykki lambalæri og bjó til portúgalkartöflur og heppnaðist þetta alveg hreint stórvel..Sunnudagurinn fór í algjöra leti.. sjónvarpsgláp og tölvufikt, komst að því mér til mikillar gleði að einhver í blokkinni minni er með þráðlaust net og er ekkert að hafa fyrir því að læsa því þannig að ég get verið snúrulaus á netinu á hans kostnað, ekki það að ég ætli eitthvað að fara að leggja það í vana minn.. það væri nú samt mátulegt á hann .. Annað í fréttum er það að ég er búin að vera að safna nöglum.. ekki nöglum nöglum heldur fingurnöglum, og nú er ástandið þannig að ég get varla pikkað því mér finnst svo vont þegar neglurnar lenda á tökkunum en ekki fingurgómarnir.. þannig að nú þarf ég að velja hvort ég vil vera tölvunördapæja með langar neglur eða bara tölvunördapæja.. reyndar finnst mér ekkert mjög flott að vera með langar neglur… finnst það eiginlega bara frekar ljótt og þá sérstaklega á mér þar sem fingurnir á mér eru í lengri kanntinum.. jahh eða bara langir.. þannig að þegar ég er komin með einhverjar hjúds neglur ofan á langa putta þá er ég bara einhvernvegin bara með HEEEENDUR.. þannig að ég held ég minnki þær eitthvað og noti þá jafnvel fínu naglaþjölina sem ég keypti mér um daginn, afþví að jú, ég var að fara að safna nöglum og þá þarf að þjala .. reyndar þegar ég hugsa um það þá finnst mér nú svolítið pæjulegt að sitja fyrir framan tölvuna og þjala á sér neglurnar.. það er nú svolítið svona karríerlegt.. verst að ég er aldrei í dragt..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s