Jámm, lífið gengur sinn vanagang, kominn þriðjudagur og bara að koma helgi aftur.. ja eða gottsem..Er búin að vera með undarlega heimþrá í dag, kannski ég hafi bara smitast af henni Kibbu sem bloggaði eitthvað um heimþrá um daginn, sakna bara mömmu og pabba, væri alveg til í gott spjall yfir góðum kaffibolla í stofunni í Hraunhólnum.. kannski maður skelli sér bara einhverja helgina og fylli lungun af góðu nesjalofti, eins gott að láta ekki marga mánuði líða á milli þess sem maður gerir það.. svo er ég búin að komast að því að vatnið í nesjunum er mýkra heldur en í reykjavík.. væri ekkert smá gott að geta farið í sjóðheita, langa og mjúka sturtu.. Ekki það að þetta sé í fyrsta skipti sem svona heimþrá kemur yfir mig.. það er bara eitthvað svo skrítið, um leið og maður kemur í nesin, færist yfir mann svona friður og maður fær einhvern vegin ró í hjartað og manni líður alveg rosa vel, þekkir hverja þúfu og hvern hól, alltaf einhverjar minningar sem tengjast, kannski er það bara árstíminn, það var alltaf svo gaman á haustin, krakkarnir að koma í skólann, réttirnar, taka slátur, fara í berjamó, vinna í karftöfluupptöku “ þabbarekkertannað .. barallurgarðurinnkominnuppá..“ Nei, held að þetta sé ekki tengt við árstímann.. það var bara alltaf gaman í nesjunum, sama hvaða árstími það var.. stundum hugsa ég hvað það væri gaman ef börnin mín fengju að upplifa þetta allt, en þá man ég hvað þetta er allt breytt.. ekki 30 krakkar í hverfinu eins og var.. engir moldarhólar eða húsgrunnar, ekki hrúga af krökkum á íþróttaæfingum, engar hjólatorfærur.. úff.. vá.. greinilega smá nostalgía í gangi.. Er samt mjög happý með þann stað sem ég er á í dag.. er mjög happý bara.. er bara, æhj, með smá heimþrá…
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni