jæja.. alltaf sami skítakuldinn á þessu skeri.. hef svossem ekkert að segja, ekkert merkilegt hefur gerst hjá mér, lífið gengur út á að vakna, koma ormunum í skólann (sem getur reyndar tekið allverulega á fyrir svona morgunhresst fólk eins og mig), græja sig í vinnuna, blóta því að finna aldrei bílastæði (nema á þeim svæðum sem stendur stórum stöfum „VARÚÐ, HÆTTA Á MÁLNINGARÚÐA“, tók mig alveg nokkra mánuði að skilja þetta og þarfafleiðand er bíllinn minn allur út í úðaógeði..), mæta svo í vinnuna og reyna að vinna eitthvað, fara svo heim, oft með viðkomu í búðinni, elda matinn, horfa á sjónvarpið og fara að sofa… alveg hreint ótrúlega rólegt eitthvað.. Reyndar fór ég á Charly and the chocholate factory með Birki um helgina og myndin var vægast sagt frábær, Eiður og vinur hans sem fengu far með okkur í bíóið fóru á sömu mynd en eitthvað eru menn nú orðnir stórir því þeir ætluðu sko einir í bíó (þangað til við Birkir tróðumst með) og sátu því eins langt frá okkur eins og þeir mögulega gátu.. mér fannst það nú aðallega fyndið.. Held að það sé að bera í bakkafullan lækinn að tala eitthvað um þessa sápuóperu sem tröllríður samfélaginu.. Birkir sagði í morgun, „mamma, hvað er eiginlega þetta baugsmál???“.. ég sagðist bara hreinlega ekki nenna að reyna að útskýra það fyrir honum…Annars eru þeir bara hressir og kátir, byrjaðir á fullu í Gítarskólanum og æfa sig stíft, okkur til mikillar ánægju og yndisauka.. þeir eru guðsgjöf þessir drengir…hjá.. þaðldég..
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni