Kvennadagurinn!!!

Enn einn mánudagurinn mættur.. reyndar verður vinnudagurinn stuttur í dag, ætlunin er að hætta snemma og skunda á Skólavörðuholtið, vonandi eins og flestar vinnandi konur á Íslandi í dag..Var að spá í að taka strákana með en er ekki viss um að ég, né þeir nenni því.. Annars er mál málanna núna hérna í vinnunni, hvað við skvísurnar eigum að borða í hádeginu, ætlum að vera bara grand á því í tilefni dagsins og panta eitthvað gott frá einhverjum veitingastað.. slurp..Er farin að hafa áhyggjur af því hvað þetta blogg er farið að snúast mikið um mat.. Fékk þetta sent í pósti áðan, set það inn í tilefni dagsins.. Nú skulum við standa saman…… Ásamt því að sækja um launahækkun eru íslenskar konur hvattar til að: Sofa yfir sig. Fara í sömu nærföt og í gær. Pissa á setuna – og útfyrir, ef tími vinnst til. Mála sig ekki – og alls ekki raka. Mæta of seint í vinnuna – sparka í stimpilklukkuna. Fara strax í kaffi – kvarta yfir því að það sé a) of kalt b)of sterkt c) of svart. Prumpa. Reyna við undirmennina – eða bara klípa þá í tippið. Fara of snemma heim – biðja næturvörðinn að stimpla sig út. Flauta á alla karla í umferðinni og senda þeim fingurinn – eða ulla. Gleyma að sækja börnin á leikskólann. Setjast fyrir framan sjónvarpið um leið og komið er heim. Fá sér bjór. Urra – jafnvel bíta – ef einhver spyr eftir kvöldmat. Ropa. Sofna yfir Idol. Fá sér bjór. Leggjast í öllum fötunum í rúmið og helst strá yfir það brauð-eða kexmylsnu. Sofna áður en makinn nær að bursta tennurnar. Hrjóta.Þar hafiði það!!!

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s