Afmæli.. og smá tuð

Mynd góðfúslega stolin af http://www.bjorninn.net  Aðalmaðurinn, langflottasti pabbi sem til er í öllum heiminum á afmæli í dag, hann er.. uu.. 34+19 = 53.. fimmtíuogþriggja.. Til hamingju elsku besti pabbi minn.. missjú ..  en þá að öðru…ok.. eins og þið kannski vitið þá er hann Birkir minn að æfa fótbolta með 6.flokki Þróttar og er alveg að fíla það mjög vel, mætir á æfingar x4 í viku, þar af eina markmannsæfingu. Allt lagi með það.. Svo fer ég á foreldrafund í gærkvöldi. Þar kemur fram að milli 40 og 50 strákar æfa að staðaldri í 6.flokk og þessum strákum fylgja (hefði maður haldið) að minnsta kosti 50 stykki af foreldrum.. og hvað mættu margir á foreldrafundinn..? jú, 12-15 foreldrar..sem nær ekki einum þriðja af þeim sem hefðu átt að mæta.Jújú.. ég geri mér fulla grein fyrir því að stundum getur maður bara ekki mætt og allt það.. en ég meina common, það er ekki eins og það sé verið að drekkja manni með þessum foreldrafundum.. ætli séu ekki svona 2-3 á ári.. Svo átti náttúrulega að velja í flokksráð, því jú allir flokkar þurfa að hafa flokksráð til að skipuleggja Shellmótið í eyjum, halda utan um fjáröflun og útdeila verkefnum og jújú.. ekki neitt nema gott um það að segja.. og allir mjög sammála því að þetta sé allt mjög mikilvægt.. nema að enginn ætlaði að bjóða sig fram í þetta, alltaf skal það vera þannig að foreldrar vilja losna undan því að vera í öllum svona ráðum.. allir hafa nóg að gera og meiga ekki vera að því og blablabla.. svo sátum við þarna þessir 15 foreldrar í vandræðalegri þögn og enginn sagði neitt.. og hvað gerðist… jújú.. ég náttúrulega bauð mig fram.. var þannig séð svossem búin að ákveða það með sjálfri mér þegar ég fór á fundinn að ef að enginn myndi bjóða sig fram og þögnin yrði yfirþyrmandi þá myndi ég bara skella mér í þetta, þannig að það var ekkert mál.. svo eftir mikið japl, jaml og fuður tókst að snúa upp á hendina á þremur öðrum og svo, til að fullmanna ráðið, var einn pabbinn settur í þetta, þó svo hann væri ekki á svæðinu.. !!!Afhverju er þetta alltaf svona??? Ég er kannski bara svona skrítin, en finnst fólki bara sjálfsagt að skrá börnin sín í hitt og þetta, ætlast til að allt sé smurt, að einhver annar sjái um allt í sjálfboðavinnu? Svo getur fólk haft endalausar skoðanir á þessu og hinu og oftast mjög sterkar skoðanir á því ef hlutirnir eru ekki alveg eins góðir og þeir gætu verið..  en svo dettur þessu fólki ekki í hug að bjóða sig fram í eitt né neitt til þess að hafa áhrif á það.. Ég er líka bekkjarfulltrúi ásamt öðrum í bekknum hans Birkis, annað árið í röð. Í fyrra stóð ég mig vægast sagt illa, og við gerðum sama og ekkert og fólk tuðaði yfir því, hvað það væri nú lélegt félagslífið í þessum bekk, það væri sko ekki svona í hinum bekknum og blablabla.. svo núna í haust þegar átti að velja nýjan bekkjarfulltrúa, hefði maður haldið að fólk myndi nú bjóða sig fram til þess að losna við þessa handónýtu bekkjarfulltrúa sem voru svona miklu verri en þessir sem voru með hinn bekkinn, en hvað gerist.. enginn býður sig fram og ég enda á því að bjóða mig fram aftur!!!!!  Ótrúlegt hvað fólk er alltaf ekki til í að taka þátt!!!Ég veit ósköp vel að ég er stórskrítin með þetta allt saman, mér finnst allt svona stúss bara skemmtilegt og ótrúlega gaman að taka þátt í lífi sonar míns á þennan hátt… fótboltamamma með stóru F-i og stolt af því… Enda er Birkir farinn að segja – Verður þú ekki að sjá um þetta mamma? –  og nú bara verður maður að vona að fólkið sem lét snúa upp á hendurnar á sér verði ótrúlega duglegt og við verðum flottasta flokksráð sem starfað hefur frá upphafi í Þrótti.. sorrý.. ætlaði ekki að tuða svona.. eða.. jú!!  – Lifi Þróttur

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s