ohh.. haldiði ekki að hann sé kominn aftur.. og það er svo gott!!!Jú, ég er að tala um hamingjuklumpinn minn sem hefur tekið sér bólfestu í hjartanu á mér..Og afhverju líður mér svona í dag.. jú, ég horfði út um gluggan áðan, horfði á snjóinn í Esjunni og sólina og sjóinn.. og fór að hugsa hvað það væri örugglega fallegt í Nesjunum núna, og um leið og maður fer að hugsa heim þá fyllist hjartað af hamingjuklumpi og maður verður væminn.. en mér er allveg sama þó ég sé væmin, ég er ótrúlega heppin kona..Og ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég er umvafin yndislegu fólki.. ég á besta mann sem til er í öllum heiminum og þótt víða væri leitað, ég væri pottþétt ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ég hefði ekki verið svo heppin að krækja í hann Palla minn, strákarnir mínir eru heilsteyptar og góðar manneskjur sem eru alltaf svo góðir við mömmu sína, Systkini mín og þeirra viðhengi eru yndisleg og það er ekkert í heiminum sem ég myndi ekki gera fyrir þau, ég er stolt af þeim á hverjum degi oft á dag og ég veit að þau eru líka rosa stolt af mér.. Svo er ég svo heppin að eiga bestu foreldra í heimi, foreldra sem ég er ótrúlega stolt af, ég er sjaldan jafn montin þegar ég segist vera dóttir þeirra.. ég átti besta afa og bestu ömmu sem hægt er að hugsa sér og ég hugsa til þeirra á hverjum degi.. Svo á ég góða vini og vinnufélagarnir eru frábærir.. Hvað er hægt að biðja um meira.. Takk allir fyrir að láta mér líða svona vel.
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni