Árið 2005

Janúar
Árið byrjaði á skautaferð frá Hornafirði til Reykjavíkur, gott veður, yndisleg sól og logn enklaki yfir öllu.. Öll fjölskyldan fékk magapest..Foreldraviðtöl hjá strákunum og að sjálfsögðu eru þeir báðir algjörir snillingar.. ÚTSKRIFT.. einn af hápunktum ársins 2005.. það er Kolbrún Halldórsdóttir Tölvunarfræðingur sem talar!!!Birkir Tjörvi verður átta ára og því haldin rosaleg veisla..
Febrúar
Baðhússkortið endurnýjað, notað mikið framanaf en ekkert seinnipart ársins og verður pottþétt ekki endurnyjað.. Nýtt release í vinnunni, að sjálfsögðu var skálað fyrir því.. Liðið hans Eiðs rústaði körfuboltamóti.. Fjölskyldan skellti sér í sumarbústað, „rústuðum“ einu sjónvarpi, lágum í pottinum og höfðum það huggó..
Mars
Hrafnhildur systir þrítug, massa partý af því tilefni..Smíðastofan Sverð og skjöldur heldur uppi öflugri starfsemi og við Palli alltaf í Húsasmiðjunni að kaupa smíðaefni.. Strákarnir fóru austur í páskafrí og ég og Palli bara ein heima.. hálf skrítiðÉg dó úr hlátri og tilefnið var koma Bobby Fisher..
Apríl
Javaðist í vinnunni.. Dadda mín eignaðist son þann 6. apríl og fékk hann nafið Kolbeinn.. skemmst er frá því að segja að hann nafni minn er Æði!Ég átti 20 ára fermingarafmæli þann 8. apríl.. Ég varð 34 ára.. og fékk massa síma í afmælisgjöf sem varð þess valdandi að ég missti mig alveg í myndabloggi, alveg þangað til að ég flutti á 123.is.. þar er ekki hægt að myndablogga ennþá.. drífa sig strákar.. Sumarið kom..Árshátið í vinnunni.. geggjað stuð.. Fékk nýja vinnutölvu.. og ómg hvað hún er flott..
Maí
Fórum til Madrid helgina 5-8 maí með Egilsson staffinu.. bara æðisleg ferð.. smakkaði kolkrabba og allt!Keypti miða á Duran Duran tónleika…Systrabörnin mín fluttu til mín í viku á meðan Hrafnhildur bauð Bjössa í óvissuferð til Ítalíu.. Elli skrítni elskulegur bróðir minn varð 15 ára..
Júní
Fórum í göngutúr á Þingvelli..Birkir Tjörvi flottasti spilaði á fyrsta fótboltamóti sumarsins.. Fór á Superstar í Loftkastalanum þar sem Pabbi minn sló í gegn, ávalt langflottastur.. Einn af hápunktum ársins, Duran Duran í Egilshöll, ómg.. það var bara geggjað!!!
Júlí
Fórum í útilegu um vestfirði, rosa gaman en kalt, hitalágmarki var náð á Hólmavík þegar hitinn mældist 5 gráður og borgarísjaki blasti við úti í firðinum.. en það var gaman og nýja fína tjaldið okkar rokkaði feitt..Strax eftir útileguna fórum við Birkir á fótboltamót á skaganum.. þar var slagveður! en frábært mót og ótrúlega gaman.. Fór austur í nokkra daga.. Palli minn sætastur átti afmæli og við fórum út að borða á Hereford.. massa gott..
Ágúst
Eiður Tjörvi flottastur varð 11 ára.. haldin afmælisveisla af því tilefni þar sem rokkið réði ríkjum..Menningarnótt.. við mæðgin fórum á röltið og tónleika á hafnarbakkanum, lenntum í rigninunni og urðum rennandi..Flutti bloggið mitt á 123.is/kollatjorvaStrákarnir byrjuðu í skólanum.. Safnaði nöglum..
September
Fór með Ester á gospeltónleika í höllinni.. geggjað!!Skruppum í bústað í heimsókn til mömmu og pabbaFór með Birki í bíó og Eiður sýndi fyrstu tendensana til unglingaveiki þegar hann vildi ekki sitja hjá okkur heldur annarsstaðar með vini sínum..Strákarnir byrjuðu í gítarskólanum og eru búinir að vera spilandi síðan..
Október
Við Palli áttum 12 ára afmæli og fórum út að borða á Ítalíu af því tilefni..Fór með Sunnu minni, bara við tvær, í Kringluferð.. Fórum með nokkrum vinnufélögum á Kabarett.. Fórum í 2 ára afmælisveislu til hennar Guðrúnar minnar.. Fór líka til Döddu í afmæli.. Fékk grænan miða þegar ég fór með bílinn minn í skoðun.. skemmst frá því að segja að miðinn er enn grænn!!Lagði niður störf þann 24 okt. eins og aðrar konur …
Nóvember
Keyrði austur á Hornafjörð í brjáluðu veðri til þess að fara á rokksjó, sjóið var alveg þess virði.. Fór á Microsoft kynningu.. Sunnan mín verður 3 ára og ég fór í afmælisveislu, fékk súkkulaðiköku með nammi á.. Kíkti á The White StripesPabbi minn átti afmæli.. ég býð mig fram í foreldraráð 6.flokks Þróttar
Desember
Fór á frekar slappt jólahlaðborð með vinnunni..bökuðum piparkökur og aðrar smákökur..Undirbjó jólin.. Keypt stærstu jólagjöf sem ég hef fengið og gefið, 42″ sjónvarp og heimabíó.. hélt jól..Hélt upp á áramótin með minni elskulegu systir og hennar, manninum hennar og systrabörnum mínum.. þar var stjanað við okkur alveg hreint frá a-ö..
Gleðilegt nýtt ár elskurnar og takk fyrir það gamla, megi árið 2006 verða ykkur happadrjúgt og hamingjusamt!

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s