afsakið, afsakið sósósorrý hvað maður er eitthvað lélegur í blogginu þessa dagana, er reyndar búið að vera frekar svona mikiðað gera hjá mér, veit ekki alveg samt afhverju, eða jú, reyndar veit ég það alveg, er flutt á nýjan stað í vinnunni, við erum búin að mála, þrífa, bera kassa, tölvur, hundraðþúsundkílóa skjái, nokkra sko, reyndar bar ég engan skjá – þar sem ég er eina stelpan á nýja staðnum þá er farið með mig eins og sanna prinsessu og ég þurfti ekki að bera neitt mjög þungt, en samt var ég alveg dugleg sko, og þreytt og allt það.. en allavega núna erum við flutt, á bara eftir að henda upp einhverjum tússtöflum og svona, meira að segja búið að halda innflutningspartý.. drakk doldið svona mikið af rauðvíni í því en kvahh ekkert sem ég sé eftir samt, gerði enga skandala eða svoleiðis, partýið byrjaði kl 4 á föstudaginn og ég var komin heim um 10.. held ég allavega.. kannski var það um 9 en hver er svossem að fylgjast með því.. greinilega ekki ég.. !!! en það var gaman. Keypti svo skólabækur fyrir Toggsterinn og kláraði svo laugardaginn með King Kong.. sem var fín.. Sunnudagurinn fór svo í ammæliskaffi hjá honum Pésa mínum.. mmm góð kaka maður!!!Þá er ég búin að koma frá mér því helsta sem ég hef afrekað þessa viku og þá er komið að afrekum annarra, sem – verð ég að segja – eru mun miklu merkilegri heldur en mín. Þar ber fyrst að telja að hún Matta frænka mín og Hjálmar eignuðust litla dóttur þann 10 janúar.. og ég eignaðist þar með litla frænku hibbhibbhúrra.. til hamingju með það elsku Matta mín, get ekki beðið eftir að fá að knúsa hana aðeins, ef hún er eitthvað lík honum Tómasi Orra stóra bróður þá má búast við því að sú stutta sé toppeintak enda á hún ekki langt að sækja það…Annað merkilegt sem hefur gerst er það að strákarnir mínir fengu einkunnirnar sínar og stóðu þeir sig með eindæmum vel.. og við Palli að rifna úr monti – er það nú reyndar alltaf þegar kemur að þessum strákum mínum og auðvitað veit ég að þeir eru bara snillingar en það er alltaf gaman að sjá það svart á hvítu.. Já.. og svona til þess að vera öðruvísi en allir aðrir þá ætla ég ekki að tjá mig um DV – og viðurkenni það hér með á opinberum vettvangi að ég kaupi eiginlega alltaf helgarblaðið.. og ætla ekki að hætta því, mér finnst það nefninlega nokkuð skemmtilegt.. Öðru merkilegu man ég greinilega ekki eftir.. og þó.. eitt reyndar alveg stórmerkilegt.. ég hef nú áður tjáð mig um snilli litla bróður míns og ætla svossem ekkert að tíunda það neitt frekar en haldiði ekki að drengurinn hafi verið að taka upp PLÖTU um helgina – með hljómsveitinni sinni.. drengurinn er snillingur, ég veit :)Allavega þetta er orðið doldið langt svona.. en hvað get ég gert að því að þó allir þessir snillingar séu í kring um mig.. mætti halda að ég væri snillingasuga.. Og þá er það mál málana í dag – ekki ómerkari maður en hann Pétur Björn Heimisson er 28 ára í dag – talandi um snillinga.. Til hamingju með daginn elsku Pétur minn, kossar og knús frá mér til þín
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni