Lítill Kollukútur kominn í heiminn..

Ég er alveg viss um það að þó leitað væri í öllum heiminum þá veit ég bara um eina móðursystur sem er eins hamingjusöm og ég er í dag og það er hún Heiða mín.. júbb, ég nefninlega eignaðist lítinn kollukút í gær.. Óskírður Björnsson kom í heiminn í gærkvöldi kl 22:32 og mældist hann heilir 53 cm og 3540gr. Allt gekk eins og í lygasögu, mamman hress og kát, pabbinn hoppandi glaður og Gíslinn minn brosir hringinn. Ég veit ekki enn hvernig Sunnu Kristínu stórusystir lýst á gripinn, hún var sofandi þegar hann kom í heiminn en hún er örugglega hæstánægð með að vera búinn að fá litla bróðurinn sem hún var að bíða eftir.. Kollukútur er dökkhærður (eins og kolla frænka), með langa putta (eins og kolla frænka) og bara fullkominn (eins og kolla fr… ok,kannski komið gott).. en allavega.. við Heiða skríktum eins og smábörn í gær yfir þessu öllu saman, vissum ekkert hvernig við áttum að vera og bara.. já, skríktum..  ómetanlegt að fá að vera hluti af þessu.. ohh..Segi ykkur kannski betri sögu þegar ég kemmst niður á jörðina.. en eitt get ég sagt ykkur, ég á bestu systur, bræður og fjölskyldu í öllum heiminum og það er ekkert smá gaman að vera ég..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s