fjúhh.. vikan..

Ég ætla ekki að afsaka bloggletina, því það er ekki leti sem ég þjáist af heldur tímaleysi.. brjálað að gera í vinnunni og bara öllu, en hér á eftir kemur smá fréttayfirlit yfir það sem hefur á daga mína drifið undanfarið og af nógu er að taka.. Í tímaröð er þetta einhvernvegin svona..   Öll síðasta vika fór í vinnu. Ef ég var ekki á Mýrargötunni að forrita, þá var ég stödd í Laugardalshöllinni að hjálpa til við undirbúning á sýningunni Verk og Vit. Var þar mánudags og þriðjudagskvöld, skrapp reyndar á fótboltafund á þriðjudagskvöldið líka.. Á Miðvikudagskvöld fórum við Extrada fólk með Nova Media strákunum út að borða á Ruby Tuesday og svo í keilu.. þokkalega fínt og góður matur.. ég að sjálfsögðu rústaði strákunum í keilu, nei kannski ekki en var samt í miðjunni, ekki síðust .. Svo á fimmtudag var opnun á sýningunni Verk og vit. Ég var að sjálfsögðu þar ásamt fríðu föruneyti, drakk fullt fullt af hvítvíni og bjór, alltaf svo gaman að drekka í vinnunni, og svo fórum við aðeins til Ásdísar og drukkum smá meira hvítvín þar, svona til að loka kvöldinu. Mjög fínt kvöld.. mætti svo eldspræk í vinnuna á föstudagsmorguninn, skaust í Kringluna í hádeginu, keypti skírnargjöf og hitt mínar elskulegu systur.. kvöldið fór í langþráð rólegheit heima hjá mér yfir idolinu. Á laugardaginn dreif ég strákana í kringluna, þá vantaði buxur sem ég og keypti ásamt ýmsum öðrum nauðsynjahlutum svo kl 12 var ég mætt eldspræk í höllina þar sem ég stóð, brosti og var sæt í AP almannatengslabásnum til að verða 4, þá var kominn tími til að drífa sig í skírn hjá honum Kollukút. Við Palli fengum þann heiður, ásamt Heiðu og Pétri, að vera guðforeldrar drengsins sem fékk hið gullfallega nafn Unnar Tjörvi. Með þessu er ég orðin þreföld guðmóðir, geri aðrir betur, er guðmóðir hennar Sunnu minnar, hennar Guðrúnar minnar og svo núna hans Unnars míns.. ekkert smá heppin. Við vorum á Meistaravöllum í góðu yfirlæti til að verða 9 og svo fórum við bara heim, við Palli opnuðum svo eina rauðvín og skáluðum í tilefni dagsins um kvöldið. Á sunnudaginn var ég enn og aftur mætt í AP básinn, til þess að brosa og vera sæt.. var þar til hálf 6, fór svo með fjölskyldunni á stælarann og við fengum okkur hammara og meððí.. Mánudagurinn var með hefðbundnum hætti, vann til hálf 6, keypti í matinn, eldaði og borðaði yfir the OC, svo var bara sjónvarpsgláp(dott).. Mætti svo í vinnuna í gær, frekar mikið að gera svona.. held bara að það sé óhætt að segja það… Palli að vesenast eitthvað í Eyjum, það er víst verið að opna nýja búð þar, rosalega finnst mér óþægilegt að hafa hann í Eyjum, óþægilegt að vita til þess að ef eitthvað skildi gerast að hann geti ekki bara hoppað upp í bíl og keyrt til mín.. en allavega..  eftir vinnu rauk ég heim, náði í Tjörvana tvo og svo á Meistaravellina að ná í þriðja Tjörvann og við drifum okkur í Loftkastalann á Múskiktilraunir, hljómsveitin hans Elíasar, ANTIK var að spila og það er skemmst frá því að segja að þeir voru langflottastir, spiluðu best, sungu best og voru með flottustu lögin.. og ef ykkur finnst ég vera hlutdræg og aðeins of montin þá get ég bara sagt ykkur það að ég er sko ekki ein um að finnast þetta, þeir voru valdir í úrslit af dómnefndinni, hvorki meira né minna.. Ég er stoltasta stórasystir í öllum heiminum í dag!!!!! sjitt hvað þetta var flott hjá þeim..   held samt að ég verði að blogga oftar.. þetta var doldið langt svona..

hehe..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s