fjúhh… þetta voru sko skemmtilegir páskar…er búin að hafa það alveg hreint ótrúlega næs.. skírdagur og föstudagurinn langi fóru bara í leti og huggulegheit, bauð tengdaforeldurm mínum í mat og afslappelsið var algjört, svo á laugardaginn fórum við strákarnir á Kalla á Þakinu, Birkir var alveg hreint sérlega ánægður með þetta og ég hef sjaldan séð strákinn minn skemmta sér svona vel, svo fórum við á Meistaravellina í kaffisopa og Sunnuknús, ég var komin með Sunnusýki á háu stigi.. Svo var Páskadagur, hann hófst með páskaeggjaleit, gekk dálítið illa hjá yngri syninum en sá eldri fann þetta fljótt og vel. Svo hófst bara afmælisundirbúningur, Taco fiesta að hætti Toggster, Öll mín stórfjölskylda mætti til mín, við gæddum okkur á stórgóðum mat, góðu rauðvíni og kaffi og spjölluðum svo fram eftir öllu, ótrúlega gaman, systur mínar og þeirra fylgifiskar gáfu mér dekur í Baðhúsinu og mamma, pabbi og bræður mínir gáfu mér ótrúlega flott hálsmen og eyrnalokka í stíl og ég er sko mesta pæjan með það… Svo á annan í páskum var sjálfur afmælisdagurinn, ég orðin þrjátíogfimm.. og þá kom allt liðið aftur til mín og í þetta skiptið var boðið upp á súkkulaðiköku og ekki var hún síðri.. mmm… Mamma, Pabbi, Þorgrímur og Elías fóru svo heim í dag, Ég, Palli og strákarnir vorum að enda við að gúffa í okkur grilluðu lambalæri með tileyrandi.. þannig að það má segja að að þetta hafi verið stór þriggja daga afmælisveisla.. þetta voru æðislegir dagar og ég er alltaf að komast betur og betur að því hvað ég á ótrúlega frábæra fjölskyldu.. Svo á morgun ætlum við strákarnir að bruna í Nesin, fylla lungun af Nesjalofti og hafa það huggulegt. Ég ætla að borða góðan mat, drekka kaffi með Mömmu og horfa á hana prjóna, heimsækja Dísu og skoða Hönnu Siggu, fara í göngutúr og ég veit ekki hvað og hvað.. það verður bara æðislegt!!! Það er ekki oft sem við systkinin hittumst öll saman en þegar það gerist er reynt að taka af okkur systkinamynd. Þessi var tekin í gær og eins og sjá má mætti halda að sú elsta í hópnum hafi orðið 5 ára í gær en ekki 35.. held að þessi hafi verið sú skársta sem var tekin á mína vél.. Fleiri eru í myndaalbúminu…
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni