eins og margir vita sem þekkja mig þá hefur mig langaði í kór núna í .. jahh síðan ég hætti í mínum ástkæra Kvennakór Hornafjarðar þegar við fluttum í hovedsteden síðsumars árið 2000. Ég ákvað að vera ekkert að sperrast við að vera í kór á meðan ég var í skólanum, þekki sjálfa mig það vel að ég veit að ég hefði verið komin í kolaportið að selja harðfisk í fjáröflun á nótæm, hafandi ekki kannski alveg tíma til þess eins og álagið var nú í þessum blessaða skóla.. þannig að.. ég ákvað að taka mér smá kórapásu. Pásunni lauk í gærkvöldi þegar ég fór í raddpróf hjá Kvennakór Reykjavíkur. Hófí, kunningjakona mín úr HR, var svo elskuleg að láta mig vita að þær væru að leita að nýjum félögum, sagði mér hvert ég ætti að hringja og svona.. ég semsagt hringdi og var boðuð í raddpróf sem ég fór í, í gær.. sjitt maður hvað ég var stressuð, þurr í munninum og allt.. en mér tókst samt að syngja fyrir hana Sigrúnu stjórnanda.. fór greinilega létt með það því hún bauð mér í kórinn sem ég þáði með þökkum og er það hamingjusöm kórkona sem pikkar þetta inn í dag.. fór alveg um mig sæluhrollur þegar við vorum að hita upp.. fann það svo greinilega í gær hvað mér hefur vantað þetta.. Vikan er annars búin að vera kreisí og verður það áfram, í gær var þetta kóravesen allt sem tók undir sig daginn, fyrst með stressi og spennu og svo með æfingu.. í dag þarf ég að vinna til 5, leikfimi milli hálf 6 og 7 og svo fundur hjá stjórn foreldrafélags Langholtsskóla – mér tókst á einhvern undraverðan hátt að lenda í henni.. svo er það náttúrulega Magni og að kjósa hann í kvöld.. á morgun er svo kóræfing milli 8 og 10 og svo Magni aftur, fimmtudagurinn byrjar á fundi hjá bekknum hans Eiðs og svo leikfimi milli hálf 6 og 7, föstudagurinn byrjar á fundi hjá bekknum hans Birkis og svo erum við Pallimagg að fara á Sálina og Gospelkórinn í höllinni um kvöldið, kannski við fáum okkur eitthvað gott i gogginn áður.. laugardagurinn byrjar svo á leikfimi kl 9 og ef tíminn verður eins síðast þá fer restin af laugardeginum í að liggja einhversstaðar eða sitja og geta ekki hreyft sig og svo á laugardagskvöldið.. NICK CAVE.. Með þessu öllu saman er svo náttúrulega vinnan alla daga og heimilishald.. það reyndar verður örugglega eitthvað lítið um heimilishald.., svo þarf ég náttúrulega að vera góð við nýja fína bílinn minn, bóna hann og svona.., það var nú einhver skítafugl búinn að kúka á hann þegar ég kom út í hádeginu.. fjúhh… en mikið djö er ég glöð að vera komin í þennan kór maður, ha!!!
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni