Góð helgi að baki, byrjaði reyndar ekkert of vel, fór í leikfimi á laugardagsmorguninn og svo í vigtun og haldiði ekki að ég hafi þyngst um hálft kíló síðan síðast, reyndar var það svossem í lagi en þegar kennarinn spurði mig með ásökunarsvip hvort ég hefði verið að svindla þá leið mér eins og litlum krakka, fór alveg í mínus og sagði bara ‘nei, ég er ekkert að svindla’… sem ég hef reyndar ekki gert.. enda ekki hægt svindla í einhverju sem maður er ekki að taka þátt í! Ég fór ekki í þessa leikfimi með einhvern ægilegan kílóamissi í huga, heldur vildi ég bara sjá hvort ég gæti þetta, þ.e. mætt í leikfimi 3svar í viku og hvort ég gæti hreinlega gert það sem fer fram í tímunum. Ég er alveg að standa á mínu í þessu, hef mætt alltaf og getað það sem fer fram, ég meira að segja hugsa um mataræðið og er gjörsamlega með hitaeiningar á heilanum… ég hef verið jafn þung núna í ein 5 ár þannig að ég er ekkert að SVINDLA!!!! díses.. gjörsamlega óþolandi hvað allir eru alltaf með kíló á heilanum, ef ég, sem hef ekki hreyft mig að ráði í lengri lengri tíma, afþví að ég hef einfaldlega ekki haft heilsu til þess, og hef verið jafnþung í 5ár – þyngist skyndilega þegar ég fer að hreyfa mig og hugsa um mataræðið, þá þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það að ég er ekki að safna fitu.. eða hvað haldið þið??? díses.. og er ekki bara allt í lagi að vera með aukakíló og í góðu formi??? ég er ekki að segja að það sé allt í lagi að vera allt of feitur og geta ekki hreyfti sig.. og það er heldur ekki í lagi að vera bara smá feitur svona eins og ég og geta ekki hreyft sig.. þessvegna fór ég í leikfimi.. til að geta hreyft mig!!!!! andskotans kílóakjaftæði alltaf hreint… en já .. sorrí ætlaði ekki að missa mig svona.. áfram með helgina.. fór s.s í leikfimi, tók svo til og skrapp svo í ísabíltúr.. reyndar ekki fyrr en ég var búin að ath hvað það væru margar hitaeiningar í ís með dýfu.. ég meina, díses.. fór svo heim og eldaði lasagne, svona til að toppa „svindlið“.. Á sunnudaginn fórum við Palli og Birkir í göngutúr og löbbuðum upp á Úlfarsfell.. eins gott að ganga af sér lasanjað frá því kvöldinu áður.. og mikið djöfull er ég stolt af mér að hafa komist upp á topp!!! ég hefið ekki komist upp fyrstu brekkuna fyrir ári síðan.. Birkir minn var líka ekkert smá duglegur..labbaði alla leið upp og var ekkert þreyttur :) svo fundum við fullt af berjum og týndum ber í gulrótarpokann sem við vorum með undir nesti á niðurleiðinni… og svo um kvöldið eldaði ég grænmetissúpu… og svo heldur gellan að ég sé að svindla.. ég meinaða…
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni