Skrapp og hitti uppáhalds stelpuskottið mitt hana Sunnu Kristínu í hádeginu, hún er búin að vera lasin í heila viku og orðin frekar svona pirruð. Litli bróðir hennar hann Unnar Tjörvi skreið um allt gólf á maganum og fiktaði í öllu, hann er samt ekki óþekkur því hann er óviti – þetta sagði Sunna mér sko.. Hrafnhildur gaf mér brauð með osti og kaffibolla sem var bara ekkert daufur, ég gleymdi að segja henni það og geri það hér með. Útaf öllu þessu veikindastússi þá eru þau hætt við að fara í sumarbústað um helgina og ég er ekkert smá happí með það því þá getum við haldið í hefðina og skellt okkur í piparkökubakstur á sunnudaginn – sem er eins og undanfarin ár sunnudagurinn eftir jólahlabba hjá mér :o)Við erum semsagt að fara á jólahlaðborð með vinnunni hans Palla á morgun, á Hótel Glym í Hvalfirði. Það er mæting í rútuna kl 6 og fer rútan heim á milli 11 og 12. Svo er spáð brjáluðu veðri á þessum slóðum á morgun, reyndar verður þetta sem betur fer stuttur hvellur sem á að byrja um ..já hvað haldiði um kl 6 og hvenær haldiði að það eigi að lægja.. jú.. um miðnættið .. hressandi bara ekki satt!!En já, myndin er af henni Sunnu minni á nýja rosa fína hjólinu sem hún fékk í afmælisgjöf um dagin.. Já og eitt enn – hér með ætla ég að lifa eftir þessari setningu: Yesterday is History. Tomorrow is a Mystery, and Today is a gift. That’s why we call it the Present. Góða helgi krúttin mín..
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni