úff… allt að gerast, er í noregi á fundi hjá nýju vinnuveitendunum.. búin að fara í lest og metro og ég veit ekki hvað og hvað og allt alein.. eða sko ekki með Palla.. heldur með Óla.. er á rosa flottu hóteli, ein í herbergi.. rosa flott herbergi.. fórum í gær og kíktum á aðalgötuna, sá ekki Hákon samt, fengum okkur að borða á fridays, drukkum að sjálfsögðu nokkra öllara, fórum svo á hótelið og horfðum smá á fótbolta og svo fór ég bara í rúmið.. Dáldið skrítið að vera svona alein á hóteli.. Svo í dag var stóri fundurinn.. búið að vera rosa áhugavert og skemmtilegt, húsið sem fyrirtækið er í er nýtt og flott, svona fjögur hús byggð saman í hring og þak yfir öllu og inn í miðjunni er mötuneytið.. rosa flott, fengum rosa fínan hádmat og ég borðaði rækjur með dilli.. allt gert til að koma vel fyrir.. en fundurinn var góður, framtíðin björt og mjög spennandi og ef allt gengur eins og það á að ganga þá á eftir að vera mjög gaman í vinnunni minni í framtíðinni.. Núna er ég komin upp á hótel, er að bíða eftir að klukkan verði 5, því þá förum við, ég og allir mínir nýju samstarfsmenn, alls 15 talsins, hérna niður í lobby og fáum okkur góðan dinner og gott að drekka.. já og hvað haldiði, það vill svo skemmtilega til að einn af þessum nýju samstarfsmönnum er fertugur í dag og að sjálfsögðu býður hann í partý í kvöld.. ég ætla nú reyndar að sjá að eins til með það, er frekar svona lúin eftir allt þetta.. soldið mikið fyrir litla nesjastelpu að fara ein til útlanda, hitta nýja bossinn og allt á einu bretti.. en eins og ég segi við sjáum til… Veit ekkert hvering morgundagurinn verður, held að flugið heim sé fljótlega eftir hádegi.. En það er eitt.. haldiði ekki bara að litli guttinn(eins og við segjum hérna í noregi :o)) hennar Döddu minnar sé ekki bara að koma í heiminn, hún var skrifuð 20 des og var sett á stað í morgun.. so far no news.. Það sem ég segi .. allllllt að gerast bara…kv frá Noregi.. Kolla sæta
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni