árið..

hellú.. jæja, það er víst ekki seinna vænna en að óska ykkur Gleðilegs árs og allt það.. er eitthvað búin að vera svo voða blogglöt undanfarið.. Árið 2007 er búið að vera fínt það sem af er, búin að fara til Oslo, fara þar í fertugsafmæli og enda uppi á sviði að syngja Stál og hnífur á íslensku fyrir afmælisgesti, koma heim aftur, fara í brúðkaup og gebba tjútt brúðkaupsveislu, byrja aftur í leikfimi og fá massa harðsperrur (ahh.. gott að hafa harðsperrur), heimsækja Döddu mína og bora nefinu í hálsakotið á Kjartani, litla frænda (ekki stóra Kjartani hehehe), fara á handboltaleik og garga áfram ísland og svona, næstum því festa fína bílinn minn í öllum þessum ógeðssnjó sem er hér útumallt, komast að því að ég þarf að skipta út baðherberginu mínu ekki seinna en strax og svona ýmislegt fleira skemmtilegt og hressandi. Með þessu hef ég svo sofið, eldað, tekið til, lesið Bono bókina mína og U2 bókina mína sem ég fékk í jólagöf, leikið mér í nýju fínu tölvunni minni og allskonar.. Og það sem er á dagskránni framundan er bara kóræfing í kvöld, vinna og bara.. ég vona bara að ég þurfi að gera sem minnst svo ég geti verið heima hjá mér í rólegheitunum.. Finnst ykkur þetta eðlilegt? að vera svona heimakær að maður voni að maður þurfi ekki að fara neitt? æhj, stundum þarf maður bara að vera heima, lesa blöðin og drekka kaffi og vaska upp og svona Annars er ég bara assskoti hress, rembist vð að láta þennan blessaða snjó ekki fara í taugarnar á mér, ég er búin að sjá það að það var alveg ótrúleg heppni að alast upp á Hornafirði, þar er eiginlega aldrei snjór, kannski bara klaki út um allt en þá bara fór maður um á skautum.. talandi um Hornafjörð, ætli þessar systur mínar ætli ekkert að fara að skipuleggja þetta Hverfiskrakkagettúgeðer sem þær föttuðu upp á að halda í sumar???.. það er ekki ráð nema í tíma sé tekið sko.. :)Já og svo vil ég bara benda á það að Björninn er kominn með aðstoðarkerfisstjóra þannig að hann ætti að geta uppfært síðuna sína.. og svo eitt enn.. Toggsterinn er í prófum og bloggar því eins og vindurinn enda ekkert betra að gera.. hvet ykkur til að kíkja þangað.. og svo að lokum.. jútú klappklappklapp..jútú klappklappklapp!!! :o)

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s