hæbbnú er alveg heil vika og rúmlega það síðan að ég skrifaði eitthvað hér.. enginn að kvarta svossem yfir því.. Allt fínt að frétta, alltaf nóg að gera en samt bara allt við það sama, er á fullu að syngja í kórnum þessa dagana, er líka í Kammerkór Kvennakórs Reykjavíkur og við erum að fara að halda tónleika 25 feb í Laugarnesskirkju og bera tónleikarnir yfirskriftina „Um Ást“ og aðaláherslan lögð á madrigala tónlist, s.s tónlist frá 1500 eða eitthvað svoleiðis. Við í kórnum erum búnar að skemmta okkur mikið við það að æfa þetta, textinn við sum lögin er svo ógurlega dramatískur að það á örugglega eftir að líða yfir tóleikagesti í örvinglan.. neinei ég segi nú bara svona.. ef ykkur langar til að koma og sjá okkur og heyra, þá getiði nálgast miða hjá mér, kostar bara einn fjólubláan.. s.s 1000kall sem er gjafaverð :o) Við erum um 25 í þessum kór og ég syng 2. sópran sem er skemmtileg tilbreyting frá því að syngja alltaf 1. sópran í ‘stóra’ kórnum.. ígs, ógó gaman.. svo er stóri kórinn að fara á Skóga í æfingaferð um mánaðarmótin.. það verður líka geggjað, reyndar er eitt fúlt, ég missi af síðasta leikfimitímanum mínum hjá henni Kristínu minni.. en það verður að hafa það bara.. Svo er Eiður að selja WC pappír og eldhúsrúllubréf þannig að ef ykkur vantar svoleiðis þá er gott að hafa samband við hann, núhh eða mig ef því er að skipta.. hvað get ég selt ykkur meira, jú, ég á líka rækjur sem ég þarf endilega að losna við… fínar rækjur í beituna í veiðina í sumar.. ég er nú hrædd um það, að ég tali nú ekki um að búa til rækjusalat, algjörlega snilldin ein.. nú eða rækjukokteil.. jájá.. Annars er ég bara nokkuð góð, finnst samt eins og ég eigi að vera að gera eitthvað annað en að blogga.. hvað skyldi það vera.. ahh, jú, vinna.. ég kom víst í vinnuna til þess…………Ætla fyrst að senda ykkur mynd af mér til þess að sýna ykkur hvað ég er löt og hvað ég er mikið krútt :o).. ( hey ef ég geri broskall og svo punkta á eftir þá er það eins og slefandi broskall.. sniðugt :o)… )

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s