Vaknaði alveg eldspræk um 8 leytið og við drifum okkur í vinnuna. Maður setti sig allveg í stellingarnar, þið vitið, brosa og vera sæt stellingarnar og heilsaði svo öllu samstarfsfólkinu, núna starfa 15 manns hjá fyrirtækinu, sko 15 með okkur Óla og bara tvær stelpur í þessum hópi, ég og Tanja en hún sér um fjármál fyrirtækisins. Allt hitt eru strákar á öllum aldri, ætli sá elsti sé ekki eigandinn sem er um sextugt og svo eru allir hinir á öllum aldri þar fyrir neðan, sá yngsti líklega um 25 ára eða eitthvað þannig.. þannig að þetta er stuð, svolítið svona matsjó vinnustaður með poolborði á miðjum ganginum, ekkert eldhús, bara kaffivél.. tölvur út um allt og snúrur… æ þið skiljið, ég á eftir að sýna ykkur myndir af þessu öllu.. sem betur fer er samt ekki svona ‘nörra’ lykt hérna.. enda líka marketing strákar hérna og rakspýralyktin af þeim reddar því.. :)Annars fór dagurinn i gær bara í mikla vinnu, þegar maður er svona á staðnum þá grípa hinir mann alveg glóðvolgan og láta mann redda hinu og þessu og allt í einu er todo listinn orðinn geggjað langur.. fundirnir eru samt aðalmálið, maður forritar bara í dauða tímanum. Við semsagt unnum til að verða sex og fórum svo aftur og fengum okkur Pizzu, Birger og Christian komu með okkur, það var fínt, bjórinn er samt dýrari hér heldur en í Reykjavík, keyptum okkur einn bjór með pizzunni og hann kostaði 850kall, reyndar var það 0.6l en mér er sama,.. og svo er ætlast til að maður tippsi þjónana.. ædóntþinksó.. Svo fórum við bara heim og tjilluðum..
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni