kolla í norge – dagur 3

20. febrúar 2007 23:50 jæja, dagur 3.. úff, skítakuldi og snjókoma þegar við vöknuðum í morgun! Mættum í vinnuna um 9 leytið, unnum og unnum og unnum til 6!.. hér er ekkert verið að slaka á sko.. verkefnin eru endalaus en sem betur fer spennandi þannig að manni leiðist ekkert. Ég er nú samt með smá heimþrá, er ekki alveg að fíla að vera svona alein án strákanna minna, skrítið að þurfa bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.. vildi að þeir væru allir hérna hjá mér svo ég gæti knúsað þá svolítið, og jájá, ég veit, bara 3 dagar liðnir og allt það en samt, þegar maður er ekki vanur svona þá er það bara heilmikið mál!.. En allavega, eftir vinnu fórum við og ætluðum að finna sportbar sem við sáum á sunnudaginn við Ullevål sem er þjóðarleikvangur norðmanna og heimavöllur Lynn í fótbolta. Það gekk nú ekki betur en svo að við fundum ekki barinn og þurftum því að taka lestina niður í bæ og finna bar þar. Fyrst fórum við á TGI Fridays og ég fékk mér alveg guðdómlega kjúklingasamloku (no tomato, less majo.. ) og alveg himneskar franskar.. svo fórum við á Liverpoolbarinn hans Óla og horfðum á Real Madrid – Bayern Munchen, þar sem Beckham fór á kostum í fyrrihálfleik. Mark -sem vinnur hérna með okkur er þýskur og heldur með Bayern í þokkabót þannig að hann mátti alls ekki missa af þessum leik og auðvitað fylgir maður með eins og hvert annað viðhengi.. Eftir leikinn fórum við heim, í skítakulda. Ég hélt að alltaf þegar maður færi til útlanda, þá væri gott veður og bjórinn ódýr.. en nei, það er sko ekki þannig í Noregi!! Hér borgar maður 700 kall fyrir flöskubjór á pöbbunum og fær ekki einu sinni glas með og svo hitinn úti er mínus 10 gráður… En hér er ég, med eldrautt nef í skítakulda á leiðinni á TGI Fridays downtown Oslo… alltaf svo sæt, meira segja með eldrautt nef…

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s