kolla í oslo – dagur 4

jæja, þá er dvölin hérna hálfnuð og hitinn, eða ætti ég að segja kuldinn, var -13 gráður þegar þegar við vöknuðum.. hressandi svo ekki sé meira sagt. Mér finnst samt kuldinn einhverveginn kaldari hérna heldur en heima, heima er hann einhvernvegin mildari, strákarnir hérna hlægja bara að mér þegar ég er komin með fínu ullarhúfuna á hausinn og búin að vefja rauða sjalinu mínu utan um hausinn á mér, þeir segja að það sé „no way to get cold with equipment like these“… Well I prooved them wrong .. Það eina sem hægt er að gera í svona kulda er að vinna sér til hita og við gerðum það svo sannarlega, hér eru allir að fatta hvað við erum mikilir snillingar við Óli þannig að verkefnum er hrúgað á okkur hægri vinstri. Ekkert kannski við það að athuga, betra að hafa nóg að gera heldur en lítið og ekki er ég komin hingað í heila viku til að gera ekki neitt!!Alllllavega.. Við lukum vinnudeginum um 6 og drifum okkur þá aðeins heim með tölvurnar og svo var haldið niðrí bæ og kjúklingasamloka dagsins var í boði Hard rock.. ansi fín samloka en það besta af öllu var natchosið sem við fengum okkur í forrétt.. sjitt hvað það var gott, eins gott að Hard rock er ekki lengur á Íslandi því þá væri ég alltaf þar á laugardögum að éta natchos… ´Þegar við vorum búin að borða fórum við á Liverpoolbarinn til að horfa á leikinn. Áttum fótum okkar fjör að launa á leiðinni því það hafði kveiknað í einhverjum veitingastað rétt hjá og allt fylltist af brunabílum á nótæm.. Það er eitt sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér á meðan ég hef verið hérna í Noreg og það eru gangbrautarljósin. Á Íslandi er einn rauður kall og einn grænn.. ok, það er ekki flókið einn til að segja fólki að stoppa og einn til að segja því að labba yfir. EN hér í Noregi þá eru tveir rauðir kallar og einn grænn???? hvað er það, afhverju þurfa að vera tveir rauðir?? meiga bara tveir labba yfir í einu?? ég skil þetta ekki. Þeir koma á sama tíma og fara á sama tíma.. ég bara skil þetta ekki. Það hafa komið margar hugmyndir afhverju þetta sé en engin veit þetta í raun og veru!!.. en ég skal komast að þessu!!!!Aaaaalllllavega, við fórum á liverpoolbarinn en hann var troðfullur þannig að við fórum á einhvern annan sportbar og horfðum á leikinn. Ég var svo ótrúlega heppin að það var verið að sýna Inter-Valencia á öðrum skjá þannig að ég gat fylgst með báðum leikjunum. Ég reyndi eins og ég gat að halda með Liverpool fyrir Óla en ég verð bara að viðurkenna að ég hélt meira með Barcelona… og svo jafnaði bara helv Valencia.. ekki alveg minn dagur í boltanum.. ég var orðin svo þreytt þarna á barnum að ég rétt gat haldið mér vakandi á leiðinni heim og fór svo beint að sofa þegar við komum heim. Óli og Mark sátu og skáluðu í viskí eitthvað frameftir…Hér er mynd af mér fyrir framan svona gangbrautarljós, reyndar er hún svolítið hreyfð, Óli ætlaði að taka af mér mynd þar sem rauðu kallarnir tveir sæust en svo breyttist ljósið rétt áður en hann smellti af og hann hló svo mikið að myndin er öll hreyfð.. en mynd er alltaf mynd ekki satt.. ein góð pylsa er alltaf ein ein góð pylsa…

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s