jæja, ég er komin heim.. 6. dagurinn hófst með fundum og enn meiri fundum.. var reyndar fínt og mörgum spurningum svarað.. vorum í vinnunni alveg ti hálf 5. Þá var kominn tími til að fara heim og græja sig fyrir kvöldið. Við fórum á arabískan veitingastað með nokkrum vinnufélögum og fengum okkur að borða. Fengum frábæran forrétt, alveg geggjað marakóskt rauðvín og ágætan aðalrétt. Alveg rosa fínn staður, við sátum á gólfinu við lág borð og svo kom magadansmær og dansaði fyrir okkur. Þjónustan var frábær og kaffið var magnað og félagskapurinn frábær. Ég og strákarnir fórum semsagt svo á pöbbarölt, fórum fyrst á írskan bar og enduðum á skoskum.. dönsuðum og drukkum og rosa fjör.. fínt að fara á djammið í Osló, bannað að reykja á pöbbunum og þegar ég vaknaði þá var ekki þessi tíbíska djammfíla af öllu… þannig að ég bara hlakka til þegar lögin taka gildi 1.júlí!Við flugum svo heim á laugardaginn kl 12 – þurftum að millilenda í stokkhólmi.. þannig að flugið tók ‘bara’ 5 tíma.. Þegar ég kom heim fór ég beint í 1.árs afmælisveisluna hans Unnars Tjörva kollukúts.. ótrúlegt að barnið sé að verða eins árs.. Dagurinn í dag fór svo í að syngja á tónleikum, kammerkór kvennakórs reykjavíkur hélt þessa líka fínu tónleika, tókust ótrúlega vel og alveg rosalega gaman að syngja.. við erum í skýjunum með þetta allt.. svo er góugleði hjá kórnum í kvöld, ég ætla að sleppa henni, mamma ætlar að koma til mín og svo verð ég með kórnum alla næstu helgi… og ég vil vera heima hjá strákunum mínum.. og svo er það bara vinnan á morgun.. stanslaust stuð alltaf hreint!!!
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni