hæbber ekki alveg að rokka í blogginu þessa dagana, það er bara eitthvað svo mikið að gera, samt gerist ekki neitt einhvernvegin.. var að fatta það bara áðan að mars er hálfnaður.. það verða komin jól áður en maður nær að líta við!Allavega, fór í ræktina í gær og get varla pikkað, er dauð í höndunum.. held að það sé morgunljóst að það verður farið í pallatíma í dag en ekki þrek og þol.. Í kvöld er svo loksins komið að því að við frænkurnar hittumst.. já, við ætlum að hittast á kaffihúsi!!! ég ætla að meira að segja að skrópa á kóræfingu.. allt gert til þess að hitta frænkurnar.. enda eru þær svo skemmtilegar.. að ekki sé talað um okkur systurnar, konur gerast nú bara ekki skemmtilegri.. Annars erum við bara í góðum gír, allt gengur sinn vanagang, brjálað að gera í vinnunni alltaf og bara.. ég held að ég fái mér bara beyglu í hádegismat!
Uppfært kl 19:23Ertu ekki að grínast hvað þetta var geggjaður tími.. þokkalega sem það lak af manni lýsið.. shjæse.. djöfull ætla ég að fara aftur í svona tíma, við Heiða gjörsamlega rússstuðum þessu að sjálfsögðu, þokkalega sem ég ætla að mastera þetta og verða snillingur í þessu palladæmi, er nú ekkert alveg best í heimi í þessu.. en ég verð best!!!en núna er ég gjörsamlega uppgefin.. og á leið á kaffihús.. kannski ég fái mér bara köku, ég á það alveg inni heldég..