lífið í norge..

ómægad, ég fór semsagt á fótboltaleik í gær Lyn vs Vålerenga og það er skemmst frá því að segja að það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel.. Indriði Sig og Stefán Gísla spila með Lyn og Árni Gautur er í markinu hjá Vålerenga.. þessi lið eru bæði frá Osló og mikill rígur á milli þeirra, svona svipað og milli Hauka og FH, þannig þetta var rosa mikið stuð. Ég fór fyrst með Birger á barinn sem allir áhangendur Lyn hittast fyrir leiki og við fengum okkur tvo bjóra eða svo og svo skelltum við okkur á leikinn. Þar hittum við Björn, eiganda ESP og konuna hans og tvær litlar frænkur, þau voru öll í rauðu og hvítu (fötum sko, ekki víni) með hatta og allt svona eins og það á að vera, mér leið hálf illa bara í svörtu.. Allavega ég hélt að sjálfsögðu með Lyn eins og þau hin og öskraði næstum úr mér röddina.. féll alveg fyrir leikmanni nr.15 hjá Lyn sem er alveg ótrúlega góður 17 ára strákur, eldsnöggur á kantinum og alveg frábærlega góður.. Lyn hefur ekki tapað fyrir þessu liði í 20+ ár, bara gert jafntefli eða unnið þannig að ég var skíthrædd um að þeir myndu tapa, því þá hefði mér verið bannað að fara aftur á leik.. sem betur fer fyrir mig þá var markalaust jafntefli þannig að ég fæ að koma með næst.. leikurinn fór fram á Ulleval sem er þjóaleikvangur norðmanna, í göngufæri frá íbúiðnni okkar, þannig að þegar leikurinn var búinn þá rölti ég heim með Birni og konunni hans, í geggjuðu veðri og átti við þau gott spjall á leiðinni.. og ég get sagt ykkur það að ég var alsæl þegar ég kom heim.. Annars er dagurinn í dag búinn að einkennast af endalausum fundum og ég fékk góðar fréttir sem ég segi kannski frá seinna.. .. en svona í lokin þá er hér mynd af Steinari, sem er forritari eins og ég, drekkandi viskí í vinnunni.. reyndar er tappinn á flöskunni en hann er með viskí í glasinu sínu, enda drekkur maður nú ekki rándýrt 16 ára viskí af stút, það vita nú allir..  tjá, svona er nú lífið í Norge..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s