jæja, ég er komin heim eftir frábæra ferð til Eyja. Þróttur fór með 4 lið og voru 9 fararstjórar sem fylgdu þeim þannig að þetta var ansi góður hópur. Ég sá um liðið sem Birkir var í D-liðið ásamt Gísla, einum pabbanum og gekk allt saman alveg hreint prýðisvel. Liðið varð í 2 sæti á mótinum og verður það að teljast alveg hreint frábær árangur. Þeir voru alveg til fyrirmyndar, innan vallar sem utan, stilltir og prúðir og bara alveg hreint frábærir og ég er endalaust stolt af þeim, átti alveg nokkur móment þar sem tárin runnu af stolti :o)Við lögðum af stað heim með Herjólfi kl 23 á sunnudagskvöld, strákarnir alveg dauðþreyttir og sofnuðu hist og her um bátinn og vorum við komin heim í rúm um hálf 4. Ég var sem betur fer í fríi í gær, svaf til hádegis, sat aðeins á svölunum í sólinni, lagði mig svo í tvo tíma og grillaði svo kótilettur.. Við Birkir ætluðum að fara í sund, en hann var svo upptekin af því að leika við strákana að hann mátti ekkert vera að því að fara í sund, ég var reyndar hálf fegin, enda hálf eitthvað dösuð og þreytt.. Núna er ég hinsvegar komin í vinnuna, hress og kát að vanda og næsta mál á dagskrá er að stjórna eitt stykki brúðkaupi hjá Döddu og Binna, þessi vika á að fara í það að skipuleggja og græja og gera fyrir það allt saman, semja ræðuna, græja dressið á alla og svona.. alltaf nóg að gera.. næsta vika er svo ekki neitt plönuð! Sem er gott!!.. kannski ég geti bara farið í leikfimi nokkrum sinnum í næstu viku.. eins gott að drulla sér þangað svo maður breytist ekki aftur í blobb.. svo langar mig líka í smá útilegu með strákunum mínum eða eitthvað.. svo ætla ég á Esjuna áður en sumarið er á enda.. það er klárt!Þannig að ég er hress..
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni