Ítalskt fótboltapasta sem er FÓG

Matarblogg tvo daga í röð.. duglega stelpan.. æ, ég get bara ekkert að því gert ég er bara svo mikill snilldarkokkur ..
ókey.. geðveikt gott .. og klárlega FÓG, kostar svona 12-1500kall í þetta..
Sá svipað þegar Dagur B Eggerts var að elda hjá Rikku, mér hefur alltaf langað í eitthvað svona, það er bara eitthvað við ólífuolíu, spaghettí, svartan pipar og parmessan..
nafnið er komið vegna þess að ég er búin að elda þetta örugglega þrisvar á meðan HM í fótbolta hefur verið, svo er þetta einfalt og Ítalskt og Ítalía og fótbolti og HM.. eruði að fatta.. ?
etta þarftu fyrir 4 -5
Spaghettí, við notum svona 700 gr
einn Kúrbítur ( púnktur net.. heheheh djók)
ein askja af Flúðasveppum
ein eða tvær rauðar paprikur
2-300 gr beikon
eitt, tvö hvítlauksrif
svartur pipar
ólífuolía
salt
parmessan ost

Þetta geriru:
Byrjar á því að setja vatn í pott fyrir spaghettíið.
á meðan vatnið hitnar, sker maður kúrbít í sneiðar, paprikku í bita og sveppina.. tja bara eins og maður vill, ef þeir eru litlir þá bara í tvennt..annars í sneiðar.. bara vottever.. og svo hvítlaukinn í smátt.
næst skellir maður grænmetinu á pönnu og steikir það i ólífuolíu, þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir þá er örugglega vatnið soðið, þá setur maður salt í vatnið og slurk af ólífuolíu og svo að sjálfsögðu spaghettíið og maður sýður það bara eins og pakkinn segir og hrærir reglulega í
þá er komið að beikoninu, ég klippi það í svona þrjá parta og steiki það sér á annarri pönnu og set það svo í skál
þegar spaghettíið er soðið, hellir maður vatninu af, tekur svo grænmetið af pönnunni og bætir smá olíu í olíuna sem er á henni fyrir.
Næst setur maður spaghettí útí, veltir því uppúr olíunni og hellir svo grænmetinu yfir og blandar létt saman
þetta er svo borðað með bestu lyst, beikoni útá ..svona fyrir þá sem það vilja, nýmöluðum svörtum pipar góðum slatta af nýrifnum parmessan..
Að lokum: Sko, ef að allir myndu borða beikon á heimilinu, þá myndi ég steikja þetta allt saman, en þar sem Palli borðar ekki beikon og Birkir borðar bara grænmeti, þá er geri ég þetta svona, þetta er ótrúlega fljótlegt, tekur í raun bara tímann sem það tekur að sjóða spaghettí, svona 20-30 mín.. og þetta er fáránlega gott!

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt í Maturinn, spaghettí og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s