Emma öfugsnúna aftur…

Hmm.. mætti halda að maður væri algjör byrjandi í þessu bloggstússi.. ég eyddi óvart út þessari færslu.. þannig að ég set hana inn aftur.. .. veit ekki afhverju en mér dettur alltaf Hrafnhildur systir í hug þegar ég heyri minnst á Emmu öfugsnúnu, ekki það að Hrafnhildur sé alltaf öfugsnúin, hún átti bara bókina um hana Emmu þegar hún var lítil .. Hrafnhildur er best.. er í sumarfríi í dag og á morgun, er búin að vera eitthvað svo öfugsnúin og ómöguleg og ætla að nota þessa daga til að hressa mig aðeins við, enda á ég inni þetta frí og mjög bissí tímar framundan í vinnunni þannig að ég greip bara gæsina.. Strákarnir mínir fóru í skólann í morgun, jésús hvað ég á orðið stóra stráka, litla barnið mitt að fara í fyrsta ensku tímann í dag, sko ENSKU tímann.. ég verð farin að kenna honum að einangra exið áður en ég næ að snúa mér við.. við erum sko að tala um LITLA barnið mitt hérna.. ég fékk eitthvað svona smá svona „heyrðu róum okkur aðeins“ tilfinningu í gær þegar þeir fengu stundartöfluna.. æ þeir eru bara svo mikil krútt eitthvað.. þeir voru búnir að vera á fullu allan þriðjudaginn að taka til í herbergjunum sínum og svo þegar ég kom heim úr vinnunni og leikfimi, þá var Eiður búinn að gera allt rosa fínt í eldhúsinu og taka til og ryksuga alla íbúðina líka.. þeir eru langbestir og flottastir, á því er enginn vafi!Við fórum svo og keyptum skóladót í gærkvöldi, sjæsh.. fórum í Office1 að sjálfsögðu og það var ekkert smá mikið að gera hjá þeim enda er Palli búinn að vera á haus, verið að vinna fram á nótt undanfarna daga og bara .. allt að verða vitlaust.. hann er svo að fara í enn eitt atvinnuviðtalið á eftir..  Annars ætlaði ég bara að óska henni Ásdísi minni til hamingju með afmælið, hér skín að sjálfsögðu sólin henni til heiðurs.. Til hamingju með daginn dúllan mín og ég sakna þín ótrúlega, ég treysti því að Mike og krakkarnir beri þig á höndum sér í dag, sem aðra daga því þú átt ekkert minna skilið.. Kossar og knús yfir hafið frá mér og Palla okkar..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s