Pestókjúlli

jæja…Ég er að spá í að prófa smá svona nýtt.. málið er að ég er alltaf að elda eitthvað og stundum veit ég aldrei hvað ég á að elda .. þessvegna er ég að hugsa um að græja svona smá matarblogg. Ég er búin að búa til svona flokk sem heitir maturinn og allt matarblogg verður undir þeim flokki, kannski getur fólk sem les þetta því notað uppskriftirnar sem ég skelli hérna inn og þetta hjálpar mér að sjá hvað ég er stundum sniðug í eldhúsinu og hjálpar mér að muna góðar uppskriftir.. ég er nottla með stórkoslegar hugmyndir um að forrita massa uppskriftarvef en tja.. ég hef bara ekki haft nennu eða tíma eða þið vitið.. ég hef bara ekki drifið í því, en kúvahh, ekki fyrr en hinn daginn.. Allavega, fyrsti maturinn sem fer hingað inn er uppskrift af matarvefnum hennar Heiðu sys, ég var einhvernvegin ekki í neinu matarstuði afþví að Birkir bakaði þessa fínu kanilsnúða í dag og við eitthvað hálf södd bara ennþá eftir þá.. þannig að ég eyddi örugglega tvem tímum að skoða uppskriftir á netinu til að fá einhverjar hugmyndir, langaði helst í súpu eða eitthvað svona létt.. en endað náttúrulega á besta uppskriftavefnum í bænum, þessum hér og fann þessa fínu kjúllabringuuppskrift.. sem ég og eldaði og kom þokkalega vel á óvart, þar sem það eru hellings af tómötum í þessum rétti og ég sko borða ekki ferska tómata.. en ómg hvað þetta var algjör snilllllld.. Ég veit að þetta er soldið svona stolin uppskrift en mér er alveg sama því þetta er svo gebba gott maður..
Svona eldaði ég þetta..
Fyrst bakaði ég brauð – þetta brauð gengur eiginlega undir nafninu Massabrauð Kollusætu.. og ég baka þetta rosa oft með mat..
stuffið:
4 bollar hveiti (1 bolli = 250 gr)
4 dl vatn (2 kalt og 2 vel heitir úr krananum)
2 tsk ger
dass af salti (2 tsk)
dass af sykri (1 msk)
slumpur af ólífuolíu ( jahh.. 1/2 dl eða eitthvað bara svona slumpa tvo hringi í skálina..)

Svona geri ég..
fyrst vatnið í skálina (á að vera svona 37°heitt, ég set bara helming af köldu vatni og helming af heitu og þá er maður sirka góður)
svo gerið
svo olíu, sykur og salt
og svo bara hveitið
svo hnoða og láta hefast í ca 40 mín búa til tvö brauð og láta hefast aftur í svona 20 mín baka svo við 210° í svona 15-20 mín eða þar til að það er orðið ljósgullið..

Pestókjúlli f.4
stuffið:
4 kjúllabringur
1 dolla grænt pestó
hálf dolla af fetaosti
10 tómatar
2 msk ólífuolía
1 dl rauðvín
salt + pipar

svona geri ég..
Tómatarnir skornir smátt og settir í eldfast mót
2msk pestó, olíu og rauðvíni hrært saman og sett útí tómatana og kryddað með salti og pipar
bringurnar smurðar með pestói, tómötunum ýtt til hliðar og bringurnar settar í miðjuna og muldum fetaosti stráð yfir. Ég setti þetta inn í ofn í 30 mín við 200°.

Og.. Ok, þetta er fáránlega einfalt og gebba gott og ekki spillir fyrir að maður þarf að sjálfsögðu að klára rauðvínsflöskuna.. slurp! já, og maður þarf ekkert annað með þessu ef maður er með brauð því tómata jukkið er alveg hellings meðlæti, ég var að spá í að gera eitthvað kúskús með þessu en nennti því ekki, enda þurfti ekkert kúskús.. já og svo með brauðið, ég er með eitthvað thing fyrir að pensla brauð með olífuolíu og strá maldonsalti yfir áður en það fer inn í ofn og gerði það í kvöld.. og það sem best er, ég henti í brauðdegið og lét það hefast á meðan ég fór og keypti bringurnar..
veislumatur og ekkert mál.. og meira að segja strákunum fannst þetta gott, þó svo Birkir hafi tilkynnt það hátt og snjallt að hann borðar sko ekki Pestó!!!
Shæsh.. þessi matur er sko algjör sniiiihhhhild..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Maturinn. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s