Osló dagur 1

jæja, ég er komin ‘heim’ í Osló, í rúmið mitt í mínu herbergi, Mark og Óli eru hálf sofandi yfir einhverjum dýralífsþætti í sjónvarpinu.. ég nennti ekki að hanga yfir þeim þannig að ég fór bara inn í rúm, enda ekki fyrir fullorðið fólk að vera vaknaður klukkan hálf fimm á morgnanna, ná í Óla sem svaf yfir sig, bruna út á flugvöll og beint upp í troðfulla flugvél af allskonar skrítnu fólki, hoppa og skoppa í lendingunni, þurfa svo að bíða heiiiilllengi eftir 20 kílóa ferðatösku, dröslast svo með hana í fluglestina, svo í aðra lest og svo rölta með hana í eftirdragi upp á skrifstofu, fá svo nýja tölvu þar sem allt var í skralli af því að einhver skrifaði homportal en ekki homEportal, laga það allt saman þegar villan loksins fannst, fara þá á 2 tíma fund og ég veit ekki hvað og hvað, allt þetta og vera bara búin að borða flugommilettuna allan daginn.. fórum svo þegar klukkan var hálf 6 í búð, keyptum okkur mjólk og brauð og jógúrt, svo á Peppers í Rio Grande pizzu og bjór og svo bara heim.. og ég er dauðuppgefin og, eins og áður sagði, komin upp í rúm.. ætla hringja í kallana mína og kíkja svo kannski á mynd í tölvunni.. svona ef ég tóri eitthvað fram eftir.. tjá, það er sko stuð í Osló..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s