jæja… Dagur 2 að kveldi kominn, ég er að stelast á þráðlausa netið hjá nágrannanum, okkar net er eitthvað bilað en vonandi kemur einhver kall að laga það á morgun..Dagurinn í dag fór í fundi, en ekki hvað.. reyndar gat ég unnið smá líka sem er gott því af nógu er að taka. Við þremmenningarnir fórum svo á Aker brygge til að fá okkur að borða, fórum á Fridays og ég fékk mér kjúllasamloku.. var að slafra þessu í mig á meðan Heiða mín var á fyrsta tímanum á námskeiðinu okkar, öfunda hana bara eiginlega. Allir í vinnunni eru geðveikt spenntir fyrir föstudeginum, þá verður óvissuferð hjá okkur, eina sem við vitum er að við eigum að mæta með sundföt, skó sem eru ekki með svörtum sólum, vatnsheld föt og spariföt þannig að allir keppast við að koma með uppástungur um hvað við verðum látin gera, rosa gaman og allir kexruglaðir í öllu annríkinu sem er vinnunni. Ég skemmti mér auðvitað konunglega, mér hefur aldrei leiðst svona stress og hamagangur og í rauninni er bara gebba stuð á meðan ég er í vinnunni en svo þegar vinnan er búin og við búin að fá okkur að borða og komin heim, þá eiginlega leiðist mér, mig vantar að hafa kallana mína í kring um mig, vantar sárlega Eið til að minna mig á hvað ég er lítil og Birki til knúsa mig, svo ekki sé nú minnst á Palla minn… ekki að það sé einhver blús í mér, síður en svo en bara.. ég sakna þeirra!Ætla að koma mér undir sæng og kannski kíkja á eina mynd.. svona ef ég nenni.. ástarkveðjur frá Norge..
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni