Oslo – dagur 3

jæja, þið eruð örugglega farin að sakna mín er það ekki.. Dagurinn í gær var ‘unniðfyrirkaupinusínuogrúmlegaþað’ dagur, við vorum í vinnunni til hálf 9, fengum okkur pizzu hérna á skrifstofunni með Steinar og unnum og unnum… Þegar við komum heim var veðrið algjört æði, myrkrið að skella á og ljósadýrð á himninum þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að skella sér út á svalir með bjór og spjalla sem við og gerðum þar til að ég nennti ekki lengur og fór inn í rúm, las einn kafla í bókinni minni og var farin að hrjóta áður en ég vissi af.. þannig var nú sá dagur :)Ég sagði ykkur frá partýinu sem verður á föstudag, allir eru orðnir voða spenntir og keppast um að geta uppá hvert við erum að fara, Mark er með bestu tillöguna hingað til, siglingu á firðinum á skútu með sundlaug.. það væri nú ekki slæmt þar sem það er spáð bongóblíðu hér um helgina, kannski maður geti unnið aðeins í taninu og svona svo maður verði enn sætari þegar maður kemur heim.. aldrei að vita.. En bara svo þið vitið það þá er ég gebba bissí og má sko ekkert vera að þessu bloggi, svona er ég nú góð við ykkur, fórna mér fram í rauðan dauðan fyrir adáendur mína .. thíhíhí..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s