jámm núna er ég búin prófa að eyða helgi í Osló.. kannski ég byrji á að segja ykkur frá föstudeginum, hann var vægast sagt frábær! Við byrjuðum á siglingunni, ég skemmti mér konunglega, við kepptum tvisvar, reyndar var svolítið mikið logn í fyrstu keppninni, mér fannst það reyndar bara fínt, ég var nebbblega smá svona stressuð yfir þessu.. við unnum auðvitað en svo töpuðum við hinni keppninni en ég vil meina að okkar sigur vóg þyngra afþví að það hlýtur að vera erfiðara að sigla í logni .. í rokinu fór okkar bátur næstum því á hliðina og ég varð skíthrædd og skipperinn gargaði og gólaði, honum hefur örugglega ekki litist á svipinn á mér því hann sá ástæðu til þess að láta mig vita að ég þyrfti ekki að vera hrædd þegar hann væri að garga þetta, hann gerði þetta bara ósjálfrátt.. en ég var náttúrulega ekki hrædd við hann heldur hélt ég að báturinn væri að fara á hliðina, mér var svo sagt þegar við vorum hætt að sigla að það væri ekki hægt að velta svona bát, eitthvað sem hefði verið gott að vita dáldið fyrr.. En allavega, ég lifði þetta af og þetta var bara þokkalega gaman og allt. Svo var okkur boðið á eitthvað hótel og þar höfðum við einn sal útaf fyrir okkur, þar var innisundlaug og tveir heitir pottar, kampavín og ávextir, sloppar og inniskór, alveg ótrúleega næs, strákarnir misstu sig alveg og fóru í vatnsstríð, flestir enduðu ofaní lauginni í sloppunum og svona þannig að þetta var rosa stuð.. svo fengu allir aroma therapy nudd og ómg það var geeeeeðveikt!Þegar þetta allt var búið og allir orðnir fínir og sætir var okkur boðið á veitingastaðinn á hótelinu, fengum fjögrarétta máltíð og nóg að drekka þannig að stuðið var í botni.. svo fórum við í eftirpartý til Steinars, pöntuðum pizzu og kjöftuðum og dönsuðum og sungum þar til við fórum heim um hálf 4 leitið.. gebbbbba kvöld… Laugardagurinn var rosa fínn, dálítil þreyta í gangi en sama sem engin þynka þannig að við drifum okkur með Tönyu í bíltúr, skoðuðum Holmenkollen og svona og fengum okkur svo að borða á litlum og ótrúlega góðum mexíkönskum staðSvo í gær fórum við Tanya og skoðuðum safnið í Bygdö, ég hef ekki hugmynd hvernig það er skrifað en allavega.. röltum þar heillengi, rosa gaman að koma þangað og svo fórum við í einhvern garð sem er fullur af styttum og fengum okkur ís þannig að ég átti alveg frábæran dag, Tanya er líka svo skemmtileg og getur sagt manni frá öllu, ég er búin að lofa henni því að þegar hún kemur til Íslands þá fari ég með henni austur til að sýna henni fallegustu sveit í heimi og finna besta loftið, smakka best grillaða lambalæri í heimi, grillað af besta og flottasta kokki í heimi og svona fleira skemmtilegt :)
Og núna þarf ég að vinna, þurfti bara aðeins að hvíla heilann með bloggi.. Ástarkveðjur úr rigningunni í Osló..
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni