KKK (kjúlli, kartöflur, kaka)

jæja, ég er komin heim, kom á seinnipartinn á föstudag, síðustu dagarnir í osló fóru bara í vinnu, borðaði með Tanyu á miðvikudaginn, ekkert smá gott, við fengum okkur hvítvín með og öl í eftirrétt, sátum úti a verönd og kjöftuðum til 11 eða eitthvað, Óli var í golfi.
Allavega, ekkert smá gott að sjá kallana mína alla þrjá þegar ég kom heim, við Birkir bökuðum saman pizzu en Eiður fór að sína strákunum nýja símann sem ég gaf honum, sá gamli var alveg ónýtur..
laugardagurinn fór að mestu í leti, ég sat bara og strauk Palla mínum og naut þess að knúsa hann, strákarnir fóru út, ég las blöðin og bara.. keypti lambahrygg og eldaði með sveppasósu og öllu tilheyrandi um kvöldið, ég sofnaði svo í sófanum um 9 leitið, ég ætlaði að fara til Döddu í partý en ég bara svaf…
í dag er ég svo búnin að gera næstum því það sama og í gær, hafði það af að taka upp úr töskunni og er að þvo, svo eldaði ég þennan líka svaka góða kvöldmat.. jamie oliver kjúlla, kartöflur og svo bakaði birkir gulrótarköku í eftirrétt..
kjúllinn hans jamie..
sko, þessi uppskrift er upphaflega úr jamie oliver uppskriftabók sem heiða systir gaf mér einu sinni. ég skrifaði einu sinni upp þessa uppskrift og sendi hana á kúrbítinn og þið getið bara lesið hana þar en hér er mynd af kjúllanum.. slurp..
kartöflurnar..
hornafjarðarkartöflur, skornar í helminga og raðað í eldfast fat, penslaðar með ólífuolíu, tsjoppuðu rósmaríni stráð ofaná og maldonsalti og örlitlu hvítlaukskryddi, reyndar slumpaði ég smá meiri ólífuolíu í formið.. sett inn i ofn og bakaði í 40 mín.. geeehhheðveikt góðar kartöflur..
gulrótarkakan..
birkir er ótrúlega duglegur í eldhúsinu og hann ákvað að baka gulrótarköku í eftirrétt.. Stöffið:
4dl hveiti
3dl sykur
4 egg
6dl rifnar gulrætur
2tsk matarsóti
2tsk kanill
2dl sólblómaolía – við notuðum bara iso eitthvað
1tsk kardimommudropar
þetta gerði hann:
fyrst seturu egg og sykur og hrærir saman þar til það er létt og ljóst.
síðan setur maður öll hin hráefnin saman og hrærir þar til að það verður eins og grautur. sett 2 form og bakað í 40-45 mín við 180°.
krem
6dl flórsykur
80gr smjör
7msk rjómaostur
3tsk vanillusykur
dass af sítrónusafa
sykur og smjör hrært, hitt sett útí og hrært.
Sko… ….eiginlega er þessi kaka 2 kökur, tveir botnar, en formin sem ég á eru svo stór að hver botn verður alltaf svo þunnur og því set ég þetta bara saman í eina köku og set smá krem á milli. Birkir ákvað líka að prófa að setja smá sítrónusafa útí kremið, það vill nefninlega verða soldið of sætt, en eins og Birkir orðaði það.. “ með dassi af sítrónusafa þá er það gebba.. “ þetta er uppáhalds kakan hans Eiðs og hann brosti hringinn þegar hann kom heim og sá að litli bróðir var búin að baka.. þetta eru snillingar..
Æhj hvað það er nú gott að vera komin heim….

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt í Bakstur, kartöflubátar, Kjúlli, Maturinn og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s