Hamingja..

já langt síðan síðast.. allt gott að frétta héðan, alltaf nóg að gera, vinnan, kórinn, heimilið, ræktin, þetta er nú svona það sem lífið mitt gengur útá, svona eins og hjá flestum, ekkert að frétta þannig.. Birkir minn meiddi sig í gær, var að leika sér í rennibrautinni á skólalóðinni og tókst að rífa af sér nöglina á litlutá, hann var sko í leiknum Skrattinn og þá er best að vera berfættur… einhverjar skrúfur standa út úr rennibrautinni og geta allir meitt sig þokkalega á þeim og þar sem að yngstu krakkarnir í skólanum leika sér alltaf þarna í frímínútum og Birkir vill nú ekki að litlu börnin meiði sig, þá sendi hann skólastjóranum tölvupóst í gærkvöldi þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á rennibrautinni! Skólastjórinn svaraði honum svo í morgun og lofaði að láta laga brautina.. Hann er snillingur hann Birkir minn..Við Eiður eyddum helginni á Miðbraut 21 á Seltjarnarnesi. Hrafnhildur og Bjössi voru að fá afhenta nýju íbúðina sína og það þarf að mála og græja og gera og við Eiður mættum með uppbrettar ermar, vorum þar allan laugardaginn, ég málaði og Eiður passaði krakkaormana með annarri og málaði með hinni, Gísli Tjörvi var nefninlega í skátaútlegu.. svo í gæri fórum við og máluðum helling og tókum svo krakkaskarann með okkur heim og ég eldaði kjúlla og bauð svo öllum í mat.. æhj þau eru best..Hamingjuklumpurinn í hjartanu mínu er stór eftir þessa góðu helgi, held að það sé bara af því að ég á bestu fjölskyldu í heimi!Nú þarf ég bara að komast í Nesin í nokkra daga til að fylla lungun af nesjalofti og þá er ég reddí fyrir veturinn!!!

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s