kollufajitas..

já.. nú verð ég bara að tjá mig aðeins..
ég var nebbla að elda svo geðveikt góðan mat.. Forsagan er sú að ég er nýbúin að fatta fajitasið á Serrano og ég segi og skrifa að það er besti skyndibiti í heimi!!.. ekkert flóknara en það, ég þarf alveg að halda í mér að borða ekki þar á hverjum degi .. ferska salsað hjá þeim er æði, og við erum að tala um ferska tómata hérna og ég borða ekki einu sinni tómata..
Allllavega.. þegar ég hef búið til svona fajitas, þá hef ég alltaf notað eitthvað pakkadót, svona fajitas mix, en ég hef einhvernvegin aldrei verið neitt sérstaklega ánægð með það.. Þannig að ég fór að skoða uppskriftir á netinu og eftir smá grúst fattaði ég upp á minni eigin uppskrift, ég á nú örugglega eftir að betrumbæta hana
hérna er fyrsta draft af kollufajitas..
stöffið sem ég notaði:
kjúllinn
4 kjúllabrjóst
góður ólífuolíuslumpur
sojasósuslumpur
tveir rauðir fræhreinsaðir og saxaðir chillipiparar
2 góðar teskeiðar af paprikudufti
3 teskeiðar cumin krydd
1 tsk sítrónupipar
hanagoggur (pico de gallo)
4-6 tómatar (sko ferskir! )
1 laukur
1 og hálfur rauður chilipipar
hvítlaukskrydd
koriander
smá maldonsalt og svo ..
fajitaskökur
iceberg
paprika
rauðlaukur
sýrður rjómi.. what ever you fancy..
og þetta gerði ég..
kjúlla prepp:..hrærði saman allt sem á að fara í marineringuna, tjoppaði piparinn og setti hann útí. Svo skar ég bringurnar í tvennt eftir endilöngu og lagði þær í jukkið, setti lok á dolluna og geymdi þetta í ískápnum í allan dag. Já ég gerði þetta á meðan ég borðaði hafragrautinn í morgun.
Pico de gallo prepp
tómatarnir tjoppaðir í litla ferninga, líka laukurinn og piparinn, allt kryddað og svo sett sirka hálfur dl af köldu vatni útí.. þetta er svo látið taka sig í smá stund, ég byrjaði á því að græja þetta…
allt hitt..
rauðlaukur og paprikan skorin í strimla og rétt létt steikt, eða bara svona hitað í olíu, smá salt og pipar útí
annað er allt skorið í strimla því þá er svo auðvelt að raða á kökurnar…
og svo á meðan ég eldaði: ég skar kjúllan sem var búinn að vera í jukkinu í allan dag í litla bita og steikti hann á pönnu.
Ég kryddaði þetta með salti og pipar og skvetti svo smá sojasósu á pönnuna.
fajitas kökurnar setti ég bara allar í álpappír og hitaði þær inn í ofni. Ég nenni ekki að standa í því að hita hverja og eina á pönnu..
og svo næst þegar ég elda þetta..þá ætla ég að setja hvítlauk í jukkið sem kjúllinn fer í .. og örugglega meiri chilipipar.. og líka að setja meiri chilipipar í hanagogginn. Ég ætlaði að setja ferskt kóriander í hann en það var ekki til í þeim búðum sem ég fór í.. þannig að ég geri það örugglega næst.. og ómægod hvað þetta var geðveikt gott.. reif samt ekki alveg nóg í þannig að það verður meiri chilipipar næst!!..
sveimérþá ég held að serrano þurfi að fara að vara sig.. og já, ég er bara hress..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt í fajitas, Maturinn og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s