það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar…

.. á mýrdalssandi og hvergi skjól að fá.. ahh.. já stundum finnst manni rigningin ekkert sérlega góð, allavega ekki um kl 7 í morgun þegar ég þurfti að fara á fætur og það var kolniðamyrkur, rigning og rok.. ég er eiginlega búin að vera syfjuð alla vikuna út af þessu, en nú er víst kominn fimmtudagur þannig að ég get sofið lengur bráðum. Reyndar sef ég nú aldrei lengur en til svona 9, en kúrið.. það er það sem er svo gott..Annars er ég bara hress, ákvað að blogga í tilefni dagsins því í dag er nákvæmlega vika þar til hann Palli minn byrjar í nýju vinnunni sinni, hann er búinn að ráða sig sem kerfisstjóra hjá Olís, almenn ánægja með það á heimilinu, sérstaklega hjá honum svo ég segi nú ekki meir.. ég sé þetta alveg í hillingum, hann vinnur bara 8 tíma á dag, er svo á bakvakt eina viku í mánuði.. já ekki 24/7 eins og núna heldur bara eina viku í mánuði.. ohh.. Strákarnir mínir rokka þessa dagana sem aðra daga, Eiður brillerar í skólanum, tapar sér reyndar í gleðilátunum öðru hvoru – enda tjörvi.. Birkir stendur sig líka stórvel, hann er endalaust upptekinn, er á leiklistarnámskeiði og er svo að byrja á Roleplay námskeiði í kvöld, þannig að hann tekur leiklistina með trompi .. enda tjörvi.. ég, ég mæti bara í vinnuna, ræktina og á kóræfingu.. sem þýðir að þegar það eru helgar, þá vil ég helst ekki gera neitt nema bara vera heima hjá mér í rólegheitunum og lesa blöðin, það gengur kannski aðeins of langt því ég er ekki frá því að ég þurfi að þrífa eitthvað heima hjá mér bráðum.. en kúvahh.. ég tók nú helminginn af eldhússkápunum, þreif, henti og ég veit ekki hvað og hvað, um daginn.. tja, ætli það séu ekki um tværþrjár vikur síðan… náði ekki að gera meira, ég kannski tek hinn helminginn á næsta ári… Mest langar mig þó heim í Nesin, ég er með ógurlega heimþrá þessa dagana.. hvernig ætli það sé, ætli maður verði aldrei of gamall til þess að vera með heimþrá? Nú eru bara þrjúoghálft ár þar til ég verð fertug.. (sjitt hvað það er fyndið að sjá þetta á prenti).. og samt er ég með heimþrá.. en svona til að tapa sér ekki alveg í þunglyndinu.. þá er best í heimi að hlusta á Arcade fire.. Ég er búin að hlusta svo mikið á þau undanfarna daga að ef að ég væri að hlusta á vínil þá væri komið gat!!.. núhh og ef það gerir sig ekki þá er imperial bodybags með manic street preachers algjörlega málið.. ef maður kemmst ekki í gott skap þegar maður heyrir það .. nú þá er bara hreinlega eitthvað að!!.. og svo ég endi þetta á gleðilegri nótum, þá var hann Gunni vinur minn og Brynja konan hans að eignast tvíburastelpur.. þær eru æði og ég óska þeim innilega til hamingju

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s