Í dag hef ég 9 atriði sem ég vil koma frá mér. Þeir eru eftirfarandi:
1. Ég elska U2, það er bara ekkert flóknara en það. Mest uppáhaldshljómsveit í heiminum
2. Arcade Fire er næst mest uppáhaldshljómsveit í heiminum. Ég er búin að hlusta á Neon Bible stanslaust í 3 mánuði og ég fæ ekki nóg. Windowsill er í algjöru uppáhaldi.
3. Kóræfing í kvöld í 3 og hálfan tíma. Þokkalega sem ég verð orðin raddlaus þegar það er búið, ég rétt slepp (og varla þó) eftir tveggja tíma æfingu. En mér er skítsama, ótrúlega skemmtilegt prógramm sem við erum að æfa, Tónleikar 29 nóv og 1 des.. skyldumæting fyrir lesendur þessarar síðu. Miða fáiði hjá mér!
4. Tók hrikalega á því í ræktinni í gær, rosa ánægð með mig, ég er mesti massi í heimi. Spurning um að mæta í palla í kvöld, fer eftir hvort Heiða mætir og hvort hún sé með skóna. Ég dó næstum í mínum á mánudaginn!
5. ég elska franska súkkulaðikossa með kaffinu .. kannski aðeins of mikið..
6. Mér finnst magnað hvernig sum lög minna mann alltaf á eitthvað, eins og til dæmis, þá minnir All because of you mig alltaf á hann Pétur minn. Ég fæ alltaf flassbakk frá deginum þegar ég útskrifaðist úr HR og við vorum á leiðinni í leikhúsið að sjá Edith Piaf, fórum á bílnum þeirra, Heiða keyrði og Pétur spilaði þetta lag fyrir okkur af því að honum fannst það svo æðislegt. Síðan þá má ég ekki heyra þetta lag því þá dettur mér Pétur alltaf í hug.. Gooood times..
7. Ég verð að segja það að mér leiðist að testa vefsíður… kannski er ég þess vegna að blogga um ekkert..
8. Mér finnst stjörnuspáin mín á mbl fyrir daginn í dag mjög góð Hrútur: Þú ert einstakur. Heimurinn vill frá þér það sem aðeins þú getur gefið honum. Eða eins og Billie Holiday sagði: „Ef ég á að syngja eins og einhver annar, get ég alveg eins sleppt því“… það þarf nú engan stjörnuspeking til að segja mér það að ég sé einstök.. það vita nú allir..
9. Vona að dagurinn í dag verði ykkur góður og fullur af rokki og róli,því þá er gaman.. og hey eruði búin að fatta að þetta þriðji dagurinn í röð.. ??
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni