Tannréttingarborgarar

já góðan daginn.. ég eldaði svo gebba gott að ég sá mig tilneydda til að blogga um það..
Málið er að ég fór með Eið til tannréttingartannlæknisins í morgun og á meðan ég var að bíða þá fletti ég Vikunni. Og þar sem ég er í sakleysi mínu að bíða í rólegheitunum og fletta blaðinu þá rakst ég á uppskrift sem ég bara varð að prófa. Þar sem ég er algjör sökker fyrir nachos og svona mexíkósku stöffi, þá fór ég næstum að slefa (eða ekkert næstum.. ég slefaði!) þegar ég las þetta og skellti mér því í móttökuna til hennar Svönu Garðars, sem er Hornfirðingur btw, og bað hana að lána mér blað og penna..  ég eldaði þetta svo í kvöld og ómæfokkinggad hvað þetta var hrikalega gott!
sjitttt!!

Þetta þarftu í 8stykki:
8-16 beikonsneiðar
800-900gr nautahakk
1 krukka Santa Maria Yellow tomato og Chili salsa
1/2 bréf Santa Maria fajita krydd
8 ostsneiðar
8 hamborgarabrauð
2 bufftómatar
1 stór laukur
guacamole
Nachos
(bjór)

Þetta geriru:
setur beikonið á pappír og plötu og bakar það í ofninum í 15 mín við 220°
hrærir saman hakkið, salsað og kryddið.
býrð til 16 þunna hamborgara úr hakkdeginu
setur ost og beikon á 8 borgara og notar hina 8 til að setja ofaná og lokar ostinn og beikonið vel inni í hakkinu
Grillar bogarana í 3-4 mín á hvorri hlið
Hitar brauðin
Setur borgara á brauðið og tómata, lauk og guacamole
Með þessu hefur maður svo Nachos!

Og svo…
Ég grillaði ekki, því það var svo mikið rok á svölunum og ég gat ekki beðið með að elda þetta þar til að það kæmi logn
Palli vildi ekki beikon þannig á hans borgara var bara ostur
Þetta eru svoldið stórir borgarar þannig að ..
Ég verð, bara hreinlega verð að drekka bjór með svona mat, bæði þegar ég preppa, elda og borða..
já og ég notaði bara eitthvað glatað santa maria krukku guacamole, örugglega miklubetra að hafa guacamoleið sem Toggi býr til með þessu.. sjitt, þá borða ég örugglega tvo..
ég er að segja ykkur það að þetta var fáránlega einfalt og fáránlega gott!!Plís plís prófið..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir fajitas, Maturinn, Tannréttingaborgarar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s