Bragðlaus og lyktarlaus kjúlli

var að reyna að elda mat, palla fannst það gebba gott en ég finn hvorki bragð né lykt svo að var smá erfitt að elda, mér finnst eiginlega erfiðara að elda án þess að finna lykt, ég er einhvernvegin ekkert oft að smakka það sem ég er að elda, ég er meira í því að hnusa :)
Allavega eldaði kjúllarétt sem ég hafði einhverntíman eldað áður, mundi ekkert eftir uppskriftinni í kvöld, Palla og strákunum fannst þetta geðveikt gott og ég fattaði upp á frábæru nafni til að skíra réttinn og því hendi ég uppskriftinni hingað:

Bragðlaus og lyktarlaus kjúllaréttur fyrir 4
Þetta þarftu:

4 kjúklingabringur
2 paprikkur
lauk
mangochutny
karrý
1stk matreiðslurjóma
ólífuolía
salt
pipar

þetta geriru:
skera lauk í smátt og brúna hann í olíunni
skella 4-5 tsk karrí útí og brúna það með. Passa bara að það brenni ekki
skera bringurnar í litla bita og steikja þá í karrílauksullinu og krydda með salti og piparbæta svo paprikkunni útí og láta malla
skella svo matreiðslurjómanum útí og svo að lokum 4 teskeiðum af mangotjöttní
með þessu hafði ég svo hrísgrjón en nennti ekki að skera niður grænmeti
það besta við þetta er að maður byrjar á því að setja upp hrísgrjónin og byrjar svo á kjúllanum og svo er þetta bara reddí þegar grjónin eru reddí.. þetta er svona fínn réttur þegar maður er að flýta sér, hann er þannig séð ódýr, ef maður getur keypt bringurnar með afslætti.. annars finnst mér allt ódýrt ef ég kaupi í matinn fyrir minna en 5 þúsund kall í hvert skipti.. það gerist orðið mjög sjaldan. Það er gjörsamlega óþolandi hvað allt er dýrt! æfokk bara..

annars er ég enn lasin, er orðin geðvond og fúl, öfunda fólk með harðsperrur og langar í vinnuna.. semsagt bara hress.. en sjitt hvað ég er geðvond samt!

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s