Ást!

Magnað hvað maður getur elskað þessi börn sín.
Eiður er lasinn, hann sem verður aldrei lasinn en núna er hann alveg hundveikur, með háan hita og hálsbólgu og svona ömurlegt. Hann var að kasta upp núna bara rétt áðan og elsku litla greyjið hennar mömmu sinnar, ég hélt um ennið og strauk hárið og svona, svo fór ég með hann inn í rúm, pakkaði honum inn í sængina sína og strauk vangann.. og horfði á þennan fallega strák sem er bara alveg að verða fullorðinn, allavega svona á kroppinn, hann er svo fallegur, svo yndislegur og góður, ég verð bara svo þakklát fyrir að hafa eignast hann, hann er svo líkur mér, með augun mín ..
hann hefur alltaf verið svo fullorðinn í hugsun, við höfum alltaf getað talað um allt og ég elska hann algjörlega skilyrðislaust!!.. og ég myndi gera allt fyrir hann, hann hefur mig gjörsamlega og algjörlega í vasanum.
Ekki nóg með að ég eigi bara þennan gullmola, heldur á ég annan og ekki er hann síðri. Birkir minn sem situr hérna hóstandi við hliðina á mér, nýbúinn að búa sér til heimatilbúna hóstasaft, gerir æfingar með pabba sínum. Hann syngur eins og engill, er með hjarta úr gulli og gefur bestu knús sem finnast í heiminum. Hann langar að fara að byrja í ræktinni, enda sterkur og hraustur strákur, gullfallegur enda svo líkur pabba sínum og ég elska hann líka alveg skilyrðislaust!
æ.. fyrirgefiði… ég varð bara eitthvað svo væmin… ég bara elska strákana mína og langaði að tjá mig um það og þá bara geri ég það! Annars er ég bara hress, er enn að drukkna úr kvefi en er hressari samt.. búin að vinna meira og minna alla helgina, á milli þess sem ég hef hjúkrað sjúklingnum…

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s