þrettándinn

er mætt í mína elskulegu vinnu, hlusta á Bloodgroup eins og enginn sé morgundagurinn, Dry Land er algjörlega frábær plata, kom mér skemmtilega á óvart, því þessi tegund af músík hefur kannski ekki verið alveg minn tebolli, enda drekk ég eiginlega aldrei te (!) .. allavega, platan er æði, einhvernvegin svona ljúfur stuðbolti, maður dinglar sér geðveikt, en stuðið er samt ekki læti þannig að maður getur alveg hlustað á þetta með fyrsta kaffibollanum á morgnanna ef þið skiljið mig.
þrettándinn í dag, mig langar á brennu niðrá hestavelli í kvöld, ég man eftir því þegar við Ragga á Brekkubæ leystum Jólasveinana af einu sinni á þrettándanum, enda þeir greyjin á leiðinni heim, ég sá ekkert fyrir skeggi og hári en best fannst mér þegar ein lítil stelpa sagði við mig, jólasveininn,  – heyrðu jólasveinn, afhverju ertu með eyrnalokk??
tjahh, ekkert smá hippogkúl jólasveinn maður :)
Allavega mér langar á brennu og hlusta á eirík syngja ólafur reið með bjöhhhööörguuuum frammmmmm .. en ég er víst í Reykjavík en ekki í Nesjunum, ætla því að sjóða hangikjöt í kvöld og fá mér Malt og Appelsín, grænar baunir og uppstúf með..
já, hún bloggar eins og vindurinn þessi elska..

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s