Kollubollu kjötbollur með tómattvisti og hveitilengjum

úff.. allir á dekk og út með bátana… það er bara ekkert öðruvísi!
Ég eldaði gjöööhhhhheeeeðveikan mat í kvöld, hann var svo góður að hann verðskuldar blogg, það er bara ekkert öðruvísi..
Allavega.. Birkir fékk að velja af því hann stóð sig svo vel í prófunum og hann bað um þetta. Þetta er kannski ekki fljótlegasti réttur sem ég hef eldað enda byrjaði ég um hálf 7 og var búin að borða að verða 9, svolítill Hraunhóls stíll á þessu semsagt..En hérna er þetta:

Kollubollu kjötbollur með tómattvisti og hveitilengjum..
Þetta þarftu:
Nautahakk, svona tvo pakka (8-900 gr)
1 poki mozzarrilla ostur, rifinn
1 bolli brauðrasp
2 egg
1/2 l matreiðslurjómi
salt
pipar
hvítlaukskrydd
ítölsk kryddblanda
12 tómatar
ferskt basillikum
hálfur hvítlaukur
ólífuolía
5-700 gr spaghettí

Þetta geriru:
Kollubollukjötbollur
Blandar hakki, osti, raspi, eggjum og matreiðslurjóma í skál, kryddar með salti, pipar, hvítlauk og ítölsku kryddblöndunni.   Hrærir þessu saman þar til að það verður að fallegu bleiku klessudeigi. Setur filmu yfir skálina og skellir þessu inn i ísskáp og leyfir þessu að taka sig svona á meðan þú græjar tómatsósuna.
Næst býrðu til bollur úr deiginu, ég hef þær svona svipaðar og gólfkúlur að stærð, nota eina skeið og svo lófann til að gera þetta voða flott. Síðan steikir maður bollurnar á báðum hliðum, samt ekki í gegn, (semsagt brúnar á hliðum og bleikar inní svona eins og kjötbollurnar urðu stundum hjá afa í gamladaga..hehe.. ).
Bollurnar eru svo settar í eldfast mót, álpappír ofaná og bakaðar í ofninum á 200° í svona 20-30 mín

Tómattvist
Tómatarnir eru afhýddir með því að láta þá liggja í sjóðandi vatni í smá stund og hýðið svo pillað af. Hvítlaukurinn er tjoppaður í smátt, settur í pott ásamt slurk af ólífuolíu og látinn malla í smá stund. Afhýddir tómatar eru skornir í bita og settir útí og látnir sjóða í svona klukkutíma. Smátt skorin fersk basillika er svo sett útí rétt áður en tómattvistið er borið fram

Hveitilengjur
Spaghettí soðið í saltvatni með ólífuolíu. :)

Ok, sko, ég byrja alltaf á því að sjóða vatn og hella yfir tómatana. Það bíður svo á meðan ég græja kjöthakkdeigið, sem fær svo að taka sig á meðan ég græja tómattvistið, sem fær svo að sjóða á meðan ég steiki bollurnar sem bakast svo á meðan ég sýð spaghettíið.. þetta er voða svona eitt leiðir af öðru matseld :) þetta er alveg rosalega gott -tómatsósan, nei ég meina tómattvistið (miklu flottara nafn heldur en tómatsósa, voða svona kokkalegt..), er algjört æði, sem kemur mér nokkuð á óvart þar sem ég borða ekki ferska tómata.. ég er nú reyndar farin að halda að það séu bara stælar í mér. Svo má hún líka bara sjóða og sjóða og sjóða .. þar til allt annað er reddí ) Svo er náttúrulega ferskur Parmessan útá punkturinn yfir iið, svona þegar maður á hann..
örugglega voða gott líka að hafa sallat og svona, brauð jafnvel og rauðvín.. en hey, það er nú bara þriðjudagur..
fjúhh.. gjööööhhheeeðveikt gott sko..
Svona leit þetta út á diskinum mínum..
Já og Birkir tók myndirnar…

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s