Hey
Sit hérna í róleheitunum í vinnunni, fátt eins notalegt og að mæta hingað eldsnemma á morgnanna, í myrkrinu, fá sér kaffibolla, kíkja á netið og sjá hvað mönnum liggur á hjarta eftir gærkvöldið og nóttina.. Í dag eru allir að missa sig yfir jafteflinu í handboltanum í gær, ég er nú bara alveg silkislök yfir þessu, efast ekki um að strákarnir eru að gera sitt besta .. ég myndi allavega ekki nenna að standa í öllum þessum æfingum og svona án þess að gera mitt besta þegar á hólminn væri komið..
Annars er ég bara hress, skellti mér meira að segja í spinning í ræktinni í gær, var nokkrum sinnum næstum því búin að gubba, þetta var svo erfitt, fyrst þegar kennarinn sagði „jæja, þá erum við hálfnuð með upphitunina….“!!! já ég er er massa formi, það er greinilegt. Ég bjóst nú samt alveg við því að þetta yrði erfitt, er búin að eyða tveimur vikum í að peppa mig upp í að fara og í gær var ég komin með afsakanirnar alveg í steríó og var eiginlega búin að sannfæra mig um að ég bara gæti alls ekki farið, ég væri svo þreytt.. eða var það hausverkur.. allavega ég fann eitthvað sem ég afsakaði mig með.. en svo las ég þetta og komst að því að ég væri bara letihaugur!!
Þannig að .. nú byrjar þetta, ég hef ekki neina einustu afsökun, allt að vinna og engu að tapa!! Ef ég fer ekki þá er ég að deyja í öxlunum, með hausverk og þarf að sitja í bílnum þegar Palli labbar á Esjuna í sumar í staðin fyrir að labba með!!
Ef ég fer ekki, þá kemst ég aldrei í dásamlega pottinn í Hreyfingu!! Ég hef allt að vinna og engu að tapa.. nema kílóum, þó ég sé ekkert endilega að þessu til þess að létta mig, þá má alveg minnast á það að ég er búin að bæta á mig einhverjum fimm kílóum síðan ég hætti að mæta reglulega í ræktina.. það er bara of mikið, og þar sem ég vil getað borðað allt sem mig langar í án þess að kaupa mér endalaust stærri föt þá þarf ég að hreyfa mig.. þetta eru ekki geimvísindi. Og svo bara líður mér miklu betur, líður betur í sálinni og í kroppnum..
Ég var samt skúffuð í gær, þegar ég ætlaði að láta líða úr mér eftir puðið á hjólinum -þá var potturinn ískaldur!!! Mér finnst nú alveg lágmark að þegar maður er að borga marga þúsundkalla á mánuði og mætir aldrei, þá er það það minnsta sem þau geta gert er að hafa pottinn í lagi þegar maður loksins lætur sjá sig :) Potturinn er nefninlega gulrótin mín, því þegar ég er alveg við það að deyja, þá hugsa ég um hvað það verður gott að fara í pottinn á eftir. Og þar sem ég gerði þegjandi samkomulag við sjálfa mig þannig að ég mun aldrei fara í pottinn án þess að puða fyrst þá virkar það mjög vel.. Þessi pottur er algjör dásemd.
Ég ætla að mæta á morgun, er að hugsa um að sprófa að fara í þrektíma í hádeginu og ef ég næ því ekki, þá er það þrek og þol hjá Eyrúnu ef ég næ númeri. Ef ég næ ekki númeri.. þá bara lyfti ég eða eitthvað.. ég ætla allavega í gymmið!!
-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Heiða Björk um Sjúka pastað maður Frú Sigurbjörg um Kássa ofurpesi um Kássa Íris Gíslad um Kássa Íris Gíslad um Heit mexicosúpa fyrir heitar… Færslusafn
- júní 2014
- janúar 2013
- september 2012
- júlí 2012
- apríl 2012
- mars 2012
- október 2011
- september 2011
- ágúst 2011
- júlí 2011
- júní 2011
- maí 2011
- febrúar 2011
- janúar 2011
- nóvember 2010
- október 2010
- júlí 2010
- apríl 2010
- febrúar 2010
- janúar 2010
- október 2009
- september 2009
- júlí 2009
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júní 2005
- janúar 2005
Flokkar
Tækni