Bleiki fiskurinn og litla Ísland

Úff.. var að koma úr ræktinni, fór í tímann sem Rakel mælti með, hjá Ágústu.. fínn tími, ég er allavega drullu þreytt.
Er að elda grjónagraut mmmm og Eiður fær typpasúpu af því að hann borðar ekki grjónagraut. Keypti líka rúgbrauð og lifrarpylsu.. aldrei að vita nema að ég sjóði líka egg.
En talandi um Rakel, þetta er semsagt Rakel, konan hans Þrándar sem er bróðir hans Gulla kennara sem er pabbi hans Sigga Gunn.. Ég kynntist Rakel semsagt fyrst þegar hún var að vinna í eldhúsinu á Skjólgarði, örugglega fyrir einhverjum tuttugu árum og þar sem ég var á Sillugangi, þá spjölluðum við oft. Síðan hef ég varla hitt hana fyrr en hún byrjaði í kórnum haustið 2008.. og núna vorum við í sama leikfimitíma.. svossem ekkert merkileg saga.. nema að það er svo fyndið hvað Ísland er lítið og leiðir fólks liggja oft saman eftir langan tíma.
Kristjana, sem var einusinni hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á Hornafirði, hún var að byrja í kórnum núna um áramótin, er í 1.sópran og situr fyrir aftan mig!!! Magnað alveg.. !!
ogog.. var ég búin að segja ykkur söguna af Grétu frænku.. ég hafði aldrei hitt hana, svo byrjaði ég í kórnum, haustið 2006 og þar var hún í sömu rödd og ég en ég vissi ekkert að hún væri frænka mín. Það var ekki fyrr en seinna um haustið að ég er boðuð á
ættarmótsnefndarfund. Þá var bara Gréta frænka þar, langamma mín og amma hennar voru systur!! Magnað!!

En allavega, ætla að setja hérna inn uppskriftina af bleika fiskinum sem ég eldaði í gær, manninum mínum til mikillar ánægju.Þessi réttur er einn af uppáhöldunum hans Palla míns. Mamma hans eldaði þetta alltaf handa honum þegar hún vildi gefa honum eitthvað gott.. Ég eldaði þetta handa honum í gærkvöldi og núna er ég að búa til grjónagraut, ég held ég sé besta kærasta í heimi :)

Bleiki fiskurinn
Þetta þarftu (fyrir 4 og afgangur daginn eftir):
14-1500 gr ýsuflök, roð og beinlaus
2-3 matskeiðar karrý
1 dós tómatpúrre
ólífuolía
4 hvítlauksgeirar
1laukur
mjólk
hveiti
Hrísgrjón
Salt
Þetta geriru:
Skerð fiskinn í þægilega bita og veltir honum uppúr hveiti og 1msk karrýi og steikir hann svo aðeins á pönnu í ólífuolíu og saltar aðeins yfir. Ef það er afgangur af hveitikarrýinu þá er gott að geyma það og nota það í sósuna á eftir.
Maður þarf ekkert að steikja hann í gegn, bara svona loka honum.
Fiskurinn er svo tekinn af pönnunni og lagður til hliðar.
Sósan:
Hún er gerð svona:
Laukurinn er skorinn smátt og steiktur á pönnunni í ólífuolíu. Karrýið er sett útí og látið hitna með lauknum. Næst er tómatpúrre bætt við og þetta allt hrært saman og að lokum er svona 2-3 msk af hveiti bætt útí og allt hrært í eina klessu (hér er tilvalið að nota afganginn af karrýhveitinu).
Að lokum er mjólkinni bætt útí og búin til sósa :) sem er svo smökkuð til með salti.
Þegar sósan er farin að malla þá er fiskinum settur útí og allt látið sjóða saman i smá stund. Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum og borðað með bestu lyst.
Að lokum:
Palla finnst best að hafa sósuna vel þykka, helst þannig að hún renni varla.. en mér finnst hún betri þunn, þannig að stundum hef ég hana þykka og stundum þunna.. oftast þykka samt :)

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Fiskur, Maturinn. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s