Massa grænmetissúpa Kollu sætu :)

já sæll.. fjúhh hvað ég eldaði góða súpu í kvöld..
Málið er að Birkir ákvað að gerast grænmetisæta þegar hann var búinn að borða afmælismatinn sinn. Ekki það að lambafílleið sem ég eldaði handa honum hafi verið svona vont, heldur er hann búinn að tala um þetta lengi s.s að prófa að vera grænmetisæta…
allavega, þetta er er svona smá tvist í matseðillinn hjá okkur, við höfum alveg mikið grænmeti í matinn en höfum kannski ekki gengið út frá því sem aðalatriði, þannig að maður er á fullu að tvista grænmeti og það verður til þess að ísskápurinn er fullur af svona græmetisafgöngum.. og þá varð til þessi súpa!

Massa grænmetissúpa kollu sætu :)

Þetta var alveg handa okkur fjórum og við erum enn að bíða eftir hinum 10.. ef þið skiljið hvað ég meina, soldið mikið af súpu..

Þetta þarftu:
Ég tæmdi ísskápinn af grænmeti. Hann innihélt:
2 litla lauka
1/2 hvítlauk
1/2 brokkolíhaus
1/4 blómkálshaus
1/2 kúrbít
5 stórar gulrætur
1 risastóra sæta kartöflu
1 litla rauða papriku
1 græna papriku
hálfan flúðasveppadall af sveppum
svo setti ég líka:
2 dósir af niðursoðnum tómötum
2 dósir af tómatpúrre
3-400 gr pasta
8-10 grænmetisteningar
svartur pipar
oregano
3 lítrar vatn

Þetta geriru:
Tjoppar allt grænmeti í litla bita.
Setur lauk og hvítlauk og brúnar í olíu í stórum potti
setur allt grænmetið útí og brúnar í nokkrar mínútur
Setur vatn, tómata, tómatpúrre, grænmetisteninga útí og kryddar með Oregano og Pipar.
Lætur suðuna koma upp og lætur sjóða í svona 15-20 mín
Setur pastað útí og lætur sjóða í 15 í viðbót.
og voila.. tilbúið, ferskur parmessan er rifinn ofaní hverja súpuskál.

Að lokum: Þetta er rugl góð súpa, ég hafði með henni fokkasíuvonnabí brauð.. sem er fokkasía sem er bara úr venjulegu deigi.. og ef þið viljið uppskrift að því þá bara veriði að biðja um hana :)

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Grænmetissúpa, Maturinn. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s