Birki er búinn að langa í ostaköku í marga daga..
Við skoðuðum uppskriftir og svona og bjuggum svo til þessa í dag. Hún er svona sambland af mörgum kökum, við tókum svona það besta .. Skemmst er frá því að segja að kakan smakkaðist alveg sérlega vel, sjálfsagt vegna þess að það var svo gaman að brasa þetta með Birki mínum, einstaklega mikið af ást og yndislegheitum í henni, enda er hann Birkir minn alveg einstaklega yndislegur :)
Já og ég held að þetta sé ostaTERTA.. ekki kaka..
þetta notuðum við:
Botn:
380gr hafrakex
1 1/2 msk sykur
150 gr smjör
Fylling:
500 gr rjómaostur
250 gr suðusúkkulaði brætt
110 gr sykur
2 1/2 dl rjómi, léttþeyttur
4 matarlímsblöð
50 gr suðusúkkulaði, smátt skorið
100 gr kókosmjöl
Þetta gerðum við:
börðum hafrakexið í tætlur í plastpoka með kökukefli og blönduðum sykrinum samanvið.
Bræddum smjörið við lágan hita og hrærðum það svo samanvið kexið.
Settum þetta svo í smelluform, stöppuðum vel og létum botninn koma upp á kantana.
Næst græjuðum við fyllinguna
við hrærðum rjómaostinn og sykurinn saman vel og vandlega.
Næst létum við matarlímið linast í köldu vatni í 5 mínútur, hituðum svo smá vatnslettu, kannski svona 3 msk og létum matarlímið leysast upp í því. Blönduðum því svo samanvið ostinn með því að láta það leka í mjórri bunu ofaní.
Næst bættum við bræddu súkkulaði útí og hrærðum, svo kókosmjölinu og súkkulaðinu (ekki þessu brædda heldur þessu tjoppaða) og hrærðum
Síðast bættum við léttþeyttum rjóma útí og hrærðum varlega.
Skelltum þessu síðan ofaná botninn og inn í ísskáp í 2-3 tíma.
Að lokum:
Kakan er svolítið stór, enda ekki kaka heldur terta :) hún verður klárlega gerð aftur og þá höfum við örugglega ber og rjóma með, Birkir talaði um að það væri örugglega geðveikt gott að hafa bláber með þessu.. Allavega.. alveg snilldar kaka!