já, er búin að vera að dunda mér við að setja gamlar færslur af 123 blogginu mínu hingað, vantar alveg að hægt sé að porta gömlu bloggi í xml eða eitthvað þar..
ákvað að skella mér á wordpress, held að það sé bara þokkalega þægilegt og gott, hægt að gera allan fjandan hérna og bara.. ég vil ekki hætta að blogga, finnst fínt að hafa uppskriftirnar mínar hérna, núna get ég taggað og kategoræsað og allskonar ..
Er búin að vera að búa mig andlega undir erfiðar tvær næstu vikur, er að fara að halda tónleika með kórnum og langar æfingar í næstu og þarnæstu viku, það er hresst og alltaf svo ótrúlega gaman, þeim mun meira sem er að gera með kórnum, þeim mun meira gaman er :)
Fór í afmælisveislu hjá Sunnu minni í gær, gáfum henni hjartahálsmen og tvö perluarmbönd.. hún var ánægð og terturnar voru massívar eins og systur minni er einni lagið. það var indælt. Eins og öll helgin er búin að vera..