3.janúar 2011

ég er enn að bíða eftir brúnku litlu, hún er eins og mamma sín, gerir bara það sem henni hentar :) ég hlakka svo til að fá að stinga nebbanum í hálsakotið hennar. hún náttúrulega heitir ekki brúnka, ég er bara með stæla og vil eigna mér hana, ætli ég sé ekki bara svona afbrýðisöm út í hh af því hún fær að taka á móti, það væri þá ekki í fyrsta skipti sem ég er afbrýðisöm út í hana, þó það hafi nú ekki gerst síðan við vorum litlar :) hún er nebblega best í heimi.
ég er búin að skrá mig í prufutíma í þessu, er alveg að deyja úr hreyfingarleysi og leti, verð að hreyfa mig en er bara svo löt! veit samt alveg að ég þarf bara að koma mér niðreftir og þá er þetta komið og ég fer á fullt. ég var einmitt að hugsa um það áðan þegar við vorum að keyra heim að maður er bara eins og hylki og lætur bílinn ferja sig á milli staða.. reyndar labbaði ég frá vinnunni minni og í vinnuna til palla, svona aðeins til að fá loft í lungun og ganga fleiri en 10 skref í einu, en það dugði samt ekki til þess að hrista af mér slenið. þetta er samt ekkert nýtt, kannast við þetta allt frá liðnum janúörum og ekki bætti úr skák að ma&pa fóru austur í dag og ég hef ekki komist heim síðan í ágúst og það er bara of langur tími. þannig að ég held að ræktin reddi þessu alveg, ég þarf bara að koma mér þangað :) kannski ég skelli mér bara í rólegan teppatíma á morgun eftir vinnu, eða hjólatíma.. já, ég er góð í að ákveða.. ekki alveg eins góð í að fara eftir því sem ég ákveð.

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

3var við 3.janúar 2011

  1. Heiða Björk sagði:

    vúhú!! lifi bloggið :)

  2. Íris Gíslad sagði:

    Velkomin aftur :)

  3. Íris Gíslad sagði:

    hvernig var með blogg-fyrirheitin vinkona ;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s