Þetta er uppskrift, kóperuð frá vefnum hans Pabba. Þetta er chili! Palli vill helst alltaf eiga chili í ísskápnum. Alltaf.
„Við höfðum ráðgert það feðgar, Þorgrímur og ég, all lengi að elda okkur chili. Loks í gær létum við verða af því.
* 1 stór laukur
* 2-3 hvítlauksrif (ég notaði 1 kínverskan sterahvítlauk)
* 2 rauð chili (þessi voru í stærra lagi)
* 2 grænar paprikur
* 1/2 kg hakk
* 1 dós nýrnabaunir (vökvanum hellt af)
* 1 dós chilibaunir
* 2 dósir tómatar (í bitum)
* cummin
* chili (krydd ég átti bara Chili Explosion)
* oregano
* ungversk paprika (sterk)
* Fiesta de Mexico (frá Pottagöldrum)
* 1 súputeningur
* pipar og salt
* 2-3 dl bjór
Ég svissaði laukinn og grænmetið í potti, bætti svo hakkinu útí og brúnaði um stund. Kryddaði þvínæst og hellti bjórnum útí. Þetta mallaði svo vel og lengi.
Við snæddum þetta yfir fréttunum með sýrðum rjóma útá og bruddum nachos með. Ljómandi gott!!“
Þetta er semsagt góðfúslega stolin uppskrift, engin gestauppskrift, því pabbi veit ekki einu sinni af því að ég stal henni.. og ég tvöfalda hana.. semsagt, tvo pakka af hakki og svona.. og við erum ég og kallarnir..
mmmmmmmmm var að elda þetta.. mega gott eins og alltaf :)