Kjuklingasalat

Eldað vangefið gott kjúllasallat áðan.. með nýbökuðu brauði og heimatilbúnum brauðteningum.. vangefið gott!!

BRAUÐ:
Í þessu brauði var ..
1 1/2 dl sesamfræ
2 dl hveitikím
2 dl hafragrjón
2 bollar (500ml) heilhveiti
1 1/2 bolli (375ml) hveit
6 maukaðir sólþurrkaðir tómatar með olíunni
2 tsk þurrger
2 tsk salt
1-2 msk hunang
2-3 msk ólífuolía
4 dl volgt vatn (ca)

öllu blandaði saman og hnoðað vel og látið hefast í svona klukkutíma. 2 brauð mótuð úr deginu og látið hefast aftur í 30 mín og svo bakaði í ofninum í um 15 mín við 240 og lækka svo í svona 200 og leyfa því að era í svona 5 mín í viðbót. Brauðið er tilbúið ef það heyrist tómahljóð þegar maður bankar í botninn á því :)

ok, svo gerði ég brauðteninga.. þeir eru einfaldlega gamalt brauð (í kvöld notaði ég 5 sneiðar af gömlu heimilisbrauði..) skorið í litla teninga, smjör og ólífuolía hitað á pönnu og teningum hellt útá vel heita pönnuna. Í kvöld kryddaði ég með hvítlaukskryddi og salti og setti tvisvar á pönnuna. Svo set ég þetta á ofnplötu inn i ofn við svona 150 – 170 þar til þeir verða stökkir.

Salatið var bara kjúklingalundir, (kryddaðar með s&p og kjúklingakryddi frá pottagöldurm, steiktar smá á pönnu og svo bakaðar í 10 mín inní ofni á grind), grænt salat, gúrka, rauð paprika, tómatar (fyrir þá sem vilja það) og rauðlaukur og ferskur rifinn Parmesan yfir ..

Vangefið gott :)

Um kollatjorva

kona, mamma, kærasta, systir, dóttir, frænka, tölvunarfræðingur, kórkona.. allskonar..
Þessi færsla var birt undir Bakstur, Brauð, kjúklingasallat, Kjúlli, Kjúlli, Maturinn. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Kjuklingasalat

  1. Heiða Björk sagði:

    vá, vangefið girnó :)

    Ætla pottþétt að gera svona brauð og brauðteninga næst þegar ég hef salladd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s