Eldað vangefið gott kjúllasallat áðan.. með nýbökuðu brauði og heimatilbúnum brauðteningum.. vangefið gott!!
BRAUÐ:
Í þessu brauði var ..
1 1/2 dl sesamfræ
2 dl hveitikím
2 dl hafragrjón
2 bollar (500ml) heilhveiti
1 1/2 bolli (375ml) hveit
6 maukaðir sólþurrkaðir tómatar með olíunni
2 tsk þurrger
2 tsk salt
1-2 msk hunang
2-3 msk ólífuolía
4 dl volgt vatn (ca)
öllu blandaði saman og hnoðað vel og látið hefast í svona klukkutíma. 2 brauð mótuð úr deginu og látið hefast aftur í 30 mín og svo bakaði í ofninum í um 15 mín við 240 og lækka svo í svona 200 og leyfa því að era í svona 5 mín í viðbót. Brauðið er tilbúið ef það heyrist tómahljóð þegar maður bankar í botninn á því :)
ok, svo gerði ég brauðteninga.. þeir eru einfaldlega gamalt brauð (í kvöld notaði ég 5 sneiðar af gömlu heimilisbrauði..) skorið í litla teninga, smjör og ólífuolía hitað á pönnu og teningum hellt útá vel heita pönnuna. Í kvöld kryddaði ég með hvítlaukskryddi og salti og setti tvisvar á pönnuna. Svo set ég þetta á ofnplötu inn i ofn við svona 150 – 170 þar til þeir verða stökkir.
Salatið var bara kjúklingalundir, (kryddaðar með s&p og kjúklingakryddi frá pottagöldurm, steiktar smá á pönnu og svo bakaðar í 10 mín inní ofni á grind), grænt salat, gúrka, rauð paprika, tómatar (fyrir þá sem vilja það) og rauðlaukur og ferskur rifinn Parmesan yfir ..
Vangefið gott :)
vá, vangefið girnó :)
Ætla pottþétt að gera svona brauð og brauðteninga næst þegar ég hef salladd